Kex hostel og gömul hús ekki rifin - Sextán til átján hæða turn rís við Skúlagötu

2015-07-09-15.54.17.jpg
Auglýsing

Umhverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borgar lagði í gær­dag fram bókun þar sem lagt er til að gild­andi deiliskipu­lag á svæð­inu milli Lauga­vegs og Skúla­götu, Vita­stígs og Bar­óns­stígs verði numið úr gildi. Gamla ­deiliskipu­lagið gerir ráð fyrir stór­felldu nið­ur­rifi gam­allla timb­ur­húsa við Lauga­veg og Hverf­is­götu og á bak­lóðum við Vita­stíg. Nýja til­laga meiri­hlut­ans, sem vísað er til borg­ar­stjórn­ar, kveður á um að flest hús­anna haldi sér. Í stað þriggja 15 hæða turna við Skúla­götu áður er nú gert ráð fyrir einum 18 hæða turni. Þá er fallið frá heim­ilt til að rífa niður Skúla­götu 28, þar sem gisti­heim­ilið Kex er til húsa, og þess í stað veitt heim­ild til að byggja tvær hæðir ofan á hús­ið. Full­trúi Bjartrar fram­tíð­ar, Magnea Guð­munds­dótt­ir, sat hjá við afgreiðslu bók­un­ar­inn­ar.

„Nýja til­lagan kveður á um að flest þess­ara húsa haldi sér auk þess sem lögð er sér­stök áhersla á að styrkja timb­ur­húsa­þyrp­ingu við Vita­stíg og tengja hana, með nýjum stíg, við Lauga­veg, Hverf­is­götu og Bjarna­borg,“ segir í bók­un­inni. Þrátt fyrir að til­lagan geri ráð fyrir átján hæða turni þá er lagst gegn því í bók­un­inni og sagt að hann ætti að vera sextán hæðir að hámarki. „Við teljum að Skipu­lags­til­lagan sé mun betri en gild­andi deiliskipu­lag. Engu að síður teljum við að bygg­ing­ar­magn við Skúla­götu sé of mik­ið. Við leggj­umst gegn því að turn­inn verði 18 hæðir og teljum að hann eigi að vera 16 hæðir að hámarki og ekki meira en 60 metrar á hæð frá sjó.

Auglýsing


Við teljum enn­fremur mjög mik­il­vægt að nokkrar arki­tekta­stof­ur, verði fengnar til að hanna bygg­ing­ar­reit­ina á svæð­inu til að ýta undir fjöl­breyti­leika og mis­mun­andi byggða­mynstur á ólíkum og mis­gömlum reit­um.Við teljum einnig nauð­syn­legt að tryggt verði að húsin milli Hverf­is­götu og Laug­vegs verði íbúð­ar­hús og einnig húsin sem standa norð­an­megin við Hverf­is­götu og stöll­uðu húsin neðst við Vita­stíg. Við teljum hins vegar eðli­legt að hafa meiri sveigj­an­leika í nýt­ingu hús­anna við Skúla­göt­u,“ segir í bók­un­inni.

Sat hjá - Borgin bundin fyrri ákvörð­unum

Full­trúi Bjartar fram­tíð­ar, Magnea Guð­munds­dóttir arki­tekt, sat hjá við afgreiðsl­una og bók­aði meðal ann­ars að ákjós­an­legra hefði verið að draga meiri lær­dóm af eldra skipu­lagi við Skúla­götu, þar sem háir turnar loka inni eldri byggð frá sjáv­ar­síð­unni og taki ekki til­lit til sam­spils byggðar og lands­lags þar fyr­ir. „Gríð­ar­legt bygg­ing­ar­magn leiðir af sér djúpa kroppa þar sem erfitt er að koma dags­ljósi að bæði í innri og ytri rýmum og dregur veru­lega úr gæðum þeirra. Hægt hefði verið að draga úr þessum áhrifum með því að dreifa betur bygg­inga­magni beggja vegna Hverf­is­göt­u,“ segir í bókun henn­ar.Í sam­tali við Kjarn­ann segir Magnea að boð­aðar breyt­ingar á skipu­lagi svæð­is­ins séu að mörgu leyti góð­ar. Það sé hins vegar hennar mat að bygg­ing­ar­magnið á Skúla­götu sé enn of mik­ið. Því hafi hún ákveðið að sitja hjá en þar sem margt gott felist í breytung­um þá hafi hún ekki kosið á móti bókun ráðs­ins. Hún gagn­rýnir það að engin fyrn­ing­ar­á­kvæði séu til staðar þannig að skipu­lags­ráð sé ekki bundið fyrri ákvörð­unum um bygg­ing­ar­magn, eins og raunin er í dag. „Við sitjum uppi með eld­gam­alt skipu­lag. Það voru allt aðrar hug­myndir uppi fyrir um tíu árum síð­an, þegar það átti að bjarga mið­borg­inni með því að byggja þarna versl­un­ar­mið­stöð. Þau sjón­ar­mið eru ekki lengur gild. Samt sitjum við uppi með þetta bygg­ing­ar­magn, sem er slæmt,“ segir Magnea.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None