Lækjartorg mun taka miklum breytingum

Það er einróma álit dómnefndar að tillagan sem vann hönnunarsamkeppni um Lækjartorg „uppfylli flestar áherslur samkeppnislýsingarinnar og gefi torginu og aðliggjandi gatnarýmum nýja vídd og nýtt og spennandi hlutverk í hjarta borgarinnar“.

Svona mun nýtt Lækjartorg líta út.
Svona mun nýtt Lækjartorg líta út.
Auglýsing

Til­lagan Borg­ara­lind eftir Sp(r)int Studio og Kar­rens en Brands, bar sigur úr býtum í hönn­un­ar­sam­keppni um Lækj­ar­torg og aðliggj­andi gatna­rými. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra veitti verð­launa­höfum við­ur­kenn­ingar ásamt Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra á fundi í Ráð­húsi Reykja­víkur í morg­un.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg í dag.

Reykja­vík­ur­borg og Félag íslenskra lands­lags­arki­tekta (FÍLA) efndu til hönn­un­ar­sam­keppn­innar árið 2021 og var aug­lýst eftir til­lögum sem hefðu rými fyrir fólk að leið­ar­ljósi í hönn­un. Sam­keppnin var hönn­un­ar­sam­keppni með for­vali og var í tveimur þrep­um. Mark­mið sam­keppn­innar var að fá fram frjóar og áhuga­verðar hug­myndir um hönnun Lækj­ar­torgs og nær­liggj­andi gatna. Ell­efu umsóknir bár­ust í for­vali og voru þrjár til­lögur valdar til þátt­töku á síð­ara þrepi.

Auglýsing

Sam­keppn­is­svæðið náði yfir Lækj­ar­torg, Lækj­ar­götu frá Hverf­is­götu að Aust­ur­stræti, Aust­ur­stræti frá Lækj­ar­götu að Ing­ólfs­torgi og Banka­stræti frá Þing­holts­stræti að Aust­ur­stræti. Stefnt er að því að semja við höf­unda til­lagna um end­an­lega útfærslu for­hönn­un­ar. Nýtt deiliskipu­lag, ef þess ger­ist þörf, verður unnið í sam­ræmi við vinn­ings­til­lög­una.

Dóm­nefnd á seinna þrepi skip­uðu Björn Axels­son, skipu­lags­full­trúi, sem var for­maður dóm­nefnd­ar, Hjálmar Sveins­son borg­ar­full­trúi, Orri Stein­ars­son, arki­tekt og skipu­lags­fræð­ing­ur, Hlín Sverr­is­dótt­ir, lands­lags­arki­tekt hjá FÍLA og skipu­lags­fræð­ingur SFFÍ og Heba Hertervig, arki­tekt hjá AÍ.

Borg­ar­línu­stöð verður á Lækj­ar­torgi

Í til­kynn­ing­unni segir að það hafi verið ein­róma álit dóm­nefndar að til­lagan „upp­fylli flestar áherslur sam­keppn­is­lýs­ing­ar­innar og gefi torg­inu og aðliggj­andi gatna­rýmum nýja vídd og nýtt og spenn­andi hlut­verk í hjarta borg­ar­inn­ar“.

Til­lagan þykir vera allt í senn „djörf, hlý­leg og róm­an­tísk“. „Hún ber með sér hug­mynda­auðgi, sterka fag­ur­fræði­lega sýn, og næmni fyrir umhverfi og stað­ar­anda og lyftir Lækj­ar­torgi upp á spenn­andi og áhuga­verðan hátt. Til­lagan nær að flétta saman nútím­ann og sög­una sam­hliða því að styrkja hlut­verk Lækj­ar­torgs sem vett­vang fjöl­breyttra athafna og mann­lífs. Sveigj­an­leiki, leik­gleði og vel útfærð rými á torg­inu fela í sér ótal mögu­leika og tæki­færi fyrir marg­vís­lega við­burða á öllum árs­tím­um,“ segir í umsögn dóm­nefnd­ar.

Enn fremur kemur fram í til­kynn­ing­unni að Borg­ar­línu­stöð verði á Lækj­ar­torgi og ávarp­aði dóm­nefndin þetta í áliti sínu. „Heild­ar­yf­ir­bragð til­lög­unnar nær á sann­fær­andi hátt að tengja saman Stjórn­ar­ráð­ið, Lækj­ar­torg og Banka­stræti sem þjónað er af meg­inæð Borg­ar­línu sem kemur til með að liggja eftir Lækj­ar­göt­u.“ Þar segir enn fremur að gróðri og dval­ar­svæðum sé fléttað þarna saman á áhuga­verðan hátt. Áhersla var lögð í sam­keppn­inni á góðar teng­ingar og útfærslur sem styrkja sam­spil Lækj­ar­torgs við fyr­ir­hug­aða Borg­ar­línu­stöð og aðstöðu henni tengdri.

Mynd: Aðsend

Á end­anum fjallar þetta um fólkið

Karl Kvaran arki­tekt kynnti til­lög­una fyrir hönd teym­is­ins eftir að úrslitin voru til­kynnt. Hann sagði mið­bæ­inn marg­brot­inn og að spenn­andi hefði verið að vinna með þetta svæði. Teymið hefði unnið mikið með hug­takið sam­koma en Lækj­ar­torg hefur hýst úti­fundi og fleiri við­burði í gegnum tíð­ina og verið mið­stöð sam­gangna. Lögð var áhersla á að þetta héldi sér en hann sagði að þarna yrði líka hægt að vera með mark­aði svo eitt­hvað væri nefnt.

Nafnið Borg­ara­lind vísar til mann­lífs­ins. „Á end­anum fjallar þetta um fólkið og það er fólkið sem gerir borg­ina,“ sagði hann en lind­ar­hluti nafns­ins vísar til lækj­ar­ins og leiðir enn fremur hug­ann að því skemmti­lega mann­lífi sem mynd­ast í kringum heitu pott­ana í borg­inni.

Teymið kall­aði þetta stóra púslu­spilið og not­uðu tæki­færið í til­lög­unni til að tengja mið­bæ­inn sam­an. Karl sagði þetta svæði vera lyk­il­rými í Reykja­vík og inn­gang Kvosar­inn­ar.

Austurstræti mun einnig taka breytingum Mynd: Aðsend

„Al­manna­rýmið hefur átt undir högg að sækja í borgum víða um heim“

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra ávarp­aði fund­inn eftir kynn­ing­una. „Al­manna­rýmið er eitt mik­il­væg­asta verk­efnið sem við eigum sam­an. Þar komum við öll saman alveg óháð því hver við erum og hvaðan við erum að koma. Þetta er rými þar sem við mæt­umst og kynn­umst öðru fólki. Almanna­rýmið hefur átt undir högg að sækja í borgum víða um heim. Þess vegna er svo mik­il­vægt að við ræktum almanna­rýmið og tryggjum nánd þess við stofn­anir sam­fé­lags­ins.“

Katrín ávarpaði fundinn í dag.

„Ég stend hér sem nágranni Lækj­ar­torgs,“ sagði hún og bætti því við að hún hlakk­aði mjög til að sjá þróun þess­arar hug­myndar þar sem unnið væri með að umhverfið væri líf­væn­legt, að það væri mann­legt og þarna gæti fólki liðið vel en þarna gæti fólk líka komið saman og sagt sína skoð­un.

Púslið sem vant­aði

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri óskaði verð­launa­höfum til ham­ingju með glæsi­lega til­lögu. Hann þakk­aði öllum hlut­að­eig­andi fyrir vinnu sína og sömu­leiðis for­sæt­is­ráð­herra fyrir sam­starf­ið.

„Mér fannst svo snjallt að stilla þessu upp sem púsli en þetta púsl hefur ein­fald­lega vant­að,“ sagði hann. „Þarna kemur svo margt sam­an. Mér finnst þessi magn­aða umbreyt­ing borg­ar­innar vera líka tákn fyrir nýja tíma.“

„Þegar kemur að umbreyt­ingu borg­ar­inn­ar, grænum áherslum til fram­tíð­ar, kolefn­is­hlut­lausu sam­fé­lagi og því að gefa fólki raun­veru­legt val í sam­göngu­mál­um, virkum sam­göngu­mát­um, þá stöndum við ekki bara saman í dag heldur til fram­tíð­ar,“ sagði hann um sam­starf ríkis og borgar og sagði þetta vera lang­tíma­verk­efni sem kall­aði á úthald, stað­festu og stefnu­festu.

Dagur telur að verk­efnið rammi mikið inn af þeim þáttum sem skipta máli og nefndi að það væri verið að lyfta mann­líf­inu og hinu græna, alls konar sam­göngu­mát­um, stað­ar­anda og sög­unni, bjart­sýni og fram­tíð­ar­trú.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent