"Við erum að fara á stórmót í fyrsta skipti, það er klárt"

9954443664-2a382dd2b2-z.jpg
Auglýsing

Mikil eft­ir­vænt­ing ríkir fyrir viður­eign íslenska karla­lands­liðs­ins í fót­bolta við það hol­lenska, sem fram fer á Laug­ar­dals­vell­inum í kvöld. Um er að ræða þriðja leik lið­anna í A-riðli for­keppni Evr­ópu­meist­ara­móts­ins í knatt­spyrnu, sem fram fer í Frakk­landi árið 2016. Ísland trónir á toppi rið­ils­ins með fullt hús stiga eftir frækna sigra á Tyrkjum og Lett­um, sem báðir lykt­uðu 3-0.

Tólfan, stuðn­ings­sveit íslenska lands­liðs­ins í knatt­spyrnu, hyggst fjöl­menna í N-hólf "nýju" stúkunnar í kvöld sem endranær. "Maður er við það að fríka út," segir Styrmir Gísla­son for­maður og annar stofn­enda Tólf­unnar í sam­tali við Kjarn­ann.

Vildu breyta ­stemmn­ing­unni í stúkunniTólfan var stofnuð árið 2007 af Styrmi og Grét­ari Erni Eiríks­syni. "Við fórum á leik gegn Lett­um, minnir að það hafi verið árið 2006 eða 2007. Við töp­uðum leiknum og það voru svona fjórir eða fimm Lettar í stúkunni sem hrein­lega eign­uðu sér Laug­ar­dals­völl­inn. Við Grétar hertum okkur upp og görg­uðum eitt­hvað á móti Lett­un­um, en fengum þá óþægi­legt augna­ráð frá öðrum vall­ar­gestum fyrir að vera að æpa eitt­hvað á þjóð­ar­leik­vang­in­um. Þá hugs­uðum við með okkur að þetta gengi auð­vitað ekki."

"Við töp­uðum leiknum og það voru svona fjórir eða fimm Lettar í stúkunni sem hrein­lega eign­uðu sér Laug­ar­dals­völl­inn. Við Grétar hertum okkur upp og görg­uðum eitt­hvað á móti Lett­un­um, en fengum þá óþægi­legt augna­ráð frá öðrum vall­ar­gestum fyrir að vera að æpa eitt­hvað á þjóð­ar­leik­vang­in­um. Þá hugs­uðum við með okkur að þetta gengi auð­vitað ekki."

Auglýsing

Styrmir og Grétar hófu þá leit að fólki til að stofna stuðn­ings­sveit fyrir íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta. "Það gekk ótrú­lega vel, og Tólfan setti mæt­ing­ar­met í leik á móti Spán­verj­um, þegar Eyjólfur Sverr­is­son var með lið­ið. Það gekk kannski ekk­ert voða­lega vel hjá lands­lið­inu á þessum tíma, en það var alltaf gleði hjá Tólf­unn­i."

"Lars og Heimir vildu fá Tólf­una sína aft­ur"Dap­urt gengi lands­liðs­ins undir stjórn Eyj­ólfs og svo Ólafs Jóhann­es­sonar dró kraft­inn úr Tólf­unni, auk þess sem Styrmir flutti út á land og gat því ekki sinnt stuðn­ings­sveit­inni sem skyldi. Tólfan gekk svo í end­ur­nýjun líf­daga eftir að Lars Lag­er­bäck og Heimir Hall­gríms tóku við íslenska lands­lið­inu. "Heimir hringdi í mig og boð­aði mig á fund með sér og Lars. Ég átti frá­bæran fund með þeim, en þeir vildu fá Tólf­una sína aft­ur," segir Styrm­ir. "Þeir gerðu sér grein fyrir hversu vel þetta helst í hendi, góður stuðn­ingur og vel­gengni. Hversu mik­il­vægt það er að hafa ein­hverja með sér í liði á pöll­un­um. Þeir báðu okkur um að keyra þetta aftur í gang, sem og við gerð­u­m."

Síðan þá hefur Tólfan verið áber­andi í stúkunni, og vel­gengni lands­liðs­ins hefur vissu­lega haft sitt að segja með áhuga fólks á að ganga til liðs við stuðn­ings­veit­ina. "Maður finnur hvað það er auð­velt núna að peppa menn upp í þetta. Lands­liðs­menn­irnir þurfa ekki annað en að minn­ast á okkur í við­töl­um, sem þeir hafa gert, og að stuðn­ingur okkar skipti þá máli. Það eru verð­launin okk­ar," segir Styrm­ir.

Selja treyjur til að eiga fyrir gjall­ar­hornum og trommu­skinniTólfan heldur ekki félaga­tal en selur sér­stakar stuðn­ings­manna­treyj­ur, en seldar treyjur í dag eru hátt í þrjú hund­ruð tals­ins. Styrkt­ar­að­ilar Tólf­unnar nið­ur­greiða treyj­urn­ar, en lítil hluti and­virð­is­ins rennur til stuðn­ings­sveit­ar­inn­ar. "Þetta er bara smá pen­ingur sem við þurfum til að halda utan um batt­er­í­ið, kaupa gjall­ar­horn og ný trommu­skinn. Við fáum ekk­ert per­sónu­lega í okkar hlut, við sem erum að halda utan um þetta," segir Styrm­ir.

Þegar Tólfan var í fæð­ingu, fór Styrmir á fund for­ráða­manna KSÍ til að kynna þeim hug­mynd­ina og leita eftir stuðn­ingi. "Þeir höfðu miklar efa­semdir um að þetta myndi virka, þetta hefði verið reynt áður og aldrei gengið almenni­lega. Þeir voru hins vegar til­búnir að gefa okkur afslátt á mið­um. Í dag hafa þeir séð ljósið og við njótum vel­vildar þeirra varð­andi miða­sölu og svo­leið­is."

Hand­viss um að íslenska lands­liðið sé á leið á stór­mót í fyrsta skiptiÍs­lenska karla­lands­liðið hefur tvisvar att kappi við það hol­lenska á und­an­förnum árum. Í hrun­leiknum svo­kall­aða, sem fram fór 11. októ­ber 2008 í Rott­er­dam, tap­aði íslenska lands­liðið fyrir Hol­lend­ingum 2-0 í und­ankeppni HM 2010. Óánægðir við­skipta­vinir Lands­bank­ans voru áber­andi á pöll­unum í þeim leik, og kröfð­ust þess að Íslend­ingar stæðu við skuld­bind­ingar sínar vegna Ices­a­ve. Síð­ari leikur þjóð­anna í und­ankeppni HM fór fram á Laug­ar­dals­velli 6. júní 2009, en sá leikur lyktaði með 2-1 sigri Hol­lend­inga. Til marks um end­ur­nýj­un­ina sem hefur átt sér stað í íslenska karla­lands­lið­inu á síð­ustu árum, er útlit fyrir að engin leik­maður sem byrj­aði leik­inn gegn Hol­lend­ingum árið 2009, verði í byrj­un­ar­liði Íslands í kvöld.

Stuðningsmenn hollenska landsliðsins hafa verið áberandi í miðbæ Reykjavíkur í dag. Stuðn­ings­menn hol­lenska lands­liðs­ins hafa verið áber­andi í miðbæ Reykja­víkur í dag.

"Ég er búinn að spá því að leik­ur­inn í kvöld fari 2-2. Ég held að við gerum jafn­tefli við Hol­lend­inga í báðum leikj­unum okkar við þá í riðl­in­um, og við förum upp úr riðl­in­um. Við erum að fara á stór­mót í fyrsta skipti, það er klárt. Ég er hand­viss um það," segir Styrmir Gísla­son for­maður Tólf­unn­ar.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None