Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

h_51859242-1.jpg
Auglýsing

Business Insider tekur reglu­lega saman yfir­lit yfir tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum nákvæm­lega núna. Það er ágætt fyrir Íslend­inga að taka sér frí frá þrasi um póli­tískan ómögu­leika, enda­lausan mis­skiln­ing og karpi um hvort Evr­ópu­sam­bandsum­sókn sé enn skrá­sett eða ekki og horfa á allt hitt sem er að eiga sér stað í hinum stóra heimi.

Tíu mik­il­væg­ustu hlut­irnir í heim­inum í dag eru:  1. Það er búið að finna flug­rit­ann, hinn svo­kall­aða svarta kassa, úr Air­bus 320 vél Germanwings flug­fé­lags­ins sem hrap­aði í frönsku ölp­unum í gær­mörg­un. 150 manns er taldir af eftir slysið, en vélin var að fljúga frá Barcelona til Dus­seldorf.


  2. Brasil­íska fjár­fest­inga­fé­lagið 3G Capi­tal er í við­ræðum um að kaupa Kraft Foods, sem er rista­stórt banda­rískt mat­vöru­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki. Á meðal vöru­merkja Kraft Foods eru Kool Aid og Phila­delphia smurost­ur­inn.


  3. Svíar stöðv­uðu fjórar rúss­neskar her­flug­vélar sem flugu yfir Balk­an­löndin með slökkt á sendum sín­um.


  4. Jer­emy Clarkson verður að öllum lík­indum rek­inn úr Top Gear-þátt­unum vegna stymp­inga sem áttu sér stað milli hans og eins fram­leið­enda þátt­anna.


  5. Sádí Arabía er að auka hern­að­ar­styrk sinn við landa­mæri Jemen. Talið er að aðgerðin sé til þess að auka varnir gegn hinum her­skáu Houthi sjít­um, sem studdir eru af írönskum stjórn­völd­um.


  6. Ihor Kolomoisky, sem var lands­stjóri í iðn­að­ar­hér­að­inu Dnipropetr­ovsk í Úkra­ínu, og þykir hafa leikið lyk­il­hlut­verk í að stöðva fram­gang aðskiln­að­ar­sinna í aust­ur­hluta lands­ins, hefur verið rek­inn af Petro Poros­hen­ko, for­seta lands­ins. Kolomoisky er einn rík­asti maður lands­ins.


  7. Þús­undir Singapúr-­búa horfðu á þegar vopnað fylgd­ar­lið færði lík Lee Kuan Yew, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, í þing­hús borg­rík­is­ins. Þar mun hann liggja til sýnis fram á laug­ar­dag.


  8. Emb­ætt­is­menn í Delí, næst­stærstu borg Ind­lands, hafa biðlað til upp­lýs­inga­tækni­iðn­að­ar­ins í land­inu um að blokka Uber-appið og ind­verskan sam­keppn­is­að­ila þess, Ola.


  9. Fyr­ir­tækið sem stendur á bak­við Hyperloop, háhraða sam­göngu­kerfi sem runnið er undan rifjum frum­kvöð­uls­ins Elon Musk, er byrjað að ráða starfs­fólk og leigja sér skrif­stofu­rými í mið­borg Los Ang­el­es.


  10. Kína hefur látið banda­rískum stjorn­völdum í té lista yfir „efna­hags­lega flótta­menn“, sem mögu­lega hafa flúið alþýðu­lýð­veldið og sest að í Banda­ríkj­un­um. Margir þeirra eru spilltir fyrrum emb­ætt­is­menn.
 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirvöld eru byrjuð að birta upplýsingar sem gefa gleggri mynd af 14 daga nýgengi smita í hópi komufarþega til landsins.
Nýgengi smita á landamærum birt í samhengi við fjölda komufarþega
Nú má sjá á tölfræðivef yfirvalda upplýsingar um 14 daga nýgengi smita sem greinast í landamæraskimunum í samhengi við fjölda farþega sem koma til landsins. Nýgengið er nú yfir 450 á hverja 100 þúsund farþega.
Kjarninn 21. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None