Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 8,6 milljarða á fjórum árum

ks.jpg
Auglýsing

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga (KS) hagn­að­ist um 2,1 millj­arð króna á árinu 2014. Það er litlu meira en félagið hagn­að­ist um árið á undan þegar hagn­að­ur­inn nam 1,7 millj­örðum króna. Sam­an­lagður hagn­aður skag­firska atvinnuris­ans á árunum 2011 til 2014 er 8,6 millj­arðar króna.

Greint er frá afkomu kaup­fé­lags­ins á síð­asta ári á frétta­síð­unni Feyk­i.is, sem hefur árs­skýrslu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga undir hönd­um. Þar kemur fram að hún hafi verið kynnt á aðal­fundi kaup­fé­lags­ins sem fór fram í Sel­inu, mat­sal Kjöt­af­urða­stöðvar KS á Sauð­ár­króki, síð­asta laug­ar­dag.

Heild­ar­velta KS á síð­asta ári var velta KS um 27 millj­arðar króna, sem er um 1,5 millj­örðum króna minna en árið á und­an. Þórólfur Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóri, segir í inn­gangs­orðum í árs­skýrsl­unni að lækk­unin stafi af minni veltu í sjáv­ar­út­vegi og sam­drætti í sölu kjöt­af­urða.

Auglýsing

Eig­in­fjár­hlut­fall Kaup­fé­lags Skag­firð­inga er 68 pró­sent og eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins 23,7 millj­arðar króna.

Ótrú­lega umsvifa­mikið fyr­ir­tækiKaup­fé­lag Skag­firð­inga er eitt stærsta fyr­ir­tæki á Íslandi. Stærsta eign þeirra er 100 pró­sent hlutur í útgerð­ar­fé­lag­inu FISK-­Seafood á Sauð­ar­króki, en það er fimmta stærsta útgerð­ar­fé­lag lands­ins. FISK-­Seafood á einnig, ásamt Sam­herja, 70 pró­sent hlut í Olíu­fé­lagi Íslands. KS á einnig tíu pró­sent hlut í Mjólk­ur­sam­söl­unni og Voga­bæ, móð­ur­fé­lag Mjólku. Auk þess rekur kaup­fé­lagið meðal ann­ars mjólk­ur­af­urða­stöð, kjöt­af­urða­stöð, Kjarn­ann þjón­ustu­verk­stæði, dag­vöru- og ferða­manna­verslun í Skaga­firði og versl­un­ina Eyri. Þá á kaup­fé­lagið hlut í Fóð­ur­blönd­unni ehf. List­inn yfir eignir er ekki tæm­andi.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None