Lögreglan vill kaupa meira en 300 byssur á næstu tveimur árum

byssa-loegregla-mp5.jpg
Auglýsing

Rikis­lög­reglu­stjóri ­leggur til að 313 ný skot­vopn verði keypt á þessu ári og því næsta, 163 skamm­byssur og 150 hríð­skota­byss­ur, til að efla við­bún­að­ar­getu lög­reglu með hraði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í níu blað­síðna grein­ar­gerð um efl­ingu við­bún­aðar lög­regl­unnar og send hefur verið Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra.

Undir grein­ar­gerð­ina skrif­a ­þrír stjórn­endur hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, Jón F. Bjart­marz, yfir­lög­reglu­þjónn, Guð­mundur Ó. Þrá­ins­son, aðstoð­ar­yfr­lög­reglu­þjónn hjá sér­sveit­inni, og Ásgeir Karls­son, aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Í grein­ar­gerð­inni er vitnað til skýrslu inn­an­rík­is­ráð­herra um stöðu lög­regl­unnar frá árinu 2012, þar sem kemur meðal ann­ars fram að bún­aður lög­reglu til þess að takast á við sér­stakar lög­reglu­að­gerðir vegna vopna­mála, hryðju­verka og ann­arra stór­felldra ofbeld­is­glæpa sé mjög tak­mark­að­ur. Bún­að­ur­inn sem til sé þarfn­ist að mestu end­ur­nýj­unar og við­bún­að­ar­geta lög­reglu, hvað varðar fyrstu við­brögð og vegna öryggis rík­is­ins, sé óvið­un­andi.

Auglýsing

Tvær hríð­skota­byss­ur á hverja lög­reglu­stöð



Grein­ar­gerð­ar­höf­undar fagna því að auknu fjár­magni hafi verið varið til þjálf­unar lög­reglu­manna og til að efla búnað á síð­asta ári, en betur þurfi ef duga skal. „Til staðar þurfa að vera að lág­marki á hverri lög­reglu­stöð tvær skamm­byss­ur, tveir MP5 (hríð­skotarifl­ar), tvö aðgerð­ar­skot­vesti, tveir skot­skýl­ing­ar­hjálmar og skot­skýl­ing­ar­skjöldur til þess að bregð­ast við vopna­mál­um. Almenna lög­reglan sinnir fyrstu við­brögðum og ófor­svar­an­legt er að senda óvopn­aða lög­reglu­menn í slík verk­efni. Lög­reglu­stöðvar eru 35 þannig að þörfin er að lág­marki 70 sett.“

Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni er heild­ar­kostn­aður við að full­búa lög­reglu­mann um 1,2 millj­ónir króna, að með­töldum vopn­um. „Keyptur hefur verið hlífð­ar­bún­aður fyrir 72 lög­reglu­menn sem er for­senda þess að hægt sé að vopna almennu lög­regl­una til þess að sinna hlut­verki sínu við fyrstu við­brögð vegna vopna­mála, hryðju­verka, stór­felldra ofbeld­is­glæpa og ann­arra atvika sem ógna öryggi lands­ins.“

Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni mun lög­regla í lok árs 2016 hafa aflagt 196 skamm­byssur frá árinu 2006, og 28 hríð­skota­byssur á sama tíma­bili, þar sem skot­vopnin eru útrunn­inn. Þá mun lög­regla í lok næsta árs sömu­leiðis hafa aflagt 67 sjálf­virka og hálf sjálf­virka riffla og hagla­byssur frá árinu 2006. Til að bregð­ast við þessu er lagt til í grein­ar­gerð­inni að 313 ný skot­vopn verði keypt á þessu ári og því næsta, auk þess sem hlífð­ar­bún­aður lög­reglu verði end­urýj­að­ur. Þá sé marg­vís­legur bún­aður sér­sveitar rík­is­lög­reglu­stjóra úr sér geng­inn, sé jafn­vel ára­tuga gam­all, og þarfn­ist end­ur­nýj­unar og kaupa þurfi nýjan búnað eins og næt­ur­sjónauka, öfl­ugan skot­skýl­ing­ar­búnað og fleira.

„Sú skipan sem tekin hefur verið upp varð­andi árlega aðgerða­þjálfun almennra lög­reglu­manna er mikið fram­fara­spor og tryggðar hafa verið fjár­veit­ingar til þess að sinna því verk­efni með nokkuð ásætt­an­legum hætti. Hins vegar er staðan varð­andi sér­búnað lög­reglu ófull­nægj­andi til þess að tryggja öryggi lög­reglu­manna og um leið við­bún­að­ar­getu lög­regl­unnar til þess að fást við vopnuð lög­reglu­störf. Því er lagt til að hraðað verði við­bún­að­ar­upp­bygg­ingu lög­regl­unn­ar. Veittar verði auknar fjár­veit­ingar til þess að end­ur­nýja og bæta sér­búnað henn­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sóttvarnir þurfa að verða að venjum og „tvinnaðar inn í alla okkar tilveru“
„Í vor vorum við búin að ná góðum árangri, fögnuðum ærlega en gleymdum okkur svo. Við verðum að horfast í augu við það. Við slökuðum of mikið á. Það má ekki gerast aftur,“ segir Runólfur Pálsson forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu LSH.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn röskunar eldhrauns við Skjálfandafljót
Ljóst er að með tilkomu fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar verður um að ræða inngrip í vatnafar Skjálfandafljóts sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á fljótið á tilteknum kafla. Þetta kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu um virkjunina.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None