Kasakar hita upp fyrir leikinn gegn Íslandi með dramatísku myndbandi

Screen.Shot_.2015.03.25.at_.11.17.12.jpg
Auglýsing

Íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta leikur við lands­lið Kasakstan í und­ankeppni EM á laug­ar­dag­inn, en leik­ur­inn fer fram í höf­uð­borg­inni Astana.

Leik­ur­inn er gríð­ar­lega mik­il­vægur fyrir íslenska lands­lið­ið, sem situr í öðru sæti A-rið­ils með níu stig eftir bestu byrjun karla­lands­liðs­ins í und­ankeppni EM í sögu lands­liðs­ins. Kasakar sitja hins vegar á botni rið­ils­ins með eitt stig.

Þrátt fyrir ólíka stöðu lands­lið­anna spara Kasakar engu til í að hita upp fyrir leik­inn á laug­ar­dag­inn. Nú er komið í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum ansi magnað mynd­band, sem greini­lega hefur verið gert til að skapa stemmn­ingu fyrir leikn­um, þar sem mæt­ast tveir stríðs­menn, ann­ars vegar frá Kasakstan og hins vegar frá Íslandi. Mynd­bandið er birt á Face­book-­síðu knatt­spyrnu­sam­bands Kasakst­an.

Auglýsing

Íslenski stríðs­mað­ur­inn er í fullum vík­inga­klæð­um, en svo koma þrumur og eld­ingar við sögu og öxi umbreyt­ist í fót­bolta. Sjón er sögu rík­ari.

Hægt er að sjá hina dramat­ísku klippu hér að neð­an.Ka­sakar hugsa eflaust grínist­anum Sacha Baron Cohen þegj­andi þörf­ina, því vegna hins drep­fyndna Borat, er hann oft og tíðum það fyrsta sem kemur upp í koll­inn á þeim sem heyra minnst á Kasakst­an.

Þar sem Borat röltir um æsku­stöðv­arnar í Kasakstan í upp­hafi mynd­ar­inn­ar, gefur þó ekki rétta mynd af til að mynda höf­uð­borg­inni Astana, þar sem leikur Íslands og Kasakstan fer fram á laug­ar­dags­kvöld.

Miðborg Astana, höfuðborgar Kasakstan. Mið­borg Astana, höf­uð­borgar Kasakst­an.

Landið sem hefur gríð­ar­legar tekjur af olíu­fram­leiðslu er mjög stétta­skipt. Þar eru yfir­stétt, borg­ara­stétt og lág­stétt. Borg­ara­stéttin þénar aðeins um 30.000 kr. mán­að­ar­lega. Yfir­stéttin býr einkum í fjalla­hér­uð­um, í risa­stórum hús­um, en þénar þó ein­ungis eins og milli­stétt­ar­fólk í Evr­ópu. Lág­stéttin býr við kröpp kjör í Kasakst­an. Pípu­lagnir eru slæmar og íbúðir litl­ar. En það er ekki áal­geng sjón í bæjum Kasakst­an. Hins vegar þykir höf­uð­borgin mjög nútíma­leg, eins og áður seg­ir.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None