Eiður Smári Guðjohnsen kemur inn í íslenska landsliðið með látum, því hann skoraði fyrsta mark leiksins í leiknum gegn Kasakstan, sem nú er í gangi. Birkir Bjarnason var síðan að bæta öðru marki við, og staðan því orðin 0-2 Íslandi í vil.
Ísland var í 2. sæti riðilsins fyrir úrslitakeppni EM, áður en leikar hófust, en Tékkar voru efstir með fullt hús stiga, eftir fjórar umferðir. Ísland hefur unnið þrjá leiki, en tapað einum, gegn Tékkum í Tékklandi.
Þetta lítur því vel út fyrir Ísland í augnablikinu, en það er ennþá fyrri hálfleikur þegar þetta er skrifað.
Auglýsing