Kasakar hita upp fyrir leikinn gegn Íslandi með dramatísku myndbandi

Screen.Shot_.2015.03.25.at_.11.17.12.jpg
Auglýsing

Íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta leikur við lands­lið Kasakstan í und­ankeppni EM á laug­ar­dag­inn, en leik­ur­inn fer fram í höf­uð­borg­inni Astana.

Leik­ur­inn er gríð­ar­lega mik­il­vægur fyrir íslenska lands­lið­ið, sem situr í öðru sæti A-rið­ils með níu stig eftir bestu byrjun karla­lands­liðs­ins í und­ankeppni EM í sögu lands­liðs­ins. Kasakar sitja hins vegar á botni rið­ils­ins með eitt stig.

Þrátt fyrir ólíka stöðu lands­lið­anna spara Kasakar engu til í að hita upp fyrir leik­inn á laug­ar­dag­inn. Nú er komið í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum ansi magnað mynd­band, sem greini­lega hefur verið gert til að skapa stemmn­ingu fyrir leikn­um, þar sem mæt­ast tveir stríðs­menn, ann­ars vegar frá Kasakstan og hins vegar frá Íslandi. Mynd­bandið er birt á Face­book-­síðu knatt­spyrnu­sam­bands Kasakst­an.

Auglýsing

Íslenski stríðs­mað­ur­inn er í fullum vík­inga­klæð­um, en svo koma þrumur og eld­ingar við sögu og öxi umbreyt­ist í fót­bolta. Sjón er sögu rík­ari.

Hægt er að sjá hina dramat­ísku klippu hér að neð­an.Ka­sakar hugsa eflaust grínist­anum Sacha Baron Cohen þegj­andi þörf­ina, því vegna hins drep­fyndna Borat, er hann oft og tíðum það fyrsta sem kemur upp í koll­inn á þeim sem heyra minnst á Kasakst­an.

Þar sem Borat röltir um æsku­stöðv­arnar í Kasakstan í upp­hafi mynd­ar­inn­ar, gefur þó ekki rétta mynd af til að mynda höf­uð­borg­inni Astana, þar sem leikur Íslands og Kasakstan fer fram á laug­ar­dags­kvöld.

Miðborg Astana, höfuðborgar Kasakstan. Mið­borg Astana, höf­uð­borgar Kasakst­an.

Landið sem hefur gríð­ar­legar tekjur af olíu­fram­leiðslu er mjög stétta­skipt. Þar eru yfir­stétt, borg­ara­stétt og lág­stétt. Borg­ara­stéttin þénar aðeins um 30.000 kr. mán­að­ar­lega. Yfir­stéttin býr einkum í fjalla­hér­uð­um, í risa­stórum hús­um, en þénar þó ein­ungis eins og milli­stétt­ar­fólk í Evr­ópu. Lág­stéttin býr við kröpp kjör í Kasakst­an. Pípu­lagnir eru slæmar og íbúðir litl­ar. En það er ekki áal­geng sjón í bæjum Kasakst­an. Hins vegar þykir höf­uð­borgin mjög nútíma­leg, eins og áður seg­ir.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None