Krefjast afstöðu formanns FRÍ í maraþonmáli

14708528389-d356155c43-h-1.jpg
Auglýsing

Lind Freyju­dótt­ir, sam­býl­is­kona hlauparans Pét­urs Sturlu ­Bjarna­son­ar, hefur sent Ein­ari Vil­hjálms­syni, nýkjörnum for­manni Frjáls­í­þrótta­sam­ands Íslands, bréf þar sem hún krefst afstöðu hans í mara­þon­mál­inu svo­kall­aða. Lind kærði, í umboði sam­býl­is­manns síns, Arnar Pét­urs­son Íslands­meist­ara karla í mara­þoni og sak­aði hann um svind­l í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu, sem fram fór þann 23. ágúst síð­ast­lið­inn. Kjarn­inn hefur fyrr­greind bréf undir hönd­um.

Kæru vísað frá vegna form­gallaÁfrýj­un­ar­dóm­stóll Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands (ÍSÍ) tók ekki afstöðu til kæru­at­riða í mara­þon­mál­inu á dög­un­um. Í upp­haf­legri kæru máls­ins, sem send var yfir­dóm­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins eftir að hlaup­inu lauk, var Arnar sak­aður um að hafa notið lið­sinnis tveggja hjól­reiða­manna í hlaup­inu, sem hafi verið brot á reglum mara­þons­ins, og því bæri að ógilda þátt­töku­rétt hans í mara­þon­inu og svipta hann titl­in­um.

Í úrskurði yfir­dóm­nefndar var við­ur­kennt að reglur hlaups­ins hafi verið brotn­ar, Arn­ari hafi vissu­lega verið fylgt eftir af hjól­reiða­mönnum um þrjá fjórðu hluta hlaupa­leið­ar­inna, en kæru máls­ins var vísað frá þar sem ekki þótti sannað að umræddir hjól­reiða­menn hefðu aðstoðað Arnar í hlaup­inu. Auk þess hefði sigur hans verið það afger­andi í hlaup­inu að fylgd hjól­reiða­mann­anna hefði ekki haft áhrif á úrslit hlaups­ins. Arnar var rúmum níu mín­útum á undan næsta Íslend­ing í hlaup­inu, sem var Pétur Sturla Bjarna­son.

Lind kærði nið­ur­stöðu yfir­dóm­nefndar til dóm­stóls ÍSÍ, sem stað­festi síðar nið­ur­stöðu dóm­nefnd­ar­innar og vís­aði mál­inu frá. Nið­ur­stöðu dóm­stóls ÍSÍ var þá áfrýjað til áfrýj­un­ar­dóm­stóls ÍSÍ. Þar var nið­ur­staðan sú að ekki hafi verið rétt í upp­hafi að kæra nið­ur­stöðu yfir­dóm­nefndar Reykja­vík­ur­mara­þons­ins til dóm­stóls ÍSÍ, þar sem Reykja­vík­ur­mara­þon­ið, eða Íþrótta­banda­lag Reykja­víkur (ÍBR) sem ann­ast fram­kvæmd hlaups­ins og yfir­dóm­nefndin heyrir und­ir­, hafi ekki verið aðili að mál­inu. Kærendum virð­ist því hafa orðið á mis­tök í mál­inu með því að skjóta ekki upp­runa­legu kæru máls­ins til dóm­stóls ÍSÍ. Mál­inu var því vísað frá enn á ný, núna sökum form­galla.

Auglýsing

Upp­haf­legir kærendur hyggj­ast ekki kæra meint svindl Arn­ars Pét­urs­sonar til dóm­stóls ÍSÍ og er mál­inu því lokið af þeirra hálfu.

Vísa í siða­reglur FRÍÍ fyrr­greind­u bréfi sem Lind Freyju­dóttir send­i ­for­manni FRÍ er vakin athygli for­manns­ins á siða­reglum frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins. Í bréf­inu er vísað til fjög­urra greina ­siða­regln­anna þar sem kveðið er á um að íþrótta­fólk virði alltaf reglur og venjur varð­andi heið­ar­leika (Fair Play) í íþrótt­um, fari ætíð að keppn­is­regl­um, virði tíma­mörk og önnur atriði varð­andi fram­kvæmd íþrótta­móta, sýni öðrum iðk­endum virð­ingu, jafn sam­herum sem keppi­naut­um, og sé ávallt til fyr­ir­myndar varð­andi fram­komu, jafnt utan vallar sem inn­an, og hafi hug­fast að það sé fyr­ir­mynd yngri iðk­enda.

Í nið­ur­lagi bréfs­ins til for­manns FRÍ seg­ir: "Spurn­ing mín er ein­föld: Hver er afstaða þín í þessu máli - er þetta fram­koma sem FRÍ stendur fyr­ir?"

Bréfið var sent Ein­ari Vil­hjálms­syni for­manni FRÍ 8. októ­ber síð­ast­lið­inn, en hann hefur ekki enn svarað bréf­inu.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None