Sprengingar og skothvellir heyrðust fyrir skömmu úr prentverksmiðjunni í Dammartin-en-Goele í Frakklandi, þar sem bræðurnir Said og Cherif Kouachi hafa haldið einum manni í gíslingu í allan dag. Samkvæmt frönskum miðlum voru bræðurnir drepnir í aðgerðum lögreglu og gísl þeirra frelsaður.
Bræðurnir voru grunaðir um að myrða tólf manns á og við ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París á miðvikudag.
Skömmu eftir aðgerðirnar í Dammartin heyrðust sex sprengingar við verslunina í París þar sem Amedy Coulibaly og Hayat Boumeddiene höfðu haldið minnst sex manns í gíslingu í dag. Þau eru grunuð um að hafa myrt lögreglukonu í París í gær. Öll þessi mál eru talin hluti af samhæfðum hryðjuverkum.
AFP segir að nokkrir gíslar hafi verið frelsaðir í þeim aðgerðum. Sky News segir að tveir lögreglumenn hafi særst í aðgerðunum.
BREAKING Several hostages freed at Jewish supermarket in Paris: AFP
— Agence France-Presse (@AFP) January 9, 2015
Sky News er með beina útsendingu af atburðunum og hér má fylgjast með útsendingunni.
Þessi frétt verður uppfærð eftir því sem málinu vindur fram.
http://youtu.be/VYlQJbsVs48