Karolina Fund: Rökkurtónlist fyrir síðkvöld og letimorgna

5c7da80899fa1b1a4658e173634e0b191.png
Auglýsing

Red Barnett er sól­ó­verk­efni Har­aldar V. Svein­björns­sonar sem er mörgum kunnur úr íslensku tón­list­ar­lífi þó oft­ast hafi hann starfað á bak­við tjöldin ef svo má segja. En hann er núna að safna á Karol­ina Fund fyrir loka­spretti útgáf­un­ar, svo að platan geti komið út í vor.

Við tókum Har­ald tali til þess að fræð­ast meira um verk­efn­ið.

20150226.144334.1

Auglýsing

Nafnið fædd­ist í gríniSegðu mér aðeins frá Red Barnett?

"Red Barnett varð til þegar ég var í klass­ísku tón­smíða­námi í Sví­þjóð. Þá hafði ég verið að semja þó nokkuð af rólegum lagstúfum sem hent­uðu ekki beint í þær "klass­ísku” tón­smíðar sem ég var að vinna að á þeim tíma, né hent­uðu þær rokksveit­inni sem ég var þá með­limur í, hinni forn­frægu grugg­sveit Dead Sea Apple. Á meðan ég sinnti nám­inu fann égg þessi stef toga hressi­lega í mig. Ég átt­aði mig á því þau voru mér mjög per­sónu­leg og það var kannski ástæðan að ég kunni ekki við að nýta þau í önnur verk­efni.

Þegar heim var komið ákvað ég að halda áfram að semja í þessum rólega melankól­íska stíl. Þá varð úr að setja lögin undir þennan hatt, Red Barnett, og þróa þau sem eins­konar einka­verk­efni mitt. Þetta verk­efni er svo búið að standa lengi - það var erfitt að skilja við lögin nema ég væri 100% ánægð­ur, þau voru orðin svo sam­vaxin mér. Nafnið á verk­efn­inu, Red Barnett, er svo eitt­hvað sem fædd­ist í gríni hjá mér og vin­konu minni, útúr­snún­ingur á nafni dönsku hjálp­ar­sam­tak­anna sem bera sama nafn mínus eitt té."

b44941be718b0201fc17d9fd0f90dd34

Afi með bráðsmit­andi ástríðuHvaðan kom inn­blást­ur­inn við gerð þess­arar sóló­plötu?

"Á ung­lings­ár­unum sökkti ég mér í Bítl­ana á sama tíma og ég var hel­tek­inn af Iron Maiden og Zepp­el­in. Ég var eins og margir, algjör svampur á þeim aldri og skipti ekki máli hvaðan gott var. Svo var afi minn heit­inn með bráðsmit­andi ástríðu á klass­ískri tón­list og nálg­að­ist hana af virð­ingu og þakk­læti. Við áttum það sam­eig­in­legt að vera báðir ein­stak­lega veikir fyrir fal­legum meló­dí­um. Þannig fékk ég inn­blástur úr öllum áttum á full­komnum mót­un­ar­tíma, eitt­hvað sem hefur gagn­ast mér í leik og starfi fyrir lífs­tíð.

Und­an­farin 10 ár hef ég hlustað svo­lítið á ein­yrkjatón­list, söngvaskáld ný og gömul af báðum kynjum og það hefur eflaust haft þau áhrif að ég fékk á end­anum kjark til að skila af mér þessum per­sónu­legu lögum út í kosmós­ið. Red Barnett er jú eins­konar söngvaskálds-hlið á mér, þó eflaust megi skil­greina það út og suð­ur."

https://soundclou­d.com/red­barnett/s­hine-part-ii

Gamlir félagar hjálp­uðu tilKomu fleiri góðir tón­list­ar­menn að þessu verki?

"Já, ég fékk til liðs við mig mína gömlu félaga Hannes Frið­bjarn­ar­son og Finn Beck, en við þrír stofn­uðum okkar fyrstu hljóm­sveit 11 ára gamlir í Kópa­vog­in­um. Saman erum við að hóp­fjár­magna loka­hnykk útgáf­unnar á Karol­ina Fund en akkúrat núna er vika eftir af söfn­un­inni og spenn­andi að sjá hvort tak­markið náist. Auk þeirra fékk ég Arn­þór Þórð­ar­son úr Dead Sea App­le, Garðar Borg­þórs­son úr Differ­ent Turns, Didda Guðna­son úr Mönnum árs­ins og SKE, Einar Þór úr Dúnd­ur­fréttum og Buffi, Ragnar Ólafs­son úr Árs­tíðum og vin­konur mínar Krist­ínu Lár­us­dótt­ur, Unu Svein­bjarn­ar­dótt­ur, Mar­gréti og Pálínu Árna­dætur og Guð­rúnu Hrund Harð­ar­dóttur á strengja­hljóð­færi. Svo syngja systur mínar Hrefna Hlín og Þóra Björk líka á plöt­unni. Öll eiga þau stóran part í þessum hljóð­heim sem skap­ast á plöt­unni og ég er svo ánægður með."

Hægt er að styrkja ferða­lagið og næla sér þannig í miða í sumar hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None