„Sjokkerandi óviðeigandi“ tillaga að refsingu Pistoriusar

000-Par8001300.jpg
Auglýsing

Suð­ur­-a­fríski hlaupar­inn Oscar Pistor­ius ætti að sitja í stofu­fang­elsi í þrjú ár og sinna sam­fé­lags­þjón­ustu, segir starfs­maður fang­els­is­yf­ir­valda í Suð­ur­-Afr­íku sem gaf álit fyrir dómi Pretoríu í dag. Á allra næstu dögum verður refs­ing yfir Pistor­ius ákveðin en hann myrti unn­ustu sína á heim­ili þeirra í febr­úar 2013.

Joe Mar­inga, starfs­maður fang­els­is­yf­ir­valda, sagði hlauparann „hafa gott af leið­bein­andi fanga­vist“ og að þessi refs­ing mundi gefa honum tæki­færi til að end­ur­reisa og laga hegðun sína.“ Mar­inga lagði svo til að hann mundi fá sam­fé­lags­þjónstu­verk­efni sem fælu í sér að sópa götur fyrir utan söfn í Pretoríu og þannig gæti hann byrjað að æfa og keppa í íþróttum á ný.

Gerrie Nel, rík­is­sak­sókn­ari í Suð­ur­-Afr­íku sem rekur málið gegn Pistor­i­usi, var mikið niðri fyrir og lýsti til­lögu Mar­inga sem „sjokker­andi óvið­eig­andi“ enda væri það engin refs­ing. Ákæru­valdið krefst hins vegar langrar fang­els­is­vistar yfir Pistor­i­us. The Guar­dian greinir frá því að faðir Reevu Steen­kamp, unn­ustu Pistor­i­us­ar, hafi grafið and­lit sitt í höndum sér og að vinir hennar og kunn­ingjar hafi hrist haus­inn á meðan Mar­inga lýsti til­lögu sinni.

Auglýsing

htt­p://www.youtu­be.com/watch?v=GjJRQi7OIWo

Hægt er að fylgj­ast með dóm­hald­inu í beinni útsend­ingu í spil­ar­anum hér.

Upp­lifir sig alger­lega einskis nýtanThokozile Masipa, dóm­ari í mál­inu, hlust­aði í dag á mál­flutn­ing á­kærða, ákæru­valds­ins, sál­fræð­ingum og fang­els­is­yf­ir­völd­um. Hún mun í kjöl­farið kveða upp úrskurð sinn í mál­inu.

Lore Hartzen­berg, sál­fræð­ingur Pistor­i­us­ar, gaf vitn­is­burð sinn í morg­un. Hún hefur sinnt Pistor­i­usi síðan eftir morðið og lýsti því sál­fræði­tím­um þeirra þar sem hlaupar­inn hafi grát­ið, kastað upp, svitnað og gengið ráð­villtur um gólf. Jafn­framt segir hún tæki­færi hans til að jafna sig eftir atburð­inn hafa verið eyði­lagt af „illum fjöl­miðl­u­m“.

„[Pi­stor­i­us] á að öllum lík­indum ekki eftir að jafna sig af atvik­inu ... Herra Pistor­ius upp­lifir sjálfan sig alger­lega einskis nýt­an,“ sagði Hartzen­berg. Sak­sókn­ari gagn­rýndi hins vegar nið­ur­stöður sál­fræð­ings­ins og sagði Pistor­ius að öllum lík­indum enn hafa tæki­færi til að byggja upp líf sitt og halda áfram með hlaupa­fer­il­inn. „Nú erum við fást við nið­ur­brot­inn mann, en hann er enn á líf­i.“

Rík­is­sak­sókn­ar­inn á enn eftir að kalla til tvö vitni til að styðja við til­lögur sínar um fang­els­is­vist sem er að hámarki 15 ár. Í sept­em­ber tók Masipa afstöðu til raka sak­sókn­ara og sagði ákæru­valdið ekki hafa fært sönnur á að Pistor­ius hafi deytt Steen­kamp af yfir­lögðu ráði. Pistor­ius heldur því fram að hann hafi haldið mann­eskj­una á bað­her­berg­inu vera inn­brots­þjóf og þess vegna skotið á bað­her­berg­is­dyrnar með skamm­byssu sinni.

Fái Pistor­ius ekki dæmda á sig fang­els­is­vist er lík­legt að það muni vekja óánægju almenn­ings í Suð­ur­-Afr­íku. Enn telja svartir Suð­ur­-Afr­íku­búar að auð­ugt hvítt fólk fái auð­veld­ari með­ferð fyrir dóms­stól­um, jafn­vel þó 20 ár séu liðin frá enda­lokum aðskiln­að­ar­stefn­unnar í Suð­ur­-Afr­íku.

Í sam­tali við Reuters sagði Mildred Leka­laka­la, með­limur í kvenna­hreyf­ingu Afr­íku­þings­ins að þegar öllu væri á botn­inn hvolft hefði ung kona verið myrt og að „ein­hver hljót­i að vera ábyrg­ur“. Masipa mun að öllum lík­indum taka ákvörðun á allra næstu dög­um. Ekki er hægt að áfrýja mál­inu fyrr en dóm­hald­inu hefur verið lokið og úrskurður dóm­ara liggur fyr­ir. Ákæru­valdið getur því enn áfrýjað úrskurði dóm­ar­ans um að ekki hafi verið um morð að yfir­lögðu ráði að ræða.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None