Kínverski boltinn: Ríkustu menn Kína eyða stjarnfræðilegum upphæðum

richardo-goulart.png
Auglýsing

Einn góðan veð­ur­dag í lok febr­úar finn ég það greini­lega: Taum af vor­lofti sem strýkst not­ar­lega við and­lit­ið. Svo snýr hann sér á ný í þrá­láta Síber­íu­átt og mann­lífið í Pek­ing hopar örlítið aftur inn í vet­ur­inn.

Á þessum árs­tíma  er þjóð­ráð að blanda þurrk­uðum jurtum sem ég kann ekki nöfn á í morg­un­vell­ing­inn sem ég hef lært að heitir „zhou“ og er eins og hrís­grjóna­grautur sem er soð­inn í miklu vatni í stað­inn fyrir mjólk. Plönt­urnar eru sagðar veita við­nám gegn vor­hreti og hrá­slaga, tempra hita, mýkja hægðir og slá á gigt. Svo byrjar að snjóa. Þegar morg­un­han­arnir fara á stjá sjá þeir að blautur snjór hefur sest þungur og tign­ar­lega á dúandi trjá­geinar og sveigt þak­skegg Hofs hin­ins­ins. Felmtri slegnir hlaupa þeir aft­ur  inn með tíð­indin en þegar almenn­ingur æðir út til að sjá VET­UR­INN er hann horf­inn, bráðn­aður og uppgu­fað­ur. Oft ríkir sér­stök kyrrð í höf­uð­borg­inni á tíma­bili regn­vatns­ins. Götur og torg eru mann­laus að kalla. Engin morg­un­leik­fimi í garð­in­um. Allir farnir eitt­hvað eða komnir eitt­hvað. Heim til sín. Inn í sig. Lagstir í híði. Vor­há­tíðin sem staðið hefur yfir í 1-2 vikur er á enda. Framundan er að kveðja ætt­ingja og vini. Heilsa nýjum átökum við raun­veru­leik­ann.

Í aðdrag­anda leik­tíð­ar­innar í kín­verska bolt­anum að þessu sinni hafa birst óvenju margar gleði­fréttir sem fá mann til að vera bjart­sýnan og trúa því að dýpkun umbóta í bolt­anum sem for­seti lands­ins Xi Jin­p­ing hefur boðað skili árangri. Fjall­aði ein fréttin í mál­gagni Flokks­ins t.d. um fyrr­ver­andi vara­for­mann kín­verska knatt­spyrnu­sam­bands­ins, Nan Yong, og þann árangur sem hann hefur nýlega náð í fang­elsi. Það er ekki víst að allir viti það en árið 2012 var hann ásamt fjölda kín­verskra emb­ætt­is­manna, dóm­ara og  knatt­spyrnu­manna  fund­inn sekur um mikið svindl og svínarí. Tóku þeir við mútu­fé, þáðu þeir stór­gjafir, létu þeir bjóða sér í átveislur o.s.frv. fyrir að sveigja og beygja úrslit leikja eftir fyr­ir­fram ákveðnu skipu­lagi. Það mun síðan hafa verið þegar einn þjálf­ari sást greini­lega í beinni útsend­ingu hvetja sína menn til að skora sjálfs­mark að yfir­völdin gátu ekki annað en skorist í leik­inn. Nan var dæmdur í 10 ½ árs fang­elsi en - sam­kvæmt nýjust fréttum - er nú búið að milda refs­ing­una um eitt ár vegna mik­il­vægs fram­lags hans til vís­ind­anna.

Auglýsing

Mun hann hafa tekið að iðka fræði­störf í fang­els­inu  og ku þegar búinn að fá einka­leyfi fyrir fjórum knatt­spyrnu­tengdum upp­finn­ingum og skrifa eina vís­inda­skáld­sögu. Vegna þess­arar fréttar varð nokkur umræða í fjöl­miðlum um refsi­lög­gjöf­ina í land­inu og upp­lýsti Dag­blað Pekín­gæsk­unnar að almennt væri ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vel stæðir fangar keyptu upp­finn­ingar á net­inu sem þeir síðan fram­seldu til fang­els­is­yf­ir­valda gegn mild­ingu refs­ing­ar. Væri þetta fyr­ir­komu­lag alþekkt en að sögn blaðs­ins „enn á gráu svæð­i“. Fleiri gleði­legar fréttir hafa spurð­ust út í aðdrag­anda sparkver­tíð­ar­inn­ar.

Jack Ma, kenndur við netrisann Alibaba, er mættur í kínverska boltann með auð sinn. Jack Ma, kenndur við netris­ann Ali­baba, er mættur í kín­verska bolt­ann með auð sinn.

Einna mestum tíð­indum sætir gríð­ar­lega sterk inn­koma tveggja rík­ustu manna Kína (og heims) í bolt­ann. Wang Jian­lin, for­maður Dalian Wanda Group, stærsta kvik­mynda­húsa­rek­anda heims, keypti t.d. 20 pró­sent hlut í Spán­ar­meist­urum Atlét­ico de Madrid og hyggst nota klúbb­inn sem æfinga­mið­stöð fyrir efni­lega kín­verska spil­ara (leik­menn vænt­an­legs heims­meist­ara­liðs Kína segja gár­ung­arn­ir). Og Jack Ma, stofn­andi og aðal­eig­andi Ali­baba net­versl­un­ar­risans, dældi stjarn­fræði­legum upp­hæðum í kaup á brasil­íska lands­liðs­mann­inum Ricardo Goul­art fyrir Kína­meist­ara síð­asta árs, Guangzhou Evergrande, sem hann er líka nýbú­inn að kaupa. Þess má geta að aðeins í ensku knatt­spyrn­unni eru nú settir meiri pen­ingar í leik­manna­kaup en í þeirri kín­versku.

Brasilíumaðurinn Richardo Goulart kom til Kínameistara Guangzhou Evergrande fyrir stjarnfræðilega fjárhæð. Bras­il­íu­mað­ur­inn Ric­hardo Goul­art kom til Kína­meist­ara Guangzhou Evergrande fyrir stjarn­fræði­lega fjár­hæð.

Mínir menn Pek­ing-varð­lið­arnir hafa ekki verið eins stór­tækir á leik­manna­mark­aðnum og hin liðin í deild­inni. Það var samt ánægju­legt að þeir skyldu ná var­an­legum samn­ingi um kaup á Sví­anum knáa Erton Fejzullahu frá Djur­g­ar­den en hann kom sem láns­maður á síð­ustu leik­tíð.  Það var hins vegar blóð­taka að missa einn efni­leg­asta leik­mann Kína Zhang Xide til Wolfs­burg í des­em­ber sl. Er hann fyrsti Kín­verj­inn til að spreyta sig meðal þeirra bestu síðan Hao Jun­min fór frá Schalke 04 fyrir um fjórum árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None