Kínverski fótboltinn markar upphaf vorsins

Chinese_national_football_team_2011.jpg
Auglýsing

Vor­boð­arnir í Pek­ing eru margir, en sá sem ég er hvað spennt­astur fyrir er upp­haf knatt­spyrnu­leik­tíð­ar­inn­ar. Í febr­úar /mars er enn að vísu of kalt til að hægt sé að hefja spark af fullum krafti. Þar að auki eru flestir upp­teknir á þessum tíma af því að fagna nýju kín­versku ári. Milli­stétt­inn flýgur á Boeg­ing-þotum út úr land­inu, í versl­un­ar­ferð til Hong Kong í sól­ina á Phuket-eyju eða í hámenn­ing­una í Mið-­Evr­ópu.

Verka­fólkið streymir hins vegar eftir æða­kerfum járn­brauta­lest­anna inn í land­ið, á vit fjöl­skyldna sinna sem enn eru bundnar þorp­unum og smá­bæj­unum órjúf­an­legum bönd­um. Á yfir­borð­inu er galsi í mann­skapnum en undir niðri krauma sterkar til­finn­ing­ar. Hvernig sýni ég vænt­um­þykju? Hvað á ég að segja? Hvað á ég að gefa? Og hvar er rétt­læt­ið?

 

Auglýsing

Stétt þrjú hund­ruð millj­óna far­and­verka­manna, sem borið hefur uppi hag­vöxt í Kína og í öllum heim­inum í meira en 30 ár, hefur ekki enn fengið inn­göngu í nútím­ann. Hún getur ekki fram­fleytt sér í sveit­inni. Hún er kúguð af vinnu­veit­endum sínum í borg­inni. Hún hefur ekki aðgang að grund­vall­ar­þjón­ustu á borð við menntun og heil­brigð­is­þjón­ustu. Og hún fær ekki að berj­ast fyrir bættum kjör­um. Hún verður að trúa á Komm­ún­ista­flokk­inn. Treysta því að „draum­ur­inn“ sem for­seti lands­ins Xi Jin­p­ing boðar verði einn dag­inn að veru­leika (op­in­ber kynn­ing á draumnum hér) .

Shanghai Greenland Shenhua Football Club er stærsta knattspyrnulið Kína. Stórstjörnur á borð Við Nicolas Anelka og Didier Drogba hafa til að mynda leikið með liðinu. Shang­hai Green­land Shen­hua Foot­ball Club er stærsta knatt­spyrnu­lið Kína. Stór­stjörnur á borð Við Nicolas Anelka og Didier Drogba hafa til að mynda leikið með lið­in­u.

For­set­inn boðar umbætur í kín­versku knatt­spyrn­unni



Vel á minnst, á dög­unum hélt for­set­inn fund í efna­hags- og umbóta­ráði Flokks­ins þar sem hann boð­aði nýja áætlun fyrir fram­þróun kín­versku knatt­spyrn­unn­ar. En eins og kunn­ugt er situr Kín­verska karla­lands­liðið yfir­leitt í kring um hund­rað­asta sætið á lista FIFA yfir bestu /verstu fót­bolta­þjóðir heims og telj­ast því verri en við Íslend­ingar (þrátt fyrir að vera 4 þús­undum sinnum fleiri).

Fjöl­menn­asta ríki heims er sem sagt örríki á eina mæli­kvarð­ann sem í raun skiptir máli þegar kemur að því að raða þjóðum á styrk­leika­lista. Telja sumir að viss miður æski­leg ein­kenni í fari kín­verskra karl­manna (svo sem eins og kald­hæðni, óreglu­leg kvíða­köst og svefn­leysi) megi rekja til þess að hag­vöxt­ur­inn í land­inu hefur ekki enn leitt til fram­fara í knatt­spyrnu.

Áður en lengra er haldið ber þess að geta að kín­verski bolt­inn hefur fengið nákvæm­lega sömu með­ferð og land­bún­að­ur­inn, kola­námu­iðn­að­ur­inn, heil­brigð­is­kerfið og svo fram­veg­is eftir að Maó lést árið 1976. Næstum allt sem hönd á festir hefur verið bútað nið­ur, mark­aðsvætt og opn­að. Árið 1994 var til dæm­is­ ­tekin upp atvinnu­manna­keppni og fél­gsliðum leyft að finna sér sína eigin kost­un­ar­að­ila. En allt kemur fyrir ekki. Kína er enn í hund­rað­asta sæti og leið­togar lands­ins þora ekki að sækja um HM 2626 af ótta við að lands­liðið verði þjóð­inni til skammar á heima­velli.

Breyt­ingar í upp­sigl­ingu?



 

Eftir að Xi Jin­p­ing komst til valda árið 2012 hafa sér­fræð­ingar í mál­efnum Kína leitt að því lík­um að nú kunni að verða breyt­ing á. Segja þeir að for­set­inn geri sér far um að láta mynda sig á knatt­spyrnu­völlum í opin­berum heim­sókn­um. Með því gefi hann til kynna að það sé í anda „sós­íal­ísks lýð­ræðis með sér­-kín­verkum ein­kenn­um“ að spila fót­bolta. Mark­mið hans sé eft­ir­far­andi: 1) Kína kom­ist í und­ankeppni HM; 2) Kína haldi HM; 3) Kína vinni HM. Eftir fund­inn í efna­hags- og umbóta­ráð­inu um dag­inn hafa þessar vanga­veltur fengið byr undi báða vængi. Mun hafa verið sam­þykkt af ráðs­mönnum að dýpka umbætur í bolt­anum og er talið að það komi fljót­lega í ljós til hvaða aðgerða verði gripið í því skyni.

Mitt lið Beijing Guoan eða Pek­ing-varð­lið­arnir eru enn í þjóð­ar­eign. Það er rík­is­fyr­ir­tækið CITIC Group (áður China International Trust and Invest­ment Cor­poration) sem fer með stærsta hlut­inn í félag­inu. En nú er spurn­ing hvað ger­ist í kjöl­far dýpk­unar umbóta í bolt­an­um. Verður liðið loks­ins einka­vætt? Flytur það frá þjóð­ar­leik­vang­in­um, „Leik­vangi verka­manns­ins“? Er það nóg til að kín­verska knatt­spyrnan skáni? Þetta verður skemmti­legt tíma­bil. Seinna köllum við það kannski Vorið í kín­verska bolt­an­um?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None