Karolina Fund: Vísnagull - vísur og þulur fyrir börn í fangi

975814251f24dc3d3ac4bdb9ed157d95-2.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn heldur áfram umfjöllun sinni um verk­efni vik­unnar hjá Karol­ina Fund. Vísna­gull -Vísur og þulur fyrir börn í fangi er bók og geisla­diskur sem inni­halda 30 þulur og söngva fyrir minnstu börnin og er prýdd 26 splunku­nýjum og lit­ríkum mál­verk­um.

Aðstand­endur verk­efn­is­ins Vísna­gull –Vísur og þulur fyrir börn í fangi eru dr. Helga Rut Guð­munds­dóttir tón­list­ar­fræð­ing­ur, Pétur Ben tón­skáld og María Sif Dan­í­els­dóttir (Mæja) mynd­list­ar­kona. Helga Rut er dós­ent í tón­mennt á mennta­vís­inda­sviði Háskóla Íslands en hún er einnig stofn­andi Tóna­gulls nám­skeiða fyrir ung börn og for­eldra. Pétur Ben er starf­andi tón­list­ar­maður og hefur m.a. samið tón­list fyrir sviðs­verk og kvik­mynd­ir. Mæja er sjálf­stætt starf­andi mynd­list­ar­maður sem málar bæði fígúru- og abstrakt mál­verk.

Við tókum við­tal við rit­sjó­r­ann Helgu Rut Guð­munds­dótt­ur.

Auglýsing

Hvernig kvikn­aði hug­myndin að þessu verk­efni?

„Hug­myndin kvikn­aði fyrir mjög löngu síð­an. Ég hef haldið tón­list­ar­nám­skeið fyrir ung börn og for­eldra í rúman ára­tug og fyrir þessi nám­skeið safn­aði ég saman efni sem er að mestu leyti gamlar íslenskar þulur og söngv­ar. Mig lang­aði alltaf til að gefa þetta út í vand­aðri bók sem væri með fal­legum mynd­um. Það voru nokkur for­lög búin að lýsa áhuga á að gefa þetta út, en mér fannst þau ekki nógu dríf­andi. Það stóð alltaf á því að finna heppi­legan mynd­skreyti. Ég vildi að mynd­irnar væru ekki skrípa­legar eins og í svo mörgum nýlegum barna­bók­um. Mig lang­aði að hafa þær mjúk­ar, lit­ríkar og sak­laus­ar. Svo fann ég myndir eftir Mæju á net­inu og bauð henni verkið en hún tók afskap­lega vel í það. Sam­vinna okkar gekk ótrú­lega vel og þá ákvað ég að gefa þetta bara út sjálf. Þess vegna erum við komin með söfnun á karolina­fund.“

https://vi­meo.com/131828967

Hvaðan koma vís­urnar og þul­urn­ar?

„Vís­urnar og þul­urnar koma að mestu úr munn­legri geymd og svo það sem safnað hefur verið saman á prenti síð­ustu ára­tugi fyrir börn. Þetta eru að mestu leyti vísur og söngvar sem fólk þekkir mjög vel úr sinni barn­æsku. Ég valdi sér­stak­lega efni sem hentar til þess að leika með börn í fangi, eins og við gerum á nám­skeiðum Tóna­gulls. En í raun á ég miklu lengri lista með ynd­is­legu efni sem bíður von­andi seinni tíma.“

https://soundclou­d.com/tona­gull-ehf

Er ein­hver rauður þráður í tónum og söng Vísna­gulls?

„Það er skýr rauður þráður í þeirri vinnu sem við Pétur Ben lögðum í upp­tök­urnar fyrir diskinn. Regla númer eitt var að það mátti ekki nota nein raf­mögnuð hljóð­færi eða hljóð­gerfla. Önnur regla var að útsetn­ing mátti ekki skyggja á þul­una eða lag­lín­una. Það var því ákveðin naum­hyggju fag­ur­fræði sem stýrði vinn­unni við diskinn. Í grunn­inn er þetta svo fal­leg arf­leifð og ein­fald­leik­inn þarf að fá að njóta sín án þess þó að allt hljómi eins. Stundum er und­ir­leikur eng­inn eða kannski ein bjalla eða hrista. Svo notum við til dæmis píanó eða gítar til að skapa stemmn­ingu en ekki hvort tveggja í einu. Hættan er að maður drekki öllu saman í útsetn­inga­flóði. Ein­fald­leik­inn er merki­lega krefj­andi viður­eign­ar, en við erum afar sátt með útkom­una. Hvað söng­inn og rödd­ina varð­ar, þá reyndi ég að syngja eða fara með þulur eins og ég væri með barn hjá mér og forð­að­ist að nota of „lærða“ raddbeit­ingu þó ég hafi lært að syngja. Börn hlusta betur á raddir á háu tónsviði en ég nota samt frekar vítt radd­svið og syng stundum á dýpra raddsviði þegar okkur fannst það eiga betur við.“

Hér er hægt að skoða verk­efnið og styðja við það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None