Kaupmáttur Íslendinga: Hærri laun en minna svigrúm til neyslu

15127298022-fda337805f-z.jpg
Auglýsing

Gylfi Magn­ús­son, pró­fessor í hag­fræði og dós­ent við Háskóla Íslands, segir það ekki skrýtið þótt ein­hverjir skynji launa­þróun í land­inu öðru­vísi en vísi­tala Hag­stof­unnar yfir kaup­mátt launa gefi til kynna. Í dag eru lands­menn að greiða upp lán, öfugt við mikla lán­töku fyrir hrun­ið, sem þýðir minna svig­rúm til neyslu. Almennt fer þó staða heim­ila batn­andi og hefur gert frá árinu 2010, segir Gylfi.

Í gær birt­ist frétt á vef Kjarn­ans um kaup­mátt launa sem hefur aldrei mælst hærri en í jan­úar 2015. Vísi­tala kaup­máttar launa hefur hækkað um 5,5 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um. Það þýð­ir, eða ætti að þýða, að launa­fólk getur að jafn­aði keypt 5,5 pró­sentum meira af vörum og þjón­ustu fyrir launin sín í dag en það gerði fyrir ári síð­an.

Auglýsing


Mörgum fannst fréttin ekki koma heim og saman við eigin raun­veru­leika. Gylfi Magn­ús­son var því spurður að því hvort það geti virki­lega verið að kaup­máttur sé í dag meiri en hann var fyrir efna­hags­hrunið 2008.

Mis­jafnt eftir hópum

„Það er út af fyrir sig ekk­ert skrýtið þótt ein­hverj­ir, og jafn­vel margir, skynji launa­þróun öðru­vísi en vísi­tölu kaup­máttar launa. Hluti skýr­ing­ar­innar liggur í því að launa­taxtar og ráð­stöf­un­ar­tekjur eru ekki það sama. Það munar raunar tals­verðu vegna þess að fjár­magnstekjur voru mun hærri í bólunni, en dreifð­ust raunar mjög mis­jafnt. Jafn­framt dróst yfir­vinna tals­vert saman í krís­unn­i,“ segir Gylfi í svari við skrif­legri fyr­ir­purn Kjarn­ans og Stofn­unar um fjár­mála­læsi.Gylfi segir það sama gilda um laun og fjár­magnstekj­ur, þau séu mis­jöfn milli hópa og þótt með­al­-­launa­taxtar hækki örar en verð­lag þá eigi það ekki við um alla hópa. Sama gildi um útgjalda­hlið­ina. „Þeir sem eru á leigu­mark­aði, og eru ef til vill að reyna að skrapa saman fyrir fyrsta hús­næði, eiga mun erf­ið­ara upp­dráttar en þeir sem búa í eigin hús­næði, þótt skuld­setn­ingin skipti auð­vitað máli fyrir þann hóp. Vísi­tala neyslu­verðs [sem mælir verð­bólgu] sýnir ekki endi­lega mjög vel útgjalda­þróun hjá öll­um, hún er líka með­al­tal eins og launa­vísi­talan,“ segir Gylfi en vísi­tala kaup­máttar launa ræðst af launa­þróun (þ.e. launa­vísi­töl­unni) ann­ars vegar og verð­bólgu­þróun hins veg­ar. „Frá­vik frá með­al­tali skipta ekki minna máli en með­al­tölin sjálf,“ segir Gylfi.

Neyslan var fjár­mögnuð með lánum

Vísi­tala kaup­máttar launa var í met­hæðum frá jan­úar 2007 til mars 2008, þegar hún stóð í kringum 120 stig. Eftir mikla lækkun sam­hliða efna­hag­skrís­unni, þá tók vísi­talan að hækka á ný um mitt ár 2010 og hefur hækkað ört síð­ustu mán­uði. Eins og fyrr segir hefur hún aldrei verið hærri en í dag, eða 121,9 stig.Þýðir þetta að kaup­máttur lands­manna er, að með­al­tali, meiri í dag en hann var árið 2007?„Rétt er að hafa í huga að í bólunni jókst mjög skuld­setn­ing heim­ila, það er þau voru að fjár­magna neyslu að ein­hverju marki með lánum [en ekki laun­um]. Nú eru heim­ilin þvert á móti að með­al­tali að greiða niður lán, sem þýðir vita­skuld að svig­rúm til neyslu er minna en ella, og fólk skynjar það vænt­an­lega í ein­hverjum mæli sem lægri tekj­ur, þótt þetta sé auk­inn sparn­aður frekar en lægri tekj­ur,“ segir Gylfi og bætir við að lokum að allt þetta breyti því ekki að staða heim­ila fari almennt batn­andi og hafi gert frá árinu 2010. „En á meðan það eru vænt­ingar um meiri eða örari bata þá verða ein­hverj­ir, jafn­vel margir, óánægð­ir,“ segir hann.

Mun­ur­inn á launum og ráð­stöf­un­ar­tekjum

Hag­stofa Íslands birtir mán­að­ar­lega þróun kaup­máttar launa. Kaup­máttur sýnir hversu mikið af vöru og þjón­ustu er hægt að kaupa fyrir laun. Óbreyttur kaup­máttur frá fyrra ári þýðir að hægt er að kaupa sam­bæri­lega vöru­körfu og fyrir ári. Með þessum hætti er litið til launa­þró­unar í land­inu að teknu til­liti til verð­lags­breyt­inga, þ.e. verð­bólg­unn­ar. Lág verð­bólga á Íslandi und­an­farið ár auk launa­hækk­ana hefur þannig áhrif til hækk­unar á vísi­tölu kaup­máttar launa.Árlega birtir Hag­stofan síðan vísi­tölu kaup­máttar ráð­stöf­un­ar­tekna. Þar er tekið til­lit til fleiri þátta en heild­ar­launa, svo sem ann­arra tekna og til­færslna eins og barna- og vaxta­bóta, að frá­dregnum skött­um. Litið er til skatta­fram­tala við útreikn­ing kaup­máttar ráð­stöf­un­ar­tekna og eru nýj­ustu tölur Hag­stof­unnar fyrir árið 2013.Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýnd­ir voru á RÚV. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None