"Við erum að fara á stórmót í fyrsta skipti, það er klárt"

9954443664-2a382dd2b2-z.jpg
Auglýsing

Mikil eft­ir­vænt­ing ríkir fyrir viður­eign íslenska karla­lands­liðs­ins í fót­bolta við það hol­lenska, sem fram fer á Laug­ar­dals­vell­inum í kvöld. Um er að ræða þriðja leik lið­anna í A-riðli for­keppni Evr­ópu­meist­ara­móts­ins í knatt­spyrnu, sem fram fer í Frakk­landi árið 2016. Ísland trónir á toppi rið­ils­ins með fullt hús stiga eftir frækna sigra á Tyrkjum og Lett­um, sem báðir lykt­uðu 3-0.

Tólfan, stuðn­ings­sveit íslenska lands­liðs­ins í knatt­spyrnu, hyggst fjöl­menna í N-hólf "nýju" stúkunnar í kvöld sem endranær. "Maður er við það að fríka út," segir Styrmir Gísla­son for­maður og annar stofn­enda Tólf­unnar í sam­tali við Kjarn­ann.

Vildu breyta ­stemmn­ing­unni í stúkunniTólfan var stofnuð árið 2007 af Styrmi og Grét­ari Erni Eiríks­syni. "Við fórum á leik gegn Lett­um, minnir að það hafi verið árið 2006 eða 2007. Við töp­uðum leiknum og það voru svona fjórir eða fimm Lettar í stúkunni sem hrein­lega eign­uðu sér Laug­ar­dals­völl­inn. Við Grétar hertum okkur upp og görg­uðum eitt­hvað á móti Lett­un­um, en fengum þá óþægi­legt augna­ráð frá öðrum vall­ar­gestum fyrir að vera að æpa eitt­hvað á þjóð­ar­leik­vang­in­um. Þá hugs­uðum við með okkur að þetta gengi auð­vitað ekki."

"Við töp­uðum leiknum og það voru svona fjórir eða fimm Lettar í stúkunni sem hrein­lega eign­uðu sér Laug­ar­dals­völl­inn. Við Grétar hertum okkur upp og görg­uðum eitt­hvað á móti Lett­un­um, en fengum þá óþægi­legt augna­ráð frá öðrum vall­ar­gestum fyrir að vera að æpa eitt­hvað á þjóð­ar­leik­vang­in­um. Þá hugs­uðum við með okkur að þetta gengi auð­vitað ekki."

Auglýsing

Styrmir og Grétar hófu þá leit að fólki til að stofna stuðn­ings­sveit fyrir íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta. "Það gekk ótrú­lega vel, og Tólfan setti mæt­ing­ar­met í leik á móti Spán­verj­um, þegar Eyjólfur Sverr­is­son var með lið­ið. Það gekk kannski ekk­ert voða­lega vel hjá lands­lið­inu á þessum tíma, en það var alltaf gleði hjá Tólf­unn­i."

"Lars og Heimir vildu fá Tólf­una sína aft­ur"Dap­urt gengi lands­liðs­ins undir stjórn Eyj­ólfs og svo Ólafs Jóhann­es­sonar dró kraft­inn úr Tólf­unni, auk þess sem Styrmir flutti út á land og gat því ekki sinnt stuðn­ings­sveit­inni sem skyldi. Tólfan gekk svo í end­ur­nýjun líf­daga eftir að Lars Lag­er­bäck og Heimir Hall­gríms tóku við íslenska lands­lið­inu. "Heimir hringdi í mig og boð­aði mig á fund með sér og Lars. Ég átti frá­bæran fund með þeim, en þeir vildu fá Tólf­una sína aft­ur," segir Styrm­ir. "Þeir gerðu sér grein fyrir hversu vel þetta helst í hendi, góður stuðn­ingur og vel­gengni. Hversu mik­il­vægt það er að hafa ein­hverja með sér í liði á pöll­un­um. Þeir báðu okkur um að keyra þetta aftur í gang, sem og við gerð­u­m."

Síðan þá hefur Tólfan verið áber­andi í stúkunni, og vel­gengni lands­liðs­ins hefur vissu­lega haft sitt að segja með áhuga fólks á að ganga til liðs við stuðn­ings­veit­ina. "Maður finnur hvað það er auð­velt núna að peppa menn upp í þetta. Lands­liðs­menn­irnir þurfa ekki annað en að minn­ast á okkur í við­töl­um, sem þeir hafa gert, og að stuðn­ingur okkar skipti þá máli. Það eru verð­launin okk­ar," segir Styrm­ir.

Selja treyjur til að eiga fyrir gjall­ar­hornum og trommu­skinniTólfan heldur ekki félaga­tal en selur sér­stakar stuðn­ings­manna­treyj­ur, en seldar treyjur í dag eru hátt í þrjú hund­ruð tals­ins. Styrkt­ar­að­ilar Tólf­unnar nið­ur­greiða treyj­urn­ar, en lítil hluti and­virð­is­ins rennur til stuðn­ings­sveit­ar­inn­ar. "Þetta er bara smá pen­ingur sem við þurfum til að halda utan um batt­er­í­ið, kaupa gjall­ar­horn og ný trommu­skinn. Við fáum ekk­ert per­sónu­lega í okkar hlut, við sem erum að halda utan um þetta," segir Styrm­ir.

Þegar Tólfan var í fæð­ingu, fór Styrmir á fund for­ráða­manna KSÍ til að kynna þeim hug­mynd­ina og leita eftir stuðn­ingi. "Þeir höfðu miklar efa­semdir um að þetta myndi virka, þetta hefði verið reynt áður og aldrei gengið almenni­lega. Þeir voru hins vegar til­búnir að gefa okkur afslátt á mið­um. Í dag hafa þeir séð ljósið og við njótum vel­vildar þeirra varð­andi miða­sölu og svo­leið­is."

Hand­viss um að íslenska lands­liðið sé á leið á stór­mót í fyrsta skiptiÍs­lenska karla­lands­liðið hefur tvisvar att kappi við það hol­lenska á und­an­förnum árum. Í hrun­leiknum svo­kall­aða, sem fram fór 11. októ­ber 2008 í Rott­er­dam, tap­aði íslenska lands­liðið fyrir Hol­lend­ingum 2-0 í und­ankeppni HM 2010. Óánægðir við­skipta­vinir Lands­bank­ans voru áber­andi á pöll­unum í þeim leik, og kröfð­ust þess að Íslend­ingar stæðu við skuld­bind­ingar sínar vegna Ices­a­ve. Síð­ari leikur þjóð­anna í und­ankeppni HM fór fram á Laug­ar­dals­velli 6. júní 2009, en sá leikur lyktaði með 2-1 sigri Hol­lend­inga. Til marks um end­ur­nýj­un­ina sem hefur átt sér stað í íslenska karla­lands­lið­inu á síð­ustu árum, er útlit fyrir að engin leik­maður sem byrj­aði leik­inn gegn Hol­lend­ingum árið 2009, verði í byrj­un­ar­liði Íslands í kvöld.

Stuðningsmenn hollenska landsliðsins hafa verið áberandi í miðbæ Reykjavíkur í dag. Stuðn­ings­menn hol­lenska lands­liðs­ins hafa verið áber­andi í miðbæ Reykja­víkur í dag.

"Ég er búinn að spá því að leik­ur­inn í kvöld fari 2-2. Ég held að við gerum jafn­tefli við Hol­lend­inga í báðum leikj­unum okkar við þá í riðl­in­um, og við förum upp úr riðl­in­um. Við erum að fara á stór­mót í fyrsta skipti, það er klárt. Ég er hand­viss um það," segir Styrmir Gísla­son for­maður Tólf­unn­ar.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None