Kolbeinn Proppé hættir á Fréttablaðinu

kolbeinn.jpg
Auglýsing

Kolbeinn Óttarsson Proppé, blaðamaður og leiðarahöfundur á Fréttablaðinu, hefur sagt upp störfum hjá 365 og hættir um næstu mánaðarmót. Í samtali við Kjarnann segir Kolbeinn ástæðuna vera sprotafyrirtækið TukTuk Tours, sem hann stofnaði nýlega ásamt öðrum. Hann segir rekstur fyrirtækisins og starf blaðamanns, sem bæði krefjist mikils tíma og fylgi mikið álag, ekki fara saman.

Kolbeinn hefur leitt umfjöllun Fréttablaðsins um stjórnmál um árabil, með hléum. Hann starfaði hjá blaðinu frá 2008 til 2013 og réð sig þangað aftur í upphafi árs 2015. Kolbeinn var einnig hluti þess teymis sem fór yfir stjórnmálaástandið í sjónvarpsþættinum Umræðan á Stöð 2, sem Heiða Kristín Helgadóttir stýrði, en hefur nú verið tekinn af dagskrá.

Jón Ásgeir gagnrýndi Kolbein opinberlega


Jón Ásgeir Jóhannesson, sakborningur í Aurum-málinu og eiginmaður stærsta eiganda 365-miðla, gangrýndi Kolbeinn harðlega og sagði hann falla í „djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku“ í grein sem hann birtir á Vísi.is í apríl. Bæði Fréttablaðið og Vísir.is eru í eigu 365-miðla. Grein Jóns Ásgeirs var skrifuð í kjölfar þess að Kolbeinn gagnrýndi hann fyrir grein sem birtist í Fréttablaðinu nokkrum dögum áður þar sem hann sagði ákæruvaldið ætla að „koma mér í fangelsi hvað sem það kostar“. Þar stóð að ákæruvaldið hefði eytt milljörðum króna af fé íslenskra skattgreiðenda síðustu 13 ár til að reyna að reyna að finna einhvern glæp svo hægt sé að taka hann úr umferð. Í greininni sagði Jón Ásgeir sérstakan saksóknara vera óheiðarlegan embættismann sem hefði fengið að ljúga með blessun Hæstaréttar. Vísaði hann þar til þess að Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist ekki hafa vitað að Sverris Ólafsson, einn meðdómara í Aurum-málinu, sé bróðir Ólafs Ólafssonar, sem var dæmdur til þungrar refsingar í Al Thani-málinu svokallaða.

Kolbeinn setti gagnrýni sína fram í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu í lok apríl. Þar sagði Kolbeinn Jón Ásgeir hafa málað upp mynd af niðurstöðu Hæstaréttar í sínum eigin litum. Og að sú mynd væri röng. „Á grein Jóns Ásgeirs er hins veg­ar ekki annað að skilja en að dóms­kerfið í heild sinni starfi í og með til að koma hon­um í fang­elsi. Ensk­ur máls­hátt­ur seg­ir eitt­hvað á þá leið að ef það geng­ur eins og önd og hljóm­ar eins og önd þá sé lík­leg­ast um önd að ræða. Þann ágæta máls­hátt má heim­færa á væn­i­sýki[…]Ef Jón Ásgeir vill kenna ein­hverj­um um að Hæstirétt­ur vísaði mál­inu heim í hérað er Sverr­ir Ólafs­son nær­tæk­asti kost­ur­inn. Um­mæl­in sem Hæstirétt­ur bygg­ir niður­stöðu sína á lét hann falla í viðtali við RÚV og þar sakaði hann sér­stak­an sak­sókn­ara um „ör­vænt­ing­ar­full­ar og jafn­vel óheiðarleg­ar aðgerðir“ og ým­is­legt fleira. Sag­an á mögu­lega eft­ir að dæma það sem eitt af verstu viðtöl­un­um, að minnsta kosti hafði það tölu­verðan kostnað í för með sér þar sem nú hefst mála­rekst­ur á ný,“ sagði Kolbeinn.

Auglýsing

Jón Ásgeir sagði Kolbein hafa fallið í  „djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku“ með skrifum sínum. Í yfirborðsblaðamennsku fælist að „blaðamenn skrifa fréttir án þess að reyna að gægjast undir yfirborðið til að koma auga á kjarna málsins. Oft felur þetta í sér að blaðamenn taka gagnrýnislaust við texta frá þriðja aðila og birta. Einhverjir hafa kallað slíka blaðamennsku „kranablaðamennsku".

Forsætisráðherra sagði Kolbein fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur líka gagnrýnt Kolbein opinberlega. Í byrjun júlí kallaði hann tvo blaðamenn Fréttablaðsins, Kolbein og Snærós Sindradóttur, fulltrúa stjórnarandstöðuflokka í kjallaragrein í Fréttablaðinu. Í greininni fjallaði forsætisráðherra um leiðréttinguna svokölluðu, niðurfærslu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána hjá 94 þúsund einstaklingum um 80 millarða króna, sem hann sagði að vel hafi tekist til með.

Sigmundur Davíð sagði síðan að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna „hvort heldur þeir tjá sig á þingi eða á leiðarasíðu Fréttablaðsins, eiga erfitt með að sætta sig við velheppnaða leiðréttingu. Tveir hinna herskárri skrifa um málið á síðunni í gær. Stjórnarandstöðudálkurinn „Frá degi til dags“ heldur fram þeim hreinu ósannindum að leiðréttingin renni að mestu til hátekjufólks (raunin er þveröfug -ólíkt 110% leiðinni) og í leiðara er fullyrt að fjármagn til leiðréttingarinnar hafi ekki verið sótt til kröfuhafa eins og lofað hafði verið. Hvernig menn geta fengið þetta út er mér hulin ráðgáta. Bankaskattur á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja var lagður á til að brúa það bil í tíma sem yrði á milli lausnar á vanda þjóðarbúsins vegna slitabúa bankanna og leiðréttingarinnar.“

Kolbeinn skrifaði leiðarann sem forsætisráðherra gagnrýndi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None