Kvikmynd um hættulegustu hljómsveit allra tíma - sjáðu stiklu

nwa-1.jpeg
Auglýsing

Næsta sumar verður kvik­myndin Straight Outta Compton, sem segir sögu rapp­hljóm­sveit­ar­innar N.W.A (sem stendur fyrir Niggaz Wit Attitu­des), frum­sýnd. Hennar hefur verið beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu enda er almennt talið að fyrsta plata hljóm­sveit­ar­inn­ar, sem er sam­nefnd kvik­mynd­inni, hafi markað upp­haf bófarapps­ins (e. gangsta rap) og þar með valdið straum­hvörfum í hip hop tón­list þegar hún kom út í ágúst 1988.

htt­p://yout­u.be/T­MZi25Pq3T8

Textar sveit­ar­innar voru mikið gagn­rýndir fyrir að varpa dýrð­ar­ljóma á klíku­of­beldi, fíkni­efna­neyslu og hinn harð­neskju­lega heim glæpa­manns­ins í fátæk­ari hverfum Los Ang­eles borg­ar. Hljóm­sveitin var einnig sögð ýta undir ofbeldi gagn­vart lög­regl­unni og mála upp mynd af henni sem höf­uð­ó­vini blökku­manna sem bjuggu í þessum hverf­um, og var þá sér­stak­lega vísað til lags­ins „Fuck tha Police“­sem naut mik­illa vin­sælda. Platan hefur selst í yfir þremur millj­ónum ein­taka.

Auglýsing

Straight Outta Compton hefur hins vegar vaxið mjög í áliti hjá tón­list­ar­press­unni á und­an­förnum árum og var meðal í 144 sæti á lista Roll­ing Sto­nes yfir bestu plötur allra tíma og náði inn á lista Time tíma­rits­ins yfir 100 bestu plötur sem búnar hafa verið til.

Ævin­týra­legur upp­gangur Ice Cube og Dr. DreSíð­asta plata N.W.A kom út árið 1991 en valdir með­limir hennar hafa heldur betur haldið áfram að gera fína hluti. Ice Cube, sem samdi flesta text­anna á Straight Outta Compton, hefur náð frægð og frama bæði sem sól­ó-tón­list­ar­maður og ekki síður sem leik­ari þar sem hann hefur komið fram í myndum á borð við Boyz n the Hood, Trespass og Fri­day.

En sá sem hefur náðst lengst allra er Dr. Dre. Hann er í dag lang­rík­asti hip-hop lista­maður ver­aldar og ber ábyrgð á lista­mönnum á borð við Eminem, 50 cent og Snoop Dog. Auk þess stofn­aði hann Beats Elect­ron­ics árið 2006 sem fram­leiðir í dag vin­sæl­ustu heyrn­ar­tól ver­ald­ar. Apple keypti fyr­ir­tækið á um þrjá millj­arða dali í fyrra, eða um 370 millj­arða króna. Talið er að Dr. Dre hafi átt um 15 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu á þeim tíma.

Upp­gangur þess­arra tveggja af með­limum N.W.A, sem báðir koma úr fátækum úthvefum Los Ang­el­es, eykur því enn á dulúð­ina og spenn­una í kringum hljóm­sveit­ina. Og auð­vitað eft­ir­spurn­ina eftir mynd­inni um mótun hennar Hægt er að sjá glæ­nýja stiklu úr mynd­inni hér að neð­an.

htt­p://yout­u.be/Y­VKjM2YYKXA

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None