Dæmdir í 220 ára fangelsi fyrir að selja hass í Kristjaníu

h_51281103-1.jpg
Auglýsing

Það er óhætt að segja að und­an­farið hafi hassið svifið yfir vötnum hjá Hér­aðs­dómi Kaup­manna­hafn­ar.  Frá ára­mótum hafa 83 verið dæmdir til fang­els­is­vistar í umfangs­mesta hassölu­máli í sögu Dan­merk­ur. Flestir dómanna féllu í lið­inni viku.

Danska lög­reglan tók dag­inn snemma 13. mars í fyrra. Í rauða­bítið þann morgun hand­tóku lag­anna verðir átta­tíu og fjóra menn, flesta í Kaup­manna­höfn og nágrenni. Á frétta­manna­fundi sem lög­reglan hélt um hádeg­is­bil þennan sama dag kom fram að hand­tök­urnar hefðu átt sér langan aðdrag­anda og verið mjög vel und­ir­bún­ar. Fjöl­mennt lög­reglu­lið tók þátt í aðgerð­inni, sem hjá lög­regl­unni gekk undir nafn­inu Norð­ur­ljós­ið. Á frétta­manna­fund­inum var frá því greint að alls hefði lög­reglan gert hús­leitir á 150 stöðum í Kaup­manna­höfn og nágrenni  þennan morg­un. Ekki hefur verið upp­lýst um fjölda lög­reglu­manna sem voru að störfum þennan morgun en danskir fjöl­miðlar telja að þeir hafi verið vel á annað þús­und. Hinir hand­teknu áttu það allir sam­eig­in­legt, að mati lög­regl­unn­ar, að tengj­ast sölu á hassi í frí­staðnum Krist­jan­íu.

Margra ára aðdrag­andiÁ áður­nefndum frétta­manna­fundi  kom fram að lög­reglan hefði árum saman fylgst með „starf­sem­inni“ í Krist­jan­íu. Það er á margra vit­orði að hass hefur lengi verið selt í Krist­janíu en lög­regla og yfir­völd hafa lengst af látið það að mestu afskipta­laust enda að lang­mestu leyti smá­kaup­menn sem hafa sinnt þessum við­skipt­u­m. ­Fyrir nokkrum árum fóru hins­vegar svokölluð mót­or­hjóla­sam­tök að troða sér inn á þennan mark­að. Ástæð­urnar eru einkum þær að lög­reglan hefur um ára­bil þrengt að (vafa­samri) starf­semi þeirra en ekki þó síður að margir koma í Krist­janíu (fjórði fjöl­sótt­asti ferða­manna­staður lands­ins) og af svæð­inu fer það orð að þar sé fleira til sölu en filt­erslaus Camel.

Þarna var því eftir miklu að slægj­ast en lög­regla telur að árið 2012 hafi verið selt hass fyrir rúman millj­arð danskra króna (ca. 20 millj­arða íslenska).  Þetta eru miklir pen­ing­ar,  það eru mót­or­hjóla­sam­tökin fyrir löngu búin að koma auga á og hafa reynt að sölsa undir sig þennan markað og bola burt smá­kaup­mönn­unum  sem fyrir voru. Þrátt fyrir að íbúar Krist­janíu hafi ekki verið hrifnir af þess­ari „þró­un“ hafa þeir lítið getað aðhafst. Flestir íbúar frí­s­væð­is­ins kæra sig lítt um þessi „mót­or­hjóla­sam­tök“ en vilja bara fá að lifa sínu lífi. Vita sem er að vél­hjóla­gengj­unum fylgja iðu­lega átök og illindi og rokk­ar­arn­ir, eins og þeir eru kall­að­ir, engar frið­ar­dúf­ur. Þess vegna fögn­uðu margir „Krist­janitt­ar“ því að lög­reglan beindi sjónum sínum að svæð­inu.

Auglýsing

Lögregla haldlagði gríðarlegt magn fíkniefna í aðgerðum sínum í Kristjaníu þann 13. mars á síðasta ári. Lög­regla hald­lagði gríð­ar­legt magn fíkni­efna í aðgerðum sínum í Krist­janíu þann 13. mars á síð­asta ári.

Sölu­menn, milli­lið­ir, pen­inga­mennÍ sept­em­ber 2012 var stofnuð sér­stök deild innan lög­regl­unn­ar, Task Force Pus­her­street, kennd við versl­un­ar­göt­una í frí­staðn­um. Það var gert þegar yfir­stjórn lög­regl­unnar varð ljóst hve gríð­ar­lega stórt mál var um að ræða. Síðan þessi sér­deild var stofnuð hafa um þrjú þús­und manns hlotið dóma (nær alltaf sekt­ir) fyrir að kaupa hass. Jafn­framt hefur sér­deildin frá stofnun lagt hald á hass að and­virði 180 millj­óna króna (ca. 3,6. millj­arða ísl. króna) á sölu­stöð­unum í Krist­jan­íu.

Lög­reglan hefur beitt margs konar aðferðum meðal ann­ars hlerað síma, fylgst með ferðum fólks, óein­kenn­is­klæddir lög­reglu­þjónar farið um Krist­jan­í­u­svæðið og fylgst með sölu­stöð­unum mán­uðum sam­an. Í þeim átta­tíu og fjög­urra  manna hópi sem hand­tek­inn var 13. mars í fyrra voru sölu­menn (sem kannski ætti frekar að kalla afgreiðslu­menn), milli­liðir og pen­inga­menn sem staðið hafa á bak­við þessa starf­semi og hirt stærstan hluta ágóð­ans.

Dóm­arnirAlls hafa fallið 83 dómar í þessu stærsta hassölu­máli Dan­merk­ur. Lang­flest­ir, eða 65, í lið­inni viku en hinir á síð­ast­liðnum tveimur mán­uð­um. Einn sem ákærður hafði verið lést í fang­elsi fyrir nokkrum vik­um, áður en dómur í máli hans féll. Dóm­arnir eru mis­þungir, sá sem þyngstan dóm hlaut á að afplána fimm og hálft ár. Átta hinna dæmdu áfrýj­uðu á staðn­um, hinir tóku sér lög­boð­inn umhugs­un­ar­frest. Full­trúi ákæru­valds­ins lýsti ánægju með nið­ur­stöð­una og nefndi sér­stak­lega að tek­ist hefði að sýna fram á sök margra svo­kall­aðra „bak­við­manna,“ það er að segja þeirra sem stjórn­uðu og skipu­lögðu þessa umfangs­miklu starf­semi.

Ár liðið frá hand­tök­unumRúmt ár leið frá hand­tök­unum þangað til dómar féllu. Þótt það kunni að virð­ast langur tími segja tals­menn lög­regl­unnar að miðað við umfangið sé eitt ár í raun mjög skammur tími. Það sé meira en að segja það að yfir­fara og rann­saka gögn í slíku máli þar sem hund­ruð manna koma við sögu. Lög­reglan hefur ekki viljað greina nákvæm­lega frá öllu því sem hald var lagt á, segir að þrátt fyrir að dómar séu fallnir sé margt fleira í gögn­unum sem lög­reglan hefur í sinni vörslu.

Hassið enn til sölu í Pus­her StreetYf­ir­maður Task Force Pus­her­street sagði í við­tali fyrir nokkrum dögum að því færi fjarri að búið væri að upp­ræta hass­við­skiptin í Krist­jan­íu, þar væri enn mikið verk óunnið og sér­deildin myndi starfa áfram. Það væri hins­vegar ljóst að glæpa­gengin hefðu orðið fyrir þungu höggi.

Lögreglumenn á vettvangi í Kristjaníu í marsmánuði 2014. Lög­reglu­menn á vett­vangi í Krist­janíu í mars­mán­uði 2014.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None