Tilnefningar til Nexpo verðlaunanna liggja fyrir, og nú er hægt að kjósa á milli þeirra hér á Kjarnanum. Nexpo verðlaunahátíðin fer fram í Bíó Paradís þann 27. mars næstkomandi.
Verðlaun verða veitt í átta flokkum, þar af tveimur nýjum flokkum: sprotafyrirtæki ársins verður valið og besti markaðsárangur sprotafyrirtækis sömuleiðis. Aðrir verðlaunaflokkar eru vefhetjan, app ársins, vefur, herferð og stafrænt markaðsstarf ársins. Þá verður besta óhefðbundna auglýsing ársins verðlaunuð.
Sigurvegarar verða valdir í netkosningu, sem nú er hafin, og með atkvæðum dómnefndar sem vegut til helmings á móti netkosningunni.
Nexpo verðlaunahátíðin er nú haldin í fimmta sinn, en tæknivefurinnSimon hefur tekið við hátíðinni. Simon mun annast framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við Kjarnann og Klak Innovit.