mynd2.jpg
Auglýsing

Kóka­ín­fram­leiðsla fer nú fram á minna land­svæði en áður, ekki síst vegna kerf­is­bund­inna aðgerða stjórn­valda í Kól­umbíu þar sem mark­miðið er að þrengja að kóka­ín­fram­leiðslu og ná betri stjórn á þeim svæðum þar sem fram­leiðslan fer fram. Í skýrslu UNODOC, stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna sem berst gegn notkun fíkni­efna og skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, kemur fram að í lok árs 2012 hafi ræktun kóka­laufa úr kóka­jurt­inni farið fram á 133.700 hekt­ara landi, sem er það minnsta síðan árið 1990. Í Kól­umbíu nam minnkunin 25 pró­sent­um, land­svæði undir kóka­lauf­aræktun fór úr 64 þús­und hekt­urum árið 2011 í 48 þús­und árið 2012. Það ár voru fram­leidd 309 tonn af hreinu kóka­ín­dufti sam­kvæmt skýrslu UNODOC, en það er minnsta magn frá 1996 sam­kvæmt opin­berum töl­um.

Kóka­ín­löndin þrjúAf­gangur land­svæð­is­ins sem fer undir kóka­ín­fram­leiðslu er í Perú og Bólivíu, og á nokkrum öðrum stöðum á hásléttum And­es­fjalla í Suð­ur­-Am­er­íku sem til­heyra öðrum ríkj­um. Ræktun kóka­jurt­ar­innar hefur verið reynd víða um heim en hún hefur ekki breiðst mikið út. Þó eru skil­yrði til upp­rækt­unar í Suð­aust­ur-Afr­íku og í Asíu, einkum Taílandi, Kam­bó­díu og Víetnam. En eins og fyrr segir er hjarta kóka­ín­hag­kerf­is­ins, hvað fram­leiðslu varð­ar, fyrst og fremst í Kól­umbíu, Perú og Bólivíu.

Hinn harði heimur tekur viðÍ Suð­ur­-Am­er­íku er vinnsla úr kóka­jurt­inni við­ur­kenndur land­bún­aður á fyrstu stig­um, það er frum­vinnsla á lauf­unum sjálf­um. Sú vinna nýtur virð­ingar og fær að við­gang­ast svo til óáreitt. Aðgerðir til þess að draga úr land­flæmi sem fer undir kóka­jurta­ræktun hafa þó áhrif á umfang þess­arar vinnu, en bænd­urnir byggja vinnu sína á langri hefð. Hinn harði heimur kóka­ín­iðn­að­ar­ins má segja að taki við þegar úrvinnsla úr kóka­lauf­unum hefst og ólög­leg sala á kóka­íni, duft­inu sem unnið er úr jurt­inni, fer fram. Þá breyt­ist kóka­jurta­iðn­að­ur­inn úr við­ur­kenndum land­bún­aði í glæp­sam­lega iðju í Suð­ur­-Am­er­íku. Mörgum kann að virð­ast þetta und­ar­legt, það er að fram­leiðslan sjálf njóti verndar og fái þannig óáreitt að við­gang­ast og verða óhjá­kvæmi­lega und­ir­rót kóka­ín­hag­kerf­is­ins. En þetta er flókn­ara en svo, eins og skýrsla UNODOC sýnir glögg­lega.

Mikil eft­ir­spurn hjá vel stæðu fólkiSkipu­lögð glæp­a­starf­semi, sem veltir millj­örðum dala á ári, fer að mestu með sölu á kóka­ín­dufti til helstu mark­aðs­svæða. Stærsti ein­staki mark­að­ur­inn fyrir kókaín er í Banda­­ríkj­unum en áætlað er að á bil­inu 14 til 20 millj­ónir manna um allan heim neyti kóka­íns í mis­miklum mæli. Þar af er stór hluti í Banda­ríkj­unum eða um þrjár millj­ónir manna. Önnur helstu mark­aðs­svæði kóka­íns eru Mið-­Evr­ópa, einkum vel stætt fólk. Neysla er einnig nokkuð mikil í strand­ríkjum við Mið­jarð­ar­haf­ið, ekki fjarri stórum höfnum þar sem skip frá Suð­ur­-Am­er­íku koma til hafn­ar. Mesta hlut­falls­lega neyslan á kóka­íni er hins vegar mest í nágrenni við rækt­un­ar­­stað­ina í Suð­ur­-Am­er­íku og einnig í Mið-Am­er­íku, Mexíkó og nágrenni. Kókaín hefur lengi verið mark­aðs­sett fyrir vel stætt fólk og er oft nefnt fíkni­efni ríka fólks­ins. Ástæðan er sú að efnið er dýrt á smá­sölu­mark­aði og hefur það orð­spor víða að vera ekki „of skað­legt“ þrátt fyrir að rann­sóknir hafi marg­stað­fest hið gagn­stæða.

Brasilía nýja kóka­ín­landiðNeysla á kóka­íni hefur vaxið mikið í Bras­ilíu sam­hliða upp­gangi í efna­hags­lífi und­an­far­inn ára­tug. Brasilía þekur um helm­ing alls land­flæmis Suð­ur­-Am­er­íku og er lang­fjöl­menn­asta ríki álf­unnar með ríf­lega 200 millj­ónir íbúa. Landið á landa­mæri að höf­uð­ríkjum kóka­ín­fram­leiðsl­unn­ar, Kól­umbíu, Perú og Bólivíu, og í gegnum Bras­ilíu streymir mikið magn efna. Í skýrslu UNODOC segir að landið geti lítið gert til þess að stemma stigu við smygli á efnum til lands­ins umfram hefð­bundið landamæra­eft­ir­lit. Í ljósi mik­illar og vax­andi eft­ir­spurnar í land­inu eftir kóka­íni megi búast við enn umfangs­meiri skipu­lagðri glæp­a­starf­semi í land­inu á næstu árum. Neysla hefur sér­stak­lega auk­ist mikið meðal nem­enda í mennta­skólum og er sér­stak­lega vikið að þessu í skýrslu UNODOC. „Í nýlegri könnun á meðal mennta­skóla­nema í höf­uð­stöðum ríkja Bras­ilíu kemur fram að um þrjú pró­sent nem­enda hafi neytt kóka­íns,“ segir í skýrsl­unni. Þrjú pró­sent telst mjög hátt í alþjóð­legum sam­an­burði, en algeng við­miðun er á bil­inu 0,4 til 1 pró­sent. Allt yfir einu pró­senti af heild­ar­úr­taki telst mikið enda telst kókaín til harðra fíkni­efna þrátt fyrir að útbreiðsla þess sé mikil á meðal neyt­enda sem ekki telj­ast vera dæmi­gerðir fíkni­efna­neyt­end­ur.

Hafn­irnar skipta sköpumSam­hliða hinum mikla vexti efna­hags­lífs Bras­ilíu hefur upp­bygg­ing á hafn­ar­mann­virkjum verið gríð­ar­lega mik­il, ekki síst við Ríó. Þaðan fara stærstu flutn­inga­skipin til Evr­ópu, Asíu og Afr­íku. Í gegnum þessar flutn­inga­leiðir fer kóka­ín­duft til þess­ara svæða, þar sem glæpa­gengi taka við þeim og selja í smá­sölu, oftar en ekki eftir mikla útþynn­ingu. Í skýrslu UNODOC segir að kókaín sem selt er í smá­sölu sé í vax­andi mæli mikið útþynnt, enda hefur verið þrengt að frum­fram­leiðsl­unni á meðan neysla hefur staðið í stað eða auk­ist lítið eitt. Lög­reglu­að­gerðir víða um heim hafa auk þess sífellt orðið mark­viss­ari og hefur sam­vinna þvert á landa­mæri leitt til þess að hreint kókaín hefur verið hald­lagt mun víðar og oftar en reyndin var fyrir fáeinum árum.

Grimmdin oft nán­ast ólýs­an­legÞó að harð­vítug glæpa­gengi og fíkni­efna­smygl sé áber­andi í Mexíkó og í ríkjum Suð­ur­-Am­er­íku, ekki síst í tengslum við bar­áttu um smygl­leið­irnar inn í Banda­rík­in, er harkan mikil víða ann­ars stað­ar. Það versta er að lög­reglu­yf­ir­völd hafa litlum árangri náð í þess­ari bar­áttu þrátt fyrir að almenn vit­neskja um fíkni­efna­iðn­að­inn auk­ist ár frá ári. Með öðrum orðum er yfir­sýnin sífellt að verða betri og meiri um öll stig kóka­ín­iðn­að­ar­ins en neyslan minnkar ekk­ert, nema á stöku svæð­um, og glæp­irnir fylgja hvar sem stigið er nið­ur. Harkan í átök­unum hefur farið vax­andi, einkum vegna þess að skipu­lögð glæpa­sam­tök nýta hræðslu og ógn­anir til þess að halda völdum í þessum heimi án laga og reglna. Afhöfð­an­ir, lim­lest­ing­ar, mann­rán og lík­ams­árásir eru dag­legt brauð í þessum heimi og því miður eru aðrir hörmu­legir skipu­lagðir glæp­ir, eins og mansal, sam­ofnir þessum heimi. Starfs­hópur undir stjórn fram­kvæmda­stjóra UNODOC, Júrí Fedotov, skil­aði af sér skýrslu í tengslum við loka­skýrslu stofn­un­ar­innar fyrir árið 2014. Í henni kemur fram að „boð og bönn“ virki ekki sem skyldi og að stríð gegn fíkni­efna­gengjum skili litlum sem engum árangri. Þá tak­ist ekki að upp­ræta land­læga spill­ingu nálægt helstu fram­leiðslu­svæðum kóka­íns í Suð­ur­-Am­er­íku og meðan svo sé verði erfitt að ná tökum á helstu svæðum þar sem gengin starfi og skipu­leggi starf­semi sína. Breyta þurfi um aðferða­fræði og ein­blína á for­varnir og upp­lýs­ingu. Marg­sannað sé að fíkni­efni eins og kókaín séu heilsu­spill­andi og stór­hættu­leg. Hamra þurfi á þessum skila­boðum í gegnum skipu­lagt starf og reyna þannig með lang­tíma­mark­mið að leið­ar­ljósi að draga úr eft­ir­spurn eftir þessum vágesti í sam­fé­lagi manna sem kóka­ínið er.

Þetta er styttri útgáfa af umfjöll­un­inni. Hana má finna í fullri lengd í Kjarn­anum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None