Meiðyrðamál Mumma gegn Braga aftur á leið fyrir dómstóla

Bragi-Gubrandsson.jpg
Auglýsing

Bragi Guð­brands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, hefur kraf­ist þess að meið­yrða­mál Guð­mundar Týs Þór­ar­ins­sonar gegn sér, verði end­ur­upp­tekið í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Bragi sem ekki tók til varna við dóms­með­ferð máls­ins, vill nú hreinsa nafn sitt og taka til varna í mál­inu. Aðal­með­ferð í því fer fram í sum­ar.

Guð­mundur Týr Þór­ar­ins­son, betur þekktur sem Mummi í Götu­smiðj­unni, höfð­aði meið­yrða­mál á hendur Braga Guð­brands­syni, for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu, í kjöl­far þess að með­ferð­ar­heim­il­inu var lokað árið 2010.

Málið má rekja til atviks hjá Götu­smiðj­unni í lok júní árið 2010, þegar börn á með­ferð­ar­heim­il­inu voru fjar­lægð þaðan að beiðni Barna­vernd­ar­stöðu eftir meintar hót­anir Mumma um lík­ams­meið­ingar í garð barn­anna sem þar dvöldu.

Auglýsing

Stefndi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofuMummi stefndi síðar for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu fyrir meið­yrði vegna átta ummæla sem höfð voru eftir honum á Vísi og vef­síðu RÚV í kjöl­far lok­unar Götu­smiðj­unn­ar. Þar sagði Bragi meðal ann­ars að und­ir­rót vanda Götu­smiðj­unnar væri stjórn­un­ar­vandi for­söðu­manns­ins sem væri far­inn að bitna á með­ferð­inni og skaða börnin sem væru í með­ferð. Þá hafi sam­skipti Mumma við börnin farið yfir vel­sæm­is­mörk og fram­ganga hans valdið van­líðan og óör­yggi, auk þess hafi hann atað starfs­mann óhróðri og ekki síst hótað ung­mennum lík­ams­meið­ing­um.

Dómur gekk í mál­inu í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur þann 15. októ­ber síð­ast­lið­inn. Um svo­kall­aðan úti­vist­ar­dóm var að ræða þar sem Bragi tók ekki til varna í mál­inu, þar sem ummæli for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu voru dæmd dauð og ómerk og honum gert að greiða Guð­mundi Tý 400.000 krónur í miska­bætur og allan máls­kost­að, 250 þús­und krón­ur.

Vill núna taka til varna og krefst end­ur­upp­tökuBragi hefur nú kraf­ist end­ur­upp­töku á mál­inu þar sem hann hyggst taka til varna. Málið var end­ur­upp­tekið í febr­úar með fyr­ir­töku í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Í gær fór fram svokölluð efn­is­fyr­ir­taka í mál­inu þar sem ákveðið var að aðal­með­ferð fari fram í því 3. júní næst­kom­andi. Í grein­ar­gerð sem verj­andi Braga, Sig­ríður Rut Júl­í­us­dóttir hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, hefur lagt fram fyrir dómi er ásök­unum Mumma vísað á bug, í átján lið­um.

 

 

Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None