Lögreglan vill kaupa meira en 300 byssur á næstu tveimur árum

byssa-loegregla-mp5.jpg
Auglýsing

Rikis­lög­reglu­stjóri ­leggur til að 313 ný skot­vopn verði keypt á þessu ári og því næsta, 163 skamm­byssur og 150 hríð­skota­byss­ur, til að efla við­bún­að­ar­getu lög­reglu með hraði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í níu blað­síðna grein­ar­gerð um efl­ingu við­bún­aðar lög­regl­unnar og send hefur verið Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra.

Undir grein­ar­gerð­ina skrif­a ­þrír stjórn­endur hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, Jón F. Bjart­marz, yfir­lög­reglu­þjónn, Guð­mundur Ó. Þrá­ins­son, aðstoð­ar­yfr­lög­reglu­þjónn hjá sér­sveit­inni, og Ásgeir Karls­son, aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Í grein­ar­gerð­inni er vitnað til skýrslu inn­an­rík­is­ráð­herra um stöðu lög­regl­unnar frá árinu 2012, þar sem kemur meðal ann­ars fram að bún­aður lög­reglu til þess að takast á við sér­stakar lög­reglu­að­gerðir vegna vopna­mála, hryðju­verka og ann­arra stór­felldra ofbeld­is­glæpa sé mjög tak­mark­að­ur. Bún­að­ur­inn sem til sé þarfn­ist að mestu end­ur­nýj­unar og við­bún­að­ar­geta lög­reglu, hvað varðar fyrstu við­brögð og vegna öryggis rík­is­ins, sé óvið­un­andi.

Auglýsing

Tvær hríð­skota­byss­ur á hverja lög­reglu­stöðGrein­ar­gerð­ar­höf­undar fagna því að auknu fjár­magni hafi verið varið til þjálf­unar lög­reglu­manna og til að efla búnað á síð­asta ári, en betur þurfi ef duga skal. „Til staðar þurfa að vera að lág­marki á hverri lög­reglu­stöð tvær skamm­byss­ur, tveir MP5 (hríð­skotarifl­ar), tvö aðgerð­ar­skot­vesti, tveir skot­skýl­ing­ar­hjálmar og skot­skýl­ing­ar­skjöldur til þess að bregð­ast við vopna­mál­um. Almenna lög­reglan sinnir fyrstu við­brögðum og ófor­svar­an­legt er að senda óvopn­aða lög­reglu­menn í slík verk­efni. Lög­reglu­stöðvar eru 35 þannig að þörfin er að lág­marki 70 sett.“

Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni er heild­ar­kostn­aður við að full­búa lög­reglu­mann um 1,2 millj­ónir króna, að með­töldum vopn­um. „Keyptur hefur verið hlífð­ar­bún­aður fyrir 72 lög­reglu­menn sem er for­senda þess að hægt sé að vopna almennu lög­regl­una til þess að sinna hlut­verki sínu við fyrstu við­brögð vegna vopna­mála, hryðju­verka, stór­felldra ofbeld­is­glæpa og ann­arra atvika sem ógna öryggi lands­ins.“

Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni mun lög­regla í lok árs 2016 hafa aflagt 196 skamm­byssur frá árinu 2006, og 28 hríð­skota­byssur á sama tíma­bili, þar sem skot­vopnin eru útrunn­inn. Þá mun lög­regla í lok næsta árs sömu­leiðis hafa aflagt 67 sjálf­virka og hálf sjálf­virka riffla og hagla­byssur frá árinu 2006. Til að bregð­ast við þessu er lagt til í grein­ar­gerð­inni að 313 ný skot­vopn verði keypt á þessu ári og því næsta, auk þess sem hlífð­ar­bún­aður lög­reglu verði end­urýj­að­ur. Þá sé marg­vís­legur bún­aður sér­sveitar rík­is­lög­reglu­stjóra úr sér geng­inn, sé jafn­vel ára­tuga gam­all, og þarfn­ist end­ur­nýj­unar og kaupa þurfi nýjan búnað eins og næt­ur­sjónauka, öfl­ugan skot­skýl­ing­ar­búnað og fleira.

„Sú skipan sem tekin hefur verið upp varð­andi árlega aðgerða­þjálfun almennra lög­reglu­manna er mikið fram­fara­spor og tryggðar hafa verið fjár­veit­ingar til þess að sinna því verk­efni með nokkuð ásætt­an­legum hætti. Hins vegar er staðan varð­andi sér­búnað lög­reglu ófull­nægj­andi til þess að tryggja öryggi lög­reglu­manna og um leið við­bún­að­ar­getu lög­regl­unnar til þess að fást við vopnuð lög­reglu­störf. Því er lagt til að hraðað verði við­bún­að­ar­upp­bygg­ingu lög­regl­unn­ar. Veittar verði auknar fjár­veit­ingar til þess að end­ur­nýja og bæta sér­búnað henn­ar.“

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None