"Við erum að fara á stórmót í fyrsta skipti, það er klárt"

9954443664-2a382dd2b2-z.jpg
Auglýsing

Mikil eft­ir­vænt­ing ríkir fyrir viður­eign íslenska karla­lands­liðs­ins í fót­bolta við það hol­lenska, sem fram fer á Laug­ar­dals­vell­inum í kvöld. Um er að ræða þriðja leik lið­anna í A-riðli for­keppni Evr­ópu­meist­ara­móts­ins í knatt­spyrnu, sem fram fer í Frakk­landi árið 2016. Ísland trónir á toppi rið­ils­ins með fullt hús stiga eftir frækna sigra á Tyrkjum og Lett­um, sem báðir lykt­uðu 3-0.

Tólfan, stuðn­ings­sveit íslenska lands­liðs­ins í knatt­spyrnu, hyggst fjöl­menna í N-hólf "nýju" stúkunnar í kvöld sem endranær. "Maður er við það að fríka út," segir Styrmir Gísla­son for­maður og annar stofn­enda Tólf­unnar í sam­tali við Kjarn­ann.

Vildu breyta ­stemmn­ing­unni í stúkunniTólfan var stofnuð árið 2007 af Styrmi og Grét­ari Erni Eiríks­syni. "Við fórum á leik gegn Lett­um, minnir að það hafi verið árið 2006 eða 2007. Við töp­uðum leiknum og það voru svona fjórir eða fimm Lettar í stúkunni sem hrein­lega eign­uðu sér Laug­ar­dals­völl­inn. Við Grétar hertum okkur upp og görg­uðum eitt­hvað á móti Lett­un­um, en fengum þá óþægi­legt augna­ráð frá öðrum vall­ar­gestum fyrir að vera að æpa eitt­hvað á þjóð­ar­leik­vang­in­um. Þá hugs­uðum við með okkur að þetta gengi auð­vitað ekki."

"Við töp­uðum leiknum og það voru svona fjórir eða fimm Lettar í stúkunni sem hrein­lega eign­uðu sér Laug­ar­dals­völl­inn. Við Grétar hertum okkur upp og görg­uðum eitt­hvað á móti Lett­un­um, en fengum þá óþægi­legt augna­ráð frá öðrum vall­ar­gestum fyrir að vera að æpa eitt­hvað á þjóð­ar­leik­vang­in­um. Þá hugs­uðum við með okkur að þetta gengi auð­vitað ekki."

Auglýsing

Styrmir og Grétar hófu þá leit að fólki til að stofna stuðn­ings­sveit fyrir íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta. "Það gekk ótrú­lega vel, og Tólfan setti mæt­ing­ar­met í leik á móti Spán­verj­um, þegar Eyjólfur Sverr­is­son var með lið­ið. Það gekk kannski ekk­ert voða­lega vel hjá lands­lið­inu á þessum tíma, en það var alltaf gleði hjá Tólf­unn­i."

"Lars og Heimir vildu fá Tólf­una sína aft­ur"Dap­urt gengi lands­liðs­ins undir stjórn Eyj­ólfs og svo Ólafs Jóhann­es­sonar dró kraft­inn úr Tólf­unni, auk þess sem Styrmir flutti út á land og gat því ekki sinnt stuðn­ings­sveit­inni sem skyldi. Tólfan gekk svo í end­ur­nýjun líf­daga eftir að Lars Lag­er­bäck og Heimir Hall­gríms tóku við íslenska lands­lið­inu. "Heimir hringdi í mig og boð­aði mig á fund með sér og Lars. Ég átti frá­bæran fund með þeim, en þeir vildu fá Tólf­una sína aft­ur," segir Styrm­ir. "Þeir gerðu sér grein fyrir hversu vel þetta helst í hendi, góður stuðn­ingur og vel­gengni. Hversu mik­il­vægt það er að hafa ein­hverja með sér í liði á pöll­un­um. Þeir báðu okkur um að keyra þetta aftur í gang, sem og við gerð­u­m."

Síðan þá hefur Tólfan verið áber­andi í stúkunni, og vel­gengni lands­liðs­ins hefur vissu­lega haft sitt að segja með áhuga fólks á að ganga til liðs við stuðn­ings­veit­ina. "Maður finnur hvað það er auð­velt núna að peppa menn upp í þetta. Lands­liðs­menn­irnir þurfa ekki annað en að minn­ast á okkur í við­töl­um, sem þeir hafa gert, og að stuðn­ingur okkar skipti þá máli. Það eru verð­launin okk­ar," segir Styrm­ir.

Selja treyjur til að eiga fyrir gjall­ar­hornum og trommu­skinniTólfan heldur ekki félaga­tal en selur sér­stakar stuðn­ings­manna­treyj­ur, en seldar treyjur í dag eru hátt í þrjú hund­ruð tals­ins. Styrkt­ar­að­ilar Tólf­unnar nið­ur­greiða treyj­urn­ar, en lítil hluti and­virð­is­ins rennur til stuðn­ings­sveit­ar­inn­ar. "Þetta er bara smá pen­ingur sem við þurfum til að halda utan um batt­er­í­ið, kaupa gjall­ar­horn og ný trommu­skinn. Við fáum ekk­ert per­sónu­lega í okkar hlut, við sem erum að halda utan um þetta," segir Styrm­ir.

Þegar Tólfan var í fæð­ingu, fór Styrmir á fund for­ráða­manna KSÍ til að kynna þeim hug­mynd­ina og leita eftir stuðn­ingi. "Þeir höfðu miklar efa­semdir um að þetta myndi virka, þetta hefði verið reynt áður og aldrei gengið almenni­lega. Þeir voru hins vegar til­búnir að gefa okkur afslátt á mið­um. Í dag hafa þeir séð ljósið og við njótum vel­vildar þeirra varð­andi miða­sölu og svo­leið­is."

Hand­viss um að íslenska lands­liðið sé á leið á stór­mót í fyrsta skiptiÍs­lenska karla­lands­liðið hefur tvisvar att kappi við það hol­lenska á und­an­förnum árum. Í hrun­leiknum svo­kall­aða, sem fram fór 11. októ­ber 2008 í Rott­er­dam, tap­aði íslenska lands­liðið fyrir Hol­lend­ingum 2-0 í und­ankeppni HM 2010. Óánægðir við­skipta­vinir Lands­bank­ans voru áber­andi á pöll­unum í þeim leik, og kröfð­ust þess að Íslend­ingar stæðu við skuld­bind­ingar sínar vegna Ices­a­ve. Síð­ari leikur þjóð­anna í und­ankeppni HM fór fram á Laug­ar­dals­velli 6. júní 2009, en sá leikur lyktaði með 2-1 sigri Hol­lend­inga. Til marks um end­ur­nýj­un­ina sem hefur átt sér stað í íslenska karla­lands­lið­inu á síð­ustu árum, er útlit fyrir að engin leik­maður sem byrj­aði leik­inn gegn Hol­lend­ingum árið 2009, verði í byrj­un­ar­liði Íslands í kvöld.

Stuðningsmenn hollenska landsliðsins hafa verið áberandi í miðbæ Reykjavíkur í dag. Stuðn­ings­menn hol­lenska lands­liðs­ins hafa verið áber­andi í miðbæ Reykja­víkur í dag.

"Ég er búinn að spá því að leik­ur­inn í kvöld fari 2-2. Ég held að við gerum jafn­tefli við Hol­lend­inga í báðum leikj­unum okkar við þá í riðl­in­um, og við förum upp úr riðl­in­um. Við erum að fara á stór­mót í fyrsta skipti, það er klárt. Ég er hand­viss um það," segir Styrmir Gísla­son for­maður Tólf­unn­ar.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None