Kínverski fjárfesingasjóðurinn China National Chemical (ChemChina), sem er í eigu kínverska ríkisins, hefur fest kaup á ítalska dekkjaframleiðandanum Pirelli, en fyrirtækið er verðmetið á 7,1 milljarða evra, eða sem nemur ríflega þúsund milljörðum króna.
Pirelli er meðal þekktustu iðnfyrirtækja Ítalíu, ekki síst vegna þess hve ímynd fyrirtækisins er samofin Formúlu 1 keppninni.
Pirelli to be bought by Chinese firm: Chinese state-owned China National Chemical (ChemChina) is to buy Italia... http://t.co/lLbWvB93ad
— NEWSONSCOTLAND (@NewsOnScotland) March 23, 2015
Auglýsing
Strax og fréttirnar af yfirtökunni spurðust út, eftir lokun markaða á föstudag, þá sendi fyrirtækið frá sér yfirlýsingu og staðfesti orðróminn. Jafnframt var tekið fram að forstjórinn, Tronchetti Provera, sem hefur stýrt fyrirtækinu frá árinu 1986, yrði áfram forstjóri hjá hinum nýju eigendum.