Við lifum sögulega tíma, ekki aðeins hér á landi, heldur ekki síðar erlendis. Ritstjórn Kjarnans fylgist vel með gangi mála, og má hér að neðan finna umfjallanir sem að mati ritstjórnar eru vandaðar, áhugaverðar og skemmtilegar, hver með sínum ólíka hætti.
Jay Z vill að listamenn stýri ferðinni
Tónlistmaðurinn Jay Z vill að listamenn stjórni ferðinni, þegar kemur að streymi, og vinnur nú að því að framþróa streymiþjónustu sína þannig að hún verði samfélagsmiðill sem fólk getur nýtt sér til þess að nálgast áhugaverða tónlist. Hann hefur sjálfur verið að prófa sig áfram með nýtt tekjumódel, þar sem hann selur fólki aðgang að B-sides tónleikum sínum. Quartz fjallaði um þessa þróun á dögunum.
Áhugaverð umfjöllun um merkilega tíma í tónlistarheiminum.
Hvernig eyðir Ronaldo peningunum sínum?
Cristiano Ronaldo er einn launahæsti íþróttamaður heims. Heildartekjur hans í fyrra námu 80 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur tíu milljörðum króna. Business Insider setti saman stutt myndband, þar sem því er svarað hvaðan þessi magnaði portúgalski knattspyrnumaður fær tekjur sínar. Nike greiðir honum árlega 22 milljónir Bandaríkjadala, svo eitthvað sé nefnt.
Einföld og forvitnilegt umfjöllun.
Auglýsing
Tekinn af lífi í Egyptalandi
Mohamed Morsi, sem kjörinn var forseti í Egyptalandi árið 2011 þegar Hosni Mobarak var að falla af stóli eftir 30 ára valdatíma, hefur verið dæmdur til dauða ásamt hundrað öðrum, fyrir að koma að því að láta lausa fjölda fanga úr fangelsum, á svipuðum tíma og Mobarak var að falla. Æðsti dómstóll Egyptalands á þó eftir að taka lokaákvörðun um, hvort þessi niðurstaða neðra dómsstigs haldi. Quartz fjallaði ítarlega um þessa merkilegu dómsniðurstöðu, sem mörgum þykir benda til þess að stjórnkerfi Egyptalands sé enn rotið.
Alvarleg mál sett í merkilegt ljós.