Karolina Fund: Rökkurtónlist fyrir síðkvöld og letimorgna

5c7da80899fa1b1a4658e173634e0b191.png
Auglýsing

Red Barnett er sól­ó­verk­efni Har­aldar V. Svein­björns­sonar sem er mörgum kunnur úr íslensku tón­list­ar­lífi þó oft­ast hafi hann starfað á bak­við tjöldin ef svo má segja. En hann er núna að safna á Karol­ina Fund fyrir loka­spretti útgáf­un­ar, svo að platan geti komið út í vor.

Við tókum Har­ald tali til þess að fræð­ast meira um verk­efn­ið.

20150226.144334.1

Auglýsing

Nafnið fædd­ist í gríniSegðu mér aðeins frá Red Barnett?

"Red Barnett varð til þegar ég var í klass­ísku tón­smíða­námi í Sví­þjóð. Þá hafði ég verið að semja þó nokkuð af rólegum lagstúfum sem hent­uðu ekki beint í þær "klass­ísku” tón­smíðar sem ég var að vinna að á þeim tíma, né hent­uðu þær rokksveit­inni sem ég var þá með­limur í, hinni forn­frægu grugg­sveit Dead Sea Apple. Á meðan ég sinnti nám­inu fann égg þessi stef toga hressi­lega í mig. Ég átt­aði mig á því þau voru mér mjög per­sónu­leg og það var kannski ástæðan að ég kunni ekki við að nýta þau í önnur verk­efni.

Þegar heim var komið ákvað ég að halda áfram að semja í þessum rólega melankól­íska stíl. Þá varð úr að setja lögin undir þennan hatt, Red Barnett, og þróa þau sem eins­konar einka­verk­efni mitt. Þetta verk­efni er svo búið að standa lengi - það var erfitt að skilja við lögin nema ég væri 100% ánægð­ur, þau voru orðin svo sam­vaxin mér. Nafnið á verk­efn­inu, Red Barnett, er svo eitt­hvað sem fædd­ist í gríni hjá mér og vin­konu minni, útúr­snún­ingur á nafni dönsku hjálp­ar­sam­tak­anna sem bera sama nafn mínus eitt té."

b44941be718b0201fc17d9fd0f90dd34

Afi með bráðsmit­andi ástríðuHvaðan kom inn­blást­ur­inn við gerð þess­arar sóló­plötu?

"Á ung­lings­ár­unum sökkti ég mér í Bítl­ana á sama tíma og ég var hel­tek­inn af Iron Maiden og Zepp­el­in. Ég var eins og margir, algjör svampur á þeim aldri og skipti ekki máli hvaðan gott var. Svo var afi minn heit­inn með bráðsmit­andi ástríðu á klass­ískri tón­list og nálg­að­ist hana af virð­ingu og þakk­læti. Við áttum það sam­eig­in­legt að vera báðir ein­stak­lega veikir fyrir fal­legum meló­dí­um. Þannig fékk ég inn­blástur úr öllum áttum á full­komnum mót­un­ar­tíma, eitt­hvað sem hefur gagn­ast mér í leik og starfi fyrir lífs­tíð.

Und­an­farin 10 ár hef ég hlustað svo­lítið á ein­yrkjatón­list, söngvaskáld ný og gömul af báðum kynjum og það hefur eflaust haft þau áhrif að ég fékk á end­anum kjark til að skila af mér þessum per­sónu­legu lögum út í kosmós­ið. Red Barnett er jú eins­konar söngvaskálds-hlið á mér, þó eflaust megi skil­greina það út og suð­ur."

https://soundclou­d.com/red­barnett/s­hine-part-ii

Gamlir félagar hjálp­uðu tilKomu fleiri góðir tón­list­ar­menn að þessu verki?

"Já, ég fékk til liðs við mig mína gömlu félaga Hannes Frið­bjarn­ar­son og Finn Beck, en við þrír stofn­uðum okkar fyrstu hljóm­sveit 11 ára gamlir í Kópa­vog­in­um. Saman erum við að hóp­fjár­magna loka­hnykk útgáf­unnar á Karol­ina Fund en akkúrat núna er vika eftir af söfn­un­inni og spenn­andi að sjá hvort tak­markið náist. Auk þeirra fékk ég Arn­þór Þórð­ar­son úr Dead Sea App­le, Garðar Borg­þórs­son úr Differ­ent Turns, Didda Guðna­son úr Mönnum árs­ins og SKE, Einar Þór úr Dúnd­ur­fréttum og Buffi, Ragnar Ólafs­son úr Árs­tíðum og vin­konur mínar Krist­ínu Lár­us­dótt­ur, Unu Svein­bjarn­ar­dótt­ur, Mar­gréti og Pálínu Árna­dætur og Guð­rúnu Hrund Harð­ar­dóttur á strengja­hljóð­færi. Svo syngja systur mínar Hrefna Hlín og Þóra Björk líka á plöt­unni. Öll eiga þau stóran part í þessum hljóð­heim sem skap­ast á plöt­unni og ég er svo ánægður með."

Hægt er að styrkja ferða­lagið og næla sér þannig í miða í sumar hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None