Karolina Fund: Rökkurtónlist fyrir síðkvöld og letimorgna

5c7da80899fa1b1a4658e173634e0b191.png
Auglýsing

Red Barnett er sólóverkefni Haraldar V. Sveinbjörnssonar sem er mörgum kunnur úr íslensku tónlistarlífi þó oftast hafi hann starfað á bakvið tjöldin ef svo má segja. En hann er núna að safna á Karolina Fund fyrir lokaspretti útgáfunar, svo að platan geti komið út í vor.

Við tókum Harald tali til þess að fræðast meira um verkefnið.

20150226.144334.1

Nafnið fæddist í gríni


Segðu mér aðeins frá Red Barnett?

Auglýsing

"Red Barnett varð til þegar ég var í klassísku tónsmíðanámi í Svíþjóð. Þá hafði ég verið að semja þó nokkuð af rólegum lagstúfum sem hentuðu ekki beint í þær "klassísku” tónsmíðar sem ég var að vinna að á þeim tíma, né hentuðu þær rokksveitinni sem ég var þá meðlimur í, hinni fornfrægu gruggsveit Dead Sea Apple. Á meðan ég sinnti náminu fann égg þessi stef toga hressilega í mig. Ég áttaði mig á því þau voru mér mjög persónuleg og það var kannski ástæðan að ég kunni ekki við að nýta þau í önnur verkefni.

Þegar heim var komið ákvað ég að halda áfram að semja í þessum rólega melankólíska stíl. Þá varð úr að setja lögin undir þennan hatt, Red Barnett, og þróa þau sem einskonar einkaverkefni mitt. Þetta verkefni er svo búið að standa lengi - það var erfitt að skilja við lögin nema ég væri 100% ánægður, þau voru orðin svo samvaxin mér. Nafnið á verkefninu, Red Barnett, er svo eitthvað sem fæddist í gríni hjá mér og vinkonu minni, útúrsnúningur á nafni dönsku hjálparsamtakanna sem bera sama nafn mínus eitt té."

b44941be718b0201fc17d9fd0f90dd34

Afi með bráðsmitandi ástríðu


Hvaðan kom innblásturinn við gerð þessarar sólóplötu?

"Á unglingsárunum sökkti ég mér í Bítlana á sama tíma og ég var heltekinn af Iron Maiden og Zeppelin. Ég var eins og margir, algjör svampur á þeim aldri og skipti ekki máli hvaðan gott var. Svo var afi minn heitinn með bráðsmitandi ástríðu á klassískri tónlist og nálgaðist hana af virðingu og þakklæti. Við áttum það sameiginlegt að vera báðir einstaklega veikir fyrir fallegum melódíum. Þannig fékk ég innblástur úr öllum áttum á fullkomnum mótunartíma, eitthvað sem hefur gagnast mér í leik og starfi fyrir lífstíð.

Undanfarin 10 ár hef ég hlustað svolítið á einyrkjatónlist, söngvaskáld ný og gömul af báðum kynjum og það hefur eflaust haft þau áhrif að ég fékk á endanum kjark til að skila af mér þessum persónulegu lögum út í kosmósið. Red Barnett er jú einskonar söngvaskálds-hlið á mér, þó eflaust megi skilgreina það út og suður."

https://soundcloud.com/redbarnett/shine-part-ii

Gamlir félagar hjálpuðu til


Komu fleiri góðir tónlistarmenn að þessu verki?

"Já, ég fékk til liðs við mig mína gömlu félaga Hannes Friðbjarnarson og Finn Beck, en við þrír stofnuðum okkar fyrstu hljómsveit 11 ára gamlir í Kópavoginum. Saman erum við að hópfjármagna lokahnykk útgáfunnar á Karolina Fund en akkúrat núna er vika eftir af söfnuninni og spennandi að sjá hvort takmarkið náist. Auk þeirra fékk ég Arnþór Þórðarson úr Dead Sea Apple, Garðar Borgþórsson úr Different Turns, Didda Guðnason úr Mönnum ársins og SKE, Einar Þór úr Dúndurfréttum og Buffi, Ragnar Ólafsson úr Árstíðum og vinkonur mínar Kristínu Lárusdóttur, Unu Sveinbjarnardóttur, Margréti og Pálínu Árnadætur og Guðrúnu Hrund Harðardóttur á strengjahljóðfæri. Svo syngja systur mínar Hrefna Hlín og Þóra Björk líka á plötunni. Öll eiga þau stóran part í þessum hljóðheim sem skapast á plötunni og ég er svo ánægður með."

Hægt er að styrkja ferðalagið og næla sér þannig í miða í sumar hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None