Seðlabanki Kína hefur lækkað stýrivexti um 0,25 prósentustig, í 4,6 prósent. Sömuleiðis hefur bindiskylda verið lækkuð um 0,5 prósentustig. Þetta er gert eftir miklar lækkanir á hlutabréfamarkaðnum undanfarna daga.
Stýrivaxtalækkunin er sú fimmta sem seðlabankinn ræðst í frá því í nóvember í fyrra, eftir að vextirnir höfðu verið stöðugir um langt skeið, eins og sjá má á grafi sem Bloomberg fréttastofan birti á Twitter fyrir skömmu. Bloomberg segir þessar lækkanir sýna fram á þá stefnu Kínverja að reyna hvað þeir geta til að ná markmiðum sínum um 7% hagvöxt á þessu ári. Bankinn segir að ráðist sé í lækkunina til að styðja við „sjálfbæra og heilbrigða þróun í raunhagkerfinu.“
China's interest rate move is its fifth cut this year, after a long period of stability http://t.co/ke1kXAAoEE pic.twitter.com/zLlYpMJtaL
Auglýsing
— Bloomberg Business (@business) August 25, 2015
Tilkynningin um stýrivaxtalækkunina hefur vakið jákvæð viðbrögð á mörkuðum, og hækkanir hafa orðið á evrópskum mörkuðum eftir miklar lækkanir í gær. FTSE 100 vísitalan í London hækkaði um 3,5% eftir tilkynninguna, Dax vísitalan í Þýskalandi um 4,3% og Cac vísitalan í Frakklandi um 4,5%.