Flugslysið: Leit hafin á ný og byrjað að nafngreina hin látnu

h_51859312-1.jpg
Auglýsing

Flug­riti þýsku þot­unnar sem hrap­aði í frönsku ölp­unum í gær er skemmdur og þarfn­ast við­gerða áður en hægt verður að hlusta á upp­töku úr flug­stjórn­ar­klefa vél­ar­inn­ar. Þetta sagði inn­an­rík­is­ráð­herra Frakk­lands, Bern­ard Cazeneu­ve, við fjöl­miðla í morg­un. Hinn flug­riti vél­ar­innar er enn ófund­inn.

Cazeneuve sagði einnig að litlar líkur væru á því að um hryðju­verk hefði verið að ræða, þótt ekk­ert hefði enn verið úti­lok­að. Sak­sókn­ara­emb­ættið í Marseille fer með rann­sókn á til­drögum slyss­ins, þar sem 150 létu­st, en yfir­völd í Frakk­landi, á Spáni og í Þýska­landi munu koma að mál­um.

Ein­hverjir flug­menn hjá flug­fé­lag­inu Germanswings neit­uðu að fljúga í morgun vegna slyss­ins. Minnst einu flugi þurfti að aflýsa vegna þess en Germanwings gefur ekki upp fjölda þeirra flug­manna sem vildu ekki fljúga. Tals­maður stétt­ar­fé­lags flug­manna sagði við AFP í morgun að það væri ekki vegna örygg­is­mála sem flug­menn­irnir hefðu ekki mætt til vinnu, heldur hafi það verið af per­sónu­legum ástæð­um. Sex starfs­menn Germanwings lét­ust í slys­inu og margir hafi verið í of miklu áfalli til að ráð­legt væri að fljúga.

Auglýsing

Leit er hafin á nýjan leik á svæð­inu þar sem vélin fórst. Yfir 300 lög­reglu­menn og 380 slökkvi­liðs­menn munu leita að lík­ams­leifum og vís­bend­ingum við erf­iðar aðstæð­ur. Það rigndi bæði og snjó­aði á svæð­inu í nótt sem gerir aðstæður enn erf­ið­ari. Talið er að það geti tekið marga daga og jafn­vel vikur að ljúka leit á svæð­inu.

Ætt­ingjar hinna látnu eru að tín­ast til þorps­ins Sey­ne-­les-Alpes, sem er mið­stöð aðgerða, og þangað munu leið­togar Frakk­lands, Þýska­lands og Spánar einnig koma í dag og munu hitta ætt­ingj­ana. Íbúar Sey­ne-­les-Alpes munu hýsa ein­hverja þeirra sem komnir eru til þorps­ins þar sem skortur er á gisti­rými. Þá eru um 30 sál­fræð­ingar komnir í þorpið til að taka á móti ætt­ingj­un­um.

Nýj­ustu upp­lýs­ingar herma að minnst þrír Bretar hafi verið um borð í vél­inni. Í gær var komið í ljós að 67 Þjóð­verjar hefðu verið um borð, þar á meðal sextán ung­menni á leið heim úr skóla­ferð. 45 Spán­verjar voru um borð og spænskir fjöl­miðlar höfðu nafn­greint nokkra þeirra í morg­un. Þá voru áströlsk mæðgin um borð og tveir Kól­umbíu­menn. Þrír voru frá Kasakstan, tveir frá Argent­ínu, þrír frá Mexíkó og einn frá Ísr­a­el. Tveir voru Jap­an­ir, einn var Tyrki, einn Belgi og einn var Hol­lend­ing­ur.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None