Ákæra Sérstaks saksóknara á hendur Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi yfirmanns Kaupþings í Lúxemborg, og fjárfestisins Skúla Þorvaldssyni, sem var einn helsti viðskiptavinur bankans, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Kjarninn birtir nú ákæruna í heild sinni, lestu hana hér. Hreiðar Már og Guðný Arna eru ákærð fyrir átta milljarða króna fjárdrátt og Magnús og Skúli eru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum brotum Hreiðars og Guðnýjar.
Auglýsing