Kínverski fótboltinn markar upphaf vorsins

Chinese_national_football_team_2011.jpg
Auglýsing

Vor­boð­arnir í Pek­ing eru margir, en sá sem ég er hvað spennt­astur fyrir er upp­haf knatt­spyrnu­leik­tíð­ar­inn­ar. Í febr­úar /mars er enn að vísu of kalt til að hægt sé að hefja spark af fullum krafti. Þar að auki eru flestir upp­teknir á þessum tíma af því að fagna nýju kín­versku ári. Milli­stétt­inn flýgur á Boeg­ing-þotum út úr land­inu, í versl­un­ar­ferð til Hong Kong í sól­ina á Phuket-eyju eða í hámenn­ing­una í Mið-­Evr­ópu.

Verka­fólkið streymir hins vegar eftir æða­kerfum járn­brauta­lest­anna inn í land­ið, á vit fjöl­skyldna sinna sem enn eru bundnar þorp­unum og smá­bæj­unum órjúf­an­legum bönd­um. Á yfir­borð­inu er galsi í mann­skapnum en undir niðri krauma sterkar til­finn­ing­ar. Hvernig sýni ég vænt­um­þykju? Hvað á ég að segja? Hvað á ég að gefa? Og hvar er rétt­læt­ið?

 

Auglýsing

Stétt þrjú hund­ruð millj­óna far­and­verka­manna, sem borið hefur uppi hag­vöxt í Kína og í öllum heim­inum í meira en 30 ár, hefur ekki enn fengið inn­göngu í nútím­ann. Hún getur ekki fram­fleytt sér í sveit­inni. Hún er kúguð af vinnu­veit­endum sínum í borg­inni. Hún hefur ekki aðgang að grund­vall­ar­þjón­ustu á borð við menntun og heil­brigð­is­þjón­ustu. Og hún fær ekki að berj­ast fyrir bættum kjör­um. Hún verður að trúa á Komm­ún­ista­flokk­inn. Treysta því að „draum­ur­inn“ sem for­seti lands­ins Xi Jin­p­ing boðar verði einn dag­inn að veru­leika (op­in­ber kynn­ing á draumnum hér) .

Shanghai Greenland Shenhua Football Club er stærsta knattspyrnulið Kína. Stórstjörnur á borð Við Nicolas Anelka og Didier Drogba hafa til að mynda leikið með liðinu. Shang­hai Green­land Shen­hua Foot­ball Club er stærsta knatt­spyrnu­lið Kína. Stór­stjörnur á borð Við Nicolas Anelka og Didier Drogba hafa til að mynda leikið með lið­in­u.

For­set­inn boðar umbætur í kín­versku knatt­spyrn­unniVel á minnst, á dög­unum hélt for­set­inn fund í efna­hags- og umbóta­ráði Flokks­ins þar sem hann boð­aði nýja áætlun fyrir fram­þróun kín­versku knatt­spyrn­unn­ar. En eins og kunn­ugt er situr Kín­verska karla­lands­liðið yfir­leitt í kring um hund­rað­asta sætið á lista FIFA yfir bestu /verstu fót­bolta­þjóðir heims og telj­ast því verri en við Íslend­ingar (þrátt fyrir að vera 4 þús­undum sinnum fleiri).

Fjöl­menn­asta ríki heims er sem sagt örríki á eina mæli­kvarð­ann sem í raun skiptir máli þegar kemur að því að raða þjóðum á styrk­leika­lista. Telja sumir að viss miður æski­leg ein­kenni í fari kín­verskra karl­manna (svo sem eins og kald­hæðni, óreglu­leg kvíða­köst og svefn­leysi) megi rekja til þess að hag­vöxt­ur­inn í land­inu hefur ekki enn leitt til fram­fara í knatt­spyrnu.

Áður en lengra er haldið ber þess að geta að kín­verski bolt­inn hefur fengið nákvæm­lega sömu með­ferð og land­bún­að­ur­inn, kola­námu­iðn­að­ur­inn, heil­brigð­is­kerfið og svo fram­veg­is eftir að Maó lést árið 1976. Næstum allt sem hönd á festir hefur verið bútað nið­ur, mark­aðsvætt og opn­að. Árið 1994 var til dæm­is­ ­tekin upp atvinnu­manna­keppni og fél­gsliðum leyft að finna sér sína eigin kost­un­ar­að­ila. En allt kemur fyrir ekki. Kína er enn í hund­rað­asta sæti og leið­togar lands­ins þora ekki að sækja um HM 2626 af ótta við að lands­liðið verði þjóð­inni til skammar á heima­velli.

Breyt­ingar í upp­sigl­ingu? 

Eftir að Xi Jin­p­ing komst til valda árið 2012 hafa sér­fræð­ingar í mál­efnum Kína leitt að því lík­um að nú kunni að verða breyt­ing á. Segja þeir að for­set­inn geri sér far um að láta mynda sig á knatt­spyrnu­völlum í opin­berum heim­sókn­um. Með því gefi hann til kynna að það sé í anda „sós­íal­ísks lýð­ræðis með sér­-kín­verkum ein­kenn­um“ að spila fót­bolta. Mark­mið hans sé eft­ir­far­andi: 1) Kína kom­ist í und­ankeppni HM; 2) Kína haldi HM; 3) Kína vinni HM. Eftir fund­inn í efna­hags- og umbóta­ráð­inu um dag­inn hafa þessar vanga­veltur fengið byr undi báða vængi. Mun hafa verið sam­þykkt af ráðs­mönnum að dýpka umbætur í bolt­anum og er talið að það komi fljót­lega í ljós til hvaða aðgerða verði gripið í því skyni.

Mitt lið Beijing Guoan eða Pek­ing-varð­lið­arnir eru enn í þjóð­ar­eign. Það er rík­is­fyr­ir­tækið CITIC Group (áður China International Trust and Invest­ment Cor­poration) sem fer með stærsta hlut­inn í félag­inu. En nú er spurn­ing hvað ger­ist í kjöl­far dýpk­unar umbóta í bolt­an­um. Verður liðið loks­ins einka­vætt? Flytur það frá þjóð­ar­leik­vang­in­um, „Leik­vangi verka­manns­ins“? Er það nóg til að kín­verska knatt­spyrnan skáni? Þetta verður skemmti­legt tíma­bil. Seinna köllum við það kannski Vorið í kín­verska bolt­an­um?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None