Við lifum sögulega tíma, ekki aðeins hér á landi, heldur ekki síðar erlendis. Ritstjórn Kjarnans fylgist vel með gangi mála, og má hér að neðan finna umfjallanir sem að mati ritstjórnar eru vandaðar, áhugaverðar og skemmtilegar, hver með sínum ólíka hætti.
Hlaðvörpin hafa slegið í gegnum...hljóðlega
Hlaðvörp (Podcasts) hafi notið vaxandi vinsælda um allan heim, en þau eru samt umdeild. Það eru ekki allir sem hafa náð því hvað það er gott, að hlusta gott hljóðefni hvar sem er í símanum. Vinsældir þessa skemmtilega forms, sem Kjarninn hefur meðal annars sinnt með fjölbreytilegu efni, fara samt vaxandi.
New York Times fjallaði skemmtilega um þetta form í dag, og hvernig hlaðvarpsþátturinn Serial, sem fjallar um raunveruleg glæpamál, náði almannahylli. Þá virðast auglýsendur vera að kveikja á því að hlaðvarpið bjóði upp á djúpa upplifun.
Vönduð og flott umfjöllun.
Kröfuhafar halda Grikkjum í gíslingu
Kröfuhafar og lánveitendur Grikkja hafa ekki viljað sýna neinn sveigjanleika, þegar kemur að því að semja um skuldbindingar Grikkja. Í umfjöllun Wall Street Journal í dag kemur fram að embættismenn Evrópusambandsins hafi fundað um stöðu mála í Lúxemborg, og sett frekari þrýsting á grísk stjórnvöld um að semja við kröfuhafa landsins á grunni áætlunar sem samþykkt var árið 2012, en heildarstærð þess lánapakka er um 240 milljarðar evra.
Vönduð viðskiptaumfjöllun um mikilvæg mál.
Hrikaleg morð í Charleston - Hvað bjó að baki?
Níu létu lífið í skotárás á Emanuel AME kirkjuna í Charleston í gær, en lögreglan handótk í gær Dylan Storm Roof, 21 árs gamlan mann, vegna árásarinnar. Hún náðist á myndband en allir sem létust voru svartir, og þykir margt benda til þess að kynþáttahatur hafi verið það sem bjó að baki árásinni, að sögn Quartz.
Nákvæm og góð lýsing á atburðunum hjá Quartz.
"He will be humanized and called sick. That is the power of whiteness in America." @antheabutler on Charleston: https://t.co/4982cpKyaI
— Mike Madden (@MikeMadden) June 18, 2015