Karolina Fund: Endurútgáfa á verkum Manuelu Wiesler

Manuela-Wiesler.jpg
Auglýsing

Undir lok árs 1982 komu út fjórar LP plötur með ein­leik Manu­elu Wiesler flautuleik­ari. Útgáfan vakti tals­verða athygli á sínum tíma enda fáheyrt að fjórar plötur kæmu út með sama flytj­anda á sama tíma – og allar hljóð­rit­aðar á tveimur nóttum í Háteigs­kirkju.

Manu­ela gaf plöt­urnar út sjálf og seldi meðal ann­ars á Mið­bæj­ar­mark­aðnum í Reykja­vík. Þær seld­ust upp og hafa nú ekki verið fáan­legar um ára­tuga skeið. Manu­ela lést árið 2006 og þar sem hún stóð sjálf að útgáf­unni hefur eng­inn sýnt þá fram­taks­semi að end­ur­út­gefa plöt­urnar á staf­rænu formi, þar til nú, og fer söfnun vegna hennar fram á hóp­fjár­mögn­un­ar­síð­unni Karol­ina Fund. Tíma­setn­ingin þykir við­eig­andi þar sem  Manu­ela hefði orðið 60 ára í júlí síð­ast­lið­inn.

Kjarn­inn ræddi við Þór­ar­inn Stef­áns­son, einn aðstand­enda verk­efn­is­ins, um það.

Auglýsing

https://soundclou­d.com/t­hor­ar­inn-1/or­kell-ka­la­is-­syn­is­horn01

xxxxxxxxxxx

Hver var Manu­ela Wiesler og hvers konar tón­list flutti hún?

"Manu­ela Wiesler fædd­ist í Bras­ilíu en for­eldrar hennar voru aust­ur­rísk­ir. Hún ólst upp í Vín­ar­borg og lauk þar flautu­prófi árið 1971. Síðar stund­aði hún nám í París og víð­ar. Hún flutt­ist til Íslands árið 1973 og bjó hér í um ára­tug. Hún stofn­aði Sum­ar­tón­leika í Skál­holts­kirkju árið 1975, ásamt Helgu Ing­ólfs­dóttur semb­al­leik­ara, og kom þar iðu­lega fram, einkum í sam­leik með Helgu. Eftir að hún flutt­ist af landi brott kom hún oft fram á Sum­ar­tón­leik­unum og þá sem ein­leik­ari. Manu­ela bjó og starf­aði um skeið í Sví­þjóð en árið 1985 flutt­ist hún til Vín­ar­borgar þar sem hún bjó að mestu til ævi­loka."

Manu­ela lagði sig einkum fram um að flytja sam­tíma­verk en mörg helstu tón­skáld Íslend­inga sömdu fyrir hana tón­verk auk fjölda erlendra tón­skálda. Meðan Manu­ela bjó á Íslandi var hún mikil drif­fjöður í tón­list­ar­líf­inu hér­lendis og gætti áhrifa hennar víða. Manu­ela kom auk þess víða fram í Evr­ópu, ekki síst á Norð­ur­lönd­unum en líka í Þýska­landi og á heima­slóð­unum í Aust­ur­ríki.

Ef litið er yfir þær hljóm­plötur og geisla­diska sem Manu­ela hefur leikið inná kemur í ljós að fjöl­breytni hefur ein­kennt verk­efna­val henn­ar. Áber­andi er nor­ræn tón­list, ekki síst íslensk, en einnig jap­anskra og franskra tón­skálda auk fjölda ann­arra ólíkra verka.

Það hefur verið sagt um Manu­elu að þegar hún bar flaut­una að vörum sér þá urðu þær eitt, hún og flaut­an."

https://soundclou­d.com/t­hor­ar­inn-1/mara­is-­syn­is­horn01

End­ur­út­gáfa löngu tíma­bær



Hvað kom til að þið ákváðuð að end­ur­út­gefa verk henn­ar?

"Kvöld eitt við grúsk í gömlum hljóm­plötum kvikn­aði sú hug­mynd hjá okkur Bjarna Rún­ari Bjarna­syni tón­meist­ara að end­ur­út­gefa fjórar hljóm­plötur Manu­elu sem áður höfðu komið út árið 1982 og hafa nú verið ófá­an­legar um ára­tuga skeið. Við hlustun á gömlu plöt­urnar blasti það við okk­ur, að gæði spila­mennsk­unnar og mik­il­vægi platn­anna í heildar katalóg Manu­elu væri þannig að end­ur­út­gáfa væri fylli­lega rétt­læt­an­leg og löngu tíma­bær. Þar sem Manu­ela hefði orðið sex­tug nú í sumar fannst okkur til­valið að nýta þau tíma­mót og hefj­ast handa.

Vinna við verk­efnið hófst á síð­asta ári og fól­st, til að byrja með, aðal­lega í því að skipu­leggja verk­ið, búa til ein­hvern tímara­mma, finna góð ein­tök af plöt­unum fyrir yfir­færslu af LP yfir á CD, hefja hreinsun á upp­tök­unum og koma þeim á tölvu­tækt form. Síð­ast en ekki síst þurfti að huga að fjár­mögnun og þar sem við vissum af fjölda ein­stak­linga sem gjarnan vilja heiðra minn­ingu Manu­elu og um leið gera hljóm­plöt­urnar aðgengi­legar á ný á nútíma formati ákváðum við að leita til Karol­ina Fund sem far­veg fyrir fjár­mögn­un­ina. Söfn­unin stendur nú yfir á karolina­fund.com.

Til vinstri á myndinni er Þórarinn Stefánsson. Til hægri er Bjarni Rúnar Bjarnason tónmeistari. Til vinstri á mynd­inni er Þór­ar­inn Stef­áns­son. Til hægri er Bjarni Rúnar Bjarna­son tón­meist­ari.

Hverjir standa að þessu verk­efni?

"Þór­ar­inn Stef­áns­son sem á og rekur útgáfu­fyr­ir­tækið Pol­ar­fonia Classics ehf. hefur heildar yfir­sýn yfir útgáfu­ferlið, fjár­mögn­un­ina og kynn­ing­ar­mál. ­Bjarni Rúnar Bjarna­son tón­meist­ari sá um hljóð­ritun upp­runa­legu hljóm­platn­anna og sér um gerð end­an­legs masters fyrir fram­leiðslu geisla­diskanna. Hreinn Valdi­mars­son sér um yfir­færslu af LP plötu yfir á staf­rænt for­m. ­Sig­urður Ingvi Snorra­son klar­ínettu­leik­ari er fyrr­ver­andi eig­in­maður Man­ú­elu og sér um sam­skipti við fjöl­skyldu Man­ú­elu og rétt­hafa."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None