Kolbeinn Proppé hættir á Fréttablaðinu

kolbeinn.jpg
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, blaða­maður og leið­ara­höf­undur á Frétta­blað­inu, hefur sagt upp störf­um hjá 365 og hætt­ir um næstu mán­að­ar­mót. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Kol­beinn ástæð­una vera sprota­fyr­ir­tækið TukTuk Tours, sem hann stofn­aði nýlega ásamt öðr­um. Hann segir rekstur fyr­ir­tæk­is­ins og starf blaða­manns, sem bæði krefj­ist mik­ils tíma og fylgi mikið álag, ekki fara sam­an.

Kol­beinn hefur leitt umfjöllun Frétta­blaðs­ins um stjórn­mál um ára­bil, með hlé­um. Hann starf­aði hjá blað­inu frá 2008 til 2013 og réð sig þangað aftur í upp­hafi árs 2015. Kol­beinn var einnig hluti þess teymis sem fór yfir stjórn­mála­á­standið í sjón­varps­þætt­inum Umræðan á Stöð 2, sem Heiða Kristín Helga­dóttir stýrði, en hefur nú verið tek­inn af dag­skrá.

Jón Ásgeir gagn­rýndi Kol­bein opin­ber­lega



Jón Ásgeir Jóhann­es­son, sak­born­ingur í Aur­um-­mál­inu og eig­in­maður stærsta eig­anda 365-miðla, gangrýndi Kol­beinn harð­lega og sagði hann ­falla í „djúpan pytt yfir­borðs­blaða­mennsku“ í grein sem hann birtir á Vísi.is í apríl. Bæði Frétta­blaðið og Vís­ir.is eru í eigu 365-miðla. ­Grein Jóns Ásgeirs var skrifuð í kjöl­far þess að Kol­beinn gagn­rýndi hann fyrir grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu nokkrum dögum áður­ þar sem hann sagði ákæru­valdið ætla að „koma mér í fang­elsi hvað sem það kostar“. Þar stóð að á­kæru­valdið hefði eytt millj­örðum króna af fé íslenskra skatt­greið­enda síð­ustu 13 ár til að reyna að reyna að finna ein­hvern glæp svo hægt sé að taka hann úr umferð. Í grein­inni sagði Jón Ásgeir sér­stakan sak­sókn­ara vera óheið­ar­legan emb­ætt­is­mann sem hefði fengið að ljúga með blessun Hæsta­rétt­ar. Vís­aði hann þar til þess að Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, sagð­ist ekki hafa vitað að Sverris Ólafs­son, einn með­dóm­ara í Aur­um-­mál­inu, sé bróðir Ólafs Ólafs­son­ar, sem var dæmdur til þungrar refs­ingar í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða.

Kol­beinn setti gagn­rýni sína fram í dálk­inum „Frá degi til dags“ í Frétta­blað­inu í lok apr­íl. Þar sagði Kol­beinn Jón Ásgeir hafa málað upp mynd af nið­ur­stöðu Hæsta­réttar í sínum eigin lit­um. Og að sú mynd væri röng. „Á grein Jóns Ásgeirs er hins veg­ar ekki annað að skilja en að dóms­­kerfið í heild sinni starfi í og með til að koma hon­um í fang­elsi. Ensk­ur máls­hátt­ur seg­ir eitt­hvað á þá leið að ef það geng­ur eins og önd og hljóm­­ar eins og önd þá sé lík­­­leg­­ast um önd að ræða. Þann ágæta máls­hátt má heim­­færa á væn­i­­sýki[…]Ef Jón Ásgeir vill kenna ein­hverj­um um að Hæstirétt­ur vís­aði mál­inu heim í hérað er Sverr­ir Ólafs­­son nær­tæk­­asti kost­­ur­inn. Um­­mæl­in sem Hæstirétt­ur bygg­ir nið­ur­­­stöðu sína á lét hann falla í við­tali við RÚV og þar sak­aði hann sér­­stak­an sak­­sókn­­ara um „ör­vænt­ing­­ar­­full­ar og jafn­­vel óheið­ar­leg­ar aðgerð­ir“ og ým­is­­legt fleira. Sag­an á mög­u­­lega eft­ir að dæma það sem eitt af verstu við­töl­un­um, að minnsta kosti hafði það tölu­verðan kostnað í för með sér þar sem nú hefst mála­­rekst­ur á ný,“ sagði Kol­beinn.

Auglýsing

Jón Ásgeir sagði Kol­bein hafa fallið í  „djúpan pytt yfir­borðs­blaða­mennsku“ með skrifum sín­um. Í yfir­borðs­blaða­mennsku fælist að „blaða­menn ­skrifa fréttir án þess að reyna að gægj­ast undir yfir­borðið til að koma auga á kjarna máls­ins. Oft felur þetta í sér að blaða­menn taka gagn­rýn­is­laust við texta frá þriðja aðila og birta. Ein­hverjir hafa kallað slíka blaða­mennsku „krana­blaða­mennsku".

For­sæt­is­ráð­herra sagði Kol­bein full­trúa stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna



Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur líka gagn­rýnt Kol­bein opin­ber­lega. Í byrjun júlí kall­aði hann tvo blaða­menn Frétta­blaðs­ins, Kol­bein og Snærós Sindra­dótt­ur, full­trúa stjórn­ar­and­stöðu­flokka í kjall­ara­grein í Frétta­blað­inu. Í grein­inni fjall­aði for­sæt­is­ráð­herra um leið­rétt­ing­una svoköll­uðu, nið­ur­færslu á höf­uð­stól verð­tryggðra hús­næð­is­lána hjá 94 þús­und ein­stak­lingum um 80 millarða króna, sem hann sagði að vel hafi tek­ist til með.

Sig­mundur Davíð sagði síðan að full­trúar stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna „hvort heldur þeir tjá sig á þingi eða á leið­ar­a­síðu Frétta­blaðs­ins, eiga erfitt með að sætta sig við vel­heppn­aða leið­rétt­ingu. Tveir hinna her­skárri skrifa um málið á síð­unni í gær. Stjórn­ar­and­stöðu­dálk­ur­inn „Frá degi til dags“ heldur fram þeim hreinu ósann­indum að leið­rétt­ingin renni að mestu til hátekju­fólks (raunin er þver­öfug -ólíkt 110% leið­inni) og í leið­ara er full­yrt að fjár­magn til leið­rétt­ing­ar­innar hafi ekki verið sótt til kröfu­hafa eins og lofað hafði ver­ið. Hvernig menn geta fengið þetta út er mér hulin ráð­gáta. Banka­skattur á slitabú fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja var lagður á til að brúa það bil í tíma sem yrði á milli lausnar á vanda þjóð­ar­bús­ins vegna slita­búa bank­anna og leið­rétt­ing­ar­inn­ar.“

Kol­beinn skrif­aði leiðar­ann sem for­sæt­is­ráð­herra gagn­rýndi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None