Kínversk stjórnvöld hafa fyrirskipað brottfluting alls fólks af svæðinu í kringum sprengjusvæðið í borginni Tianjin, þar sem gríðarlega öflug sprenging varð á miðvikudag á iðnaðarsvæði. Húsnæði sem notað var til þess að geyma púður, olíu og ýmis efni sem notuð eru í iðnaði sprakk þá í loft upp.
Rannsókn stendur enn yfir á orsökum þess að sprengingin varð en nú er talið að 85 hafi látist og yfir 700 slasast.
Stjórnvöld hafa fyrirskipað brottflutninginn á svæði sem nær til þriggja kílómetra radíus frá svæðinu þar sem sprengingin varð, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Ástæðan er meðal annars sú að eitraðar gufur berast frá svæðinu og þykir óhagstæð vindátt auka líkurnar á því að gufurnar berist til fólks í borginni.
#Tianjin before and after http://t.co/1EKDvaB251 pic.twitter.com/Ydpuzi8KMl
— BBC News (World) (@BBCWorld) August 14, 2015