„Sjokkerandi óviðeigandi“ tillaga að refsingu Pistoriusar

000-Par8001300.jpg
Auglýsing

Suð­ur­-a­fríski hlaupar­inn Oscar Pistor­ius ætti að sitja í stofu­fang­elsi í þrjú ár og sinna sam­fé­lags­þjón­ustu, segir starfs­maður fang­els­is­yf­ir­valda í Suð­ur­-Afr­íku sem gaf álit fyrir dómi Pretoríu í dag. Á allra næstu dögum verður refs­ing yfir Pistor­ius ákveðin en hann myrti unn­ustu sína á heim­ili þeirra í febr­úar 2013.

Joe Mar­inga, starfs­maður fang­els­is­yf­ir­valda, sagði hlauparann „hafa gott af leið­bein­andi fanga­vist“ og að þessi refs­ing mundi gefa honum tæki­færi til að end­ur­reisa og laga hegðun sína.“ Mar­inga lagði svo til að hann mundi fá sam­fé­lags­þjónstu­verk­efni sem fælu í sér að sópa götur fyrir utan söfn í Pretoríu og þannig gæti hann byrjað að æfa og keppa í íþróttum á ný.

Gerrie Nel, rík­is­sak­sókn­ari í Suð­ur­-Afr­íku sem rekur málið gegn Pistor­i­usi, var mikið niðri fyrir og lýsti til­lögu Mar­inga sem „sjokker­andi óvið­eig­andi“ enda væri það engin refs­ing. Ákæru­valdið krefst hins vegar langrar fang­els­is­vistar yfir Pistor­i­us. The Guar­dian greinir frá því að faðir Reevu Steen­kamp, unn­ustu Pistor­i­us­ar, hafi grafið and­lit sitt í höndum sér og að vinir hennar og kunn­ingjar hafi hrist haus­inn á meðan Mar­inga lýsti til­lögu sinni.

Auglýsing

htt­p://www.youtu­be.com/watch?v=GjJRQi7OIWo

Hægt er að fylgj­ast með dóm­hald­inu í beinni útsend­ingu í spil­ar­anum hér.

Upp­lifir sig alger­lega einskis nýtanThokozile Masipa, dóm­ari í mál­inu, hlust­aði í dag á mál­flutn­ing á­kærða, ákæru­valds­ins, sál­fræð­ingum og fang­els­is­yf­ir­völd­um. Hún mun í kjöl­farið kveða upp úrskurð sinn í mál­inu.

Lore Hartzen­berg, sál­fræð­ingur Pistor­i­us­ar, gaf vitn­is­burð sinn í morg­un. Hún hefur sinnt Pistor­i­usi síðan eftir morðið og lýsti því sál­fræði­tím­um þeirra þar sem hlaupar­inn hafi grát­ið, kastað upp, svitnað og gengið ráð­villtur um gólf. Jafn­framt segir hún tæki­færi hans til að jafna sig eftir atburð­inn hafa verið eyði­lagt af „illum fjöl­miðl­u­m“.

„[Pi­stor­i­us] á að öllum lík­indum ekki eftir að jafna sig af atvik­inu ... Herra Pistor­ius upp­lifir sjálfan sig alger­lega einskis nýt­an,“ sagði Hartzen­berg. Sak­sókn­ari gagn­rýndi hins vegar nið­ur­stöður sál­fræð­ings­ins og sagði Pistor­ius að öllum lík­indum enn hafa tæki­færi til að byggja upp líf sitt og halda áfram með hlaupa­fer­il­inn. „Nú erum við fást við nið­ur­brot­inn mann, en hann er enn á líf­i.“

Rík­is­sak­sókn­ar­inn á enn eftir að kalla til tvö vitni til að styðja við til­lögur sínar um fang­els­is­vist sem er að hámarki 15 ár. Í sept­em­ber tók Masipa afstöðu til raka sak­sókn­ara og sagði ákæru­valdið ekki hafa fært sönnur á að Pistor­ius hafi deytt Steen­kamp af yfir­lögðu ráði. Pistor­ius heldur því fram að hann hafi haldið mann­eskj­una á bað­her­berg­inu vera inn­brots­þjóf og þess vegna skotið á bað­her­berg­is­dyrnar með skamm­byssu sinni.

Fái Pistor­ius ekki dæmda á sig fang­els­is­vist er lík­legt að það muni vekja óánægju almenn­ings í Suð­ur­-Afr­íku. Enn telja svartir Suð­ur­-Afr­íku­búar að auð­ugt hvítt fólk fái auð­veld­ari með­ferð fyrir dóms­stól­um, jafn­vel þó 20 ár séu liðin frá enda­lokum aðskiln­að­ar­stefn­unnar í Suð­ur­-Afr­íku.

Í sam­tali við Reuters sagði Mildred Leka­laka­la, með­limur í kvenna­hreyf­ingu Afr­íku­þings­ins að þegar öllu væri á botn­inn hvolft hefði ung kona verið myrt og að „ein­hver hljót­i að vera ábyrg­ur“. Masipa mun að öllum lík­indum taka ákvörðun á allra næstu dög­um. Ekki er hægt að áfrýja mál­inu fyrr en dóm­hald­inu hefur verið lokið og úrskurður dóm­ara liggur fyr­ir. Ákæru­valdið getur því enn áfrýjað úrskurði dóm­ar­ans um að ekki hafi verið um morð að yfir­lögðu ráði að ræða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None