Kínverski boltinn: Tif skordýranna

peking.hundar.jpg
Auglýsing

Þrumur druna í háloft­un­um. Hin keis­ara­lega vekjara­klukka nátt­úr­unn­ar. Brátt skríður her­skari grænna lirfa upp úr mold­inni. Þær ætla að hakka í sig nýsprottin lauf­blöðin og umbreyt­ast svo í fiðr­ildi (eða pödd­ur).

Bændur vita að nú er að duga eða drep­ast. Þeir eiga leik í hinu eilífa spili manns og nátt­úru. Ef eitt­hvað klikkar við sán­ing­una verður upp­skeran rýr. Pen­ing­arnir undir kodd­anum munu ekki vaxa. En tifið í skor­dýr­unum hefur ekki bara áhrif úti á lands­byggð­inni. Full­trúar bænda, verka­manna, her­manna og -- nú í seinni tíð -- kap­ít­alista taka að streyma þús­undum saman til höf­uð­borg­ar­innar að taka sæti sitt í rauð­bólstr­uðu sæti er Flokk­ur­inn hefur úthlutað þeim í Höll alþýð­unnar við Torg hins himneska friðar sem er heim­speki­leg miðja Mið­rík­is­ins (á kín­versku heitir Kína Zhong­guo sem þýðir Mið­rík­ið). Þetta er hið svo­kall­aða „sós­íal­íska lýð­ræði með sér­-kín­verskum ein­kenn­um“ í fram­kvæmd. Full­trú­ar­inir hlusta á ser­íur af þriggja klukku­stunda löngum ræðum leið­toga lands­ins og rétta upp hönd þegar við á. Allt er alveg að verða nýtt og betra. Hveit­ið, korn­ið, hrís­grjón­in, lög­in, regl­urnar um áveitu­kerfin og lág­marks­launin og margt margt fleira.

Loka­keppni í for­rétt



Meðan beðið er eftir að leik­tíðin hefj­ist í kín­verska bolt­anum er alla jafna boðið upp á nokkra „for­rétt­i“.  Í jan­úar fór t.d. fram loka­keppni Asíu-­móts lands­liða. Í Kína voru menn á einu máli um að „strák­arnir okk­ar“ hefðu staðið sig ágæt­lega jafn­vel þó þeir hefðu ekki kom­ist mjög langt. Þjóðin var fyrst og fremst glöð yfir því að fnykur spill­ing­ar, mútu­mála og hvers lags hneyksl­is­mála sem plagað hefur bolt­ann svo lengi sem elstu menn muna virt­ist hafa verið skúbb­aður af fyrir þetta mót.

Ein­lægur bar­áttu­andi var sýni­legur í naumum sigrum á Sádum, Úsbekistum og N-Kóreu­mönn­um. Það þótti því hrein­lega ekki við hæfi að vera með leið­indi í fjöl­miðlum þrátt fyrir 2-0 tap gegn heima­mönnum Áströlum í átta liða úrslit­unum í Bris­bane -- nota bene, á velli sem var eitt mold­ar­flag eftir hin rudda­legu  rug­by-ein­vígi sem þar fara að stað­aldri fram. Þess má geta að Ástr­alir héldu áfram á sig­ur­braut og hömp­uðu að lokum Asíu-bik­arnum með því að leggja S-Kóreu­menn 2-1 í úrslita­leikn­um. Í febr­úar fóru síðan fram fyrstu leik­irnir í Asíu-keppni félags­liða, en fjögur kín­versk lið taka þátt að þessu sinni. Gerðu þau sér öll lítið fyrir og sigriðu í fyrstu umferð  riðla­keppn­inn­ar.

Auglýsing

 Í janúar fór fram lokakeppni Asíu-móts landsliða. Í Kína voru menn á einu máli um að lið landsins hefði staðið sig ágætlega jafnvel þó þeir hefðu ekki komist mjög langt. Í jan­úar fór fram loka­keppni Asíu-­móts lands­liða. Í Kína voru menn á einu máli um að lið lands­ins hefði staðið sig ágæt­lega jafn­vel þó þeir hefðu ekki kom­ist mjög lang­t.

Stóru liðin og erki­fj­endur síð­ustu ára Pek­ing-varð­lið­arnir og Guangzhou Evergrande unnu einnig  í ann­ari umferð og þykja lík­leg til að kom­ast upp úr sínum riðl­um. Ann­ars er Asíu-keppnin ekki hvað síst áhuga­verð fyrir þær sakir að veita inn­sýn í lönd er ann­ars eru að mest lok­uð. Verða heima­leikir írösku lið­anna í Basra eða Aleppo? Verða þau yfir­leitt  með í ár? Hvað með Sýr­land, Líbanon og N-Kóreu? Eru Uzbekistar betri eða verri undir ein­ræði Karimovs? Hefur bolt­inn í Búrma komið til eftir að Aung San Suu Kyi var leyst úr stofu­fang­elsi? Ég hvet áhuga­menn um stjórn­mál Mið­aust­ur­landa, Mið-Asíu og Aust­ur­landa fjær að fylgj­ast með Asíu-keppn­inni hér.

Árátta að hlaða upp varn­ar­múrum



Sjálfur er ég mik­ill aðdá­andi Pek­ing-varð­lið­anna. Það hófst með því að ég flutti til Pek­ing fyrir nokkrum árum og fór að fylgj­ast með sparki heima­manna í sjón­varp­inu á laug­ar­dags­kvöldum meðan ég var að bíða eftir beinni útsend­ingu frá enska bolt­anum (sem vegna tíma­mis­munar hefst hér ekki fyrr en um mið­nætt­i).

Pek­ing-varð­lið­arnir er dæmi­gert Norð­ur­-Kína lið. Byggir á áráttu norð­an­manna að hlaða upp varn­ar­múrum /Kína­m­úrum í bland við leiftr­andi skynd­i­sóknir í kung-fu stíl. Guangzhou Evergrande treystir hins vegar á auð­magn eig­enda síns Jack Ma til að krækja í upp­renn­andi stjörnur frá Bras­ilíu og gamlar kempur frá Evr­ópu. Keppni þess­ara tveggja liða end­ur­speglar þannig að nokkru leyti tog­streit­una er ríkir hér eystra milli fornra kín­verskra dyggða ann­ars vegar og nútím­ans hins vegar með alla sína pen­inga, tækni og alþjóð­legu við­skipti. Það segir sína sögu um hve hörð þessi bar­átta er að í síð­ustu átta viður­eignum lið­anna hafa bæði lið unnið tvisvar en fjórum sinnum hafa þau skilið jöfn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None