„Við erum í klassa fyrir ofan Kasakana og vinnum þá 2-0“

9954443664-2a382dd2b2-z.jpg
Auglýsing

Tölu­verð eft­ir­vænt­ing ríkir fyrir viður­eign íslenska karla­lands­liðs­ins í fót­bolta við lands­lið Kasakstan í for­keppni Evr­ópu­meist­ara­móts­ins í knatt­spyrnu sem fram fer í dag. Leik­ur­inn verður háður í Astana, höf­uð­borg Kasakstan, og hefst klukkan 15:00 og verður í beinni sjón­varps­út­send­ingu á RÚV. Upp­hitun fyrir viður­eign­ina hefst hálf­tíma fyrir leik.

Lands­liðið hefur aldrei byrjað for­keppni fyrir stór­mót í fót­bolta jafn vel og nú. Liðið situr í öðru sæti A-rið­ils með níu stig eftir fjóra leiki, þremur stigum á eftir topp­liðið Tékka og þremur stigum betur en stjörnu­prýtt lands­lið Hol­lend­inga, sem situr í þriðja sæt­inu með sex stig. Þar að auki er íslenska lands­liðið með bestu marka­töl­una í riðl­in­um, með sjö mörk í plús, hefur skorað níu mörk og fengið á sig tvö. Sjálft Evr­ópu­meist­ara­mótið fer fram í Frakk­landi næsta sum­ar.

Mikil spenna í stuðn­ings­sveit lands­liðs­insTólfan, stuðn­ings­sveit íslenska lands­liðs­ins í fót­bolta, ætlar að hitt­ast á Ölver klukkan eitt til að hita upp fyrir leik­inn. Styrmir Gísla­son, fyrr­ver­andi for­maður Tólf­unn­ar, annar stofn­enda og and­legur leið­togi stuðn­ings­sveit­ar­inn­ar, á von á fjöl­menni á Ölver í dag. „Ég er viss um að við smekk­fyllum stað­inn. Menn eru orðnir þyrstir eftir vet­ur­inn að hitt­ast og gera eitt­hvað skemmti­legt, þannig að ég á von á hörku mæt­ing­u,“ segir Styrmir í sam­tali við Kjarn­ann.

Mikil spenna ríkir fyrir leiknum á meðal stuðn­ings­manna íslenska karla­lands­liðs­ins, eins og áður seg­ir, en kom aldrei til greina að hluti þeirra færi með til Kasakstan? „Það kom vel til greina og nokkrir grjót­harðir voru með alla anga úti að reyna að koma sér og sínum út til Kasakst­an. Þeir ­gáfust hins vegar upp á því á end­an­um, þegar þeir sáu hvað ferða­lagið yrði langt og kostn­að­ar­samt. Þannig að menn ákváðu bara að spara sig í stað­inn fyrir næsta úti­leik gegn Hol­lend­ing­um, og ég get alveg lofað því að það verður eitt­hvað svaka­legt.

Auglýsing

Skyldu­sig­ur, ekki spurn­ingLeik­ur­inn í dag er gríð­ar­lega mik­il­vægur fyrir lands­lið­ið, ætli það að vera áfram með í bar­átt­unni um að kom­ast á stór­mót í fót­bolta í fyrsta skipti í sögu karla­lands­liðs­ins. „Leik­ur­inn leggst mjög vel í mig og ég hef hörku trú á þessu,“ segir Styrmir aðspurður um hvort ekki sé um að ræða skyldu­sigur hjá íslenska lands­lið­inu. „Þjálf­ar­inn hefur sjálfur gefið út að þetta sé skyldu­sig­ur, og ég er sam­mála hon­um. Þegar maður lítur á liðin þá finnst manni að við eigum að vinna þá. Ég veit alveg að það er erfitt að fara á svona úti­völl, en ég held bara að við séum klassa fyrir ofan Kasak­ana. Við eig­um, ef allt er eðli­legt, að vinna þennan leik. Auð­vitað getur alltaf komið eitt­hvað óvænt upp á, en ég er þægi­lega bjart­sýnn fyrir þennan leik,“ segir Styrmir og spáir Íslandi 0-2 sigri gegn Kasakst­an.

Leik­dagur í Astana. Létt hreyf­ing í hàdeg­inu. Allir klàr­ir.

Posted by KSÍ - Knatt­spyrnu­sam­band Íslands on 27. mars 2015„Eigum heima á stóra svið­inu“Ef Ísland sigrar leik­inn í dag, verður lands­liðið komið í ansi væn­lega stöðu. „Ef við vinnum þá erum við auð­vitað komnir í fárán­lega góða stöðu. Ég við­ur­kenni fús­lega að mér leist ekki á blik­una þegar ég sá riðil­inn okkar fyrst, og það var sér­stak­lega svekkj­andi í ljósi þess hvað við vorum nálægt því að kom­ast á síð­asta stór­mót að fá svona riðil. En strák­arnir hafa bara verið ótrú­leg­ir, sem og þjálf­ar­arnir og allt teymið í kringum lið­ið, og við ætlum bara samt að rúlla þessum riðli upp.

Í við­tali við Kjarn­ann í aðdrag­anda viður­eignar Íslands og Hollands, sem fram fór á Laug­ar­dals­velli þann 13. októ­ber síð­ast­lið­inn, full­yrti Styrmir að íslenska karla­lands­liðið væri á leið­inni á stór­mót í fyrsta skiptið í sög­unni. „Ég er enn gall­harður á því. Ég bara veit að við erum að fara á stór­mót í fyrsta skiptið núna. Við erum bara með það gott lið að það á heima á stóra svið­in­u,“ segir Styrmir víg­reifur í sam­tali við Kjarn­ann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None