Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, mun síðar í dag boða til kosninga í landinu þann 20. september næstkomandi. Þetta gerir forsætisráðherrann til að bregðast við uppreisn innan stjórnarflokksins Syriza í tengslum við neyðarlánapakkann sem grísk stjórnvöld sömdu við lánadrottna sína. Fyrsta greiðslan úr þessum þriðja neyðarlánapakka til Grikklands barst í morgun, þrettán milljarðar evra, og Grikkir greiddu strax í kjölfarið afborgun af láni til Seðlabanka Evrópu.
Fréttastofa BBC greinir frá fyrirhugaðri tilkynningu Tsipras en háværar sögusagnir hafa verið síðustu daga og klukkustundir um að hann boði til kosninga.
Greek PM Tsipras informing party leaders of his decision to head for snap elections. Ballot date likely to be Sept 20, sources say #Greece
Auglýsing
— Kathimerini English (@ekathimerini) August 20, 2015
Gríska stjórnarskráin gerir ráð fyrir að sitjandi stjórnvöld segi af sér og tímabundinn forsætisráðherra er skipaður fram yfir kosningar, þar til búið er að skipa nýjan forsætisráherra. Lögum samkvæmt tekur forseti Hæstaréttar Grikklands við embætti forsætisráðherra tímabundið.
Þann 1. júlí síðastliðinn varð Vassiliki Thanou-Chritophilou forseti Hæstaréttar og yrði hún fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Grikklands.