Lækjartorg mun taka miklum breytingum

Það er einróma álit dómnefndar að tillagan sem vann hönnunarsamkeppni um Lækjartorg „uppfylli flestar áherslur samkeppnislýsingarinnar og gefi torginu og aðliggjandi gatnarýmum nýja vídd og nýtt og spennandi hlutverk í hjarta borgarinnar“.

Svona mun nýtt Lækjartorg líta út.
Svona mun nýtt Lækjartorg líta út.
Auglýsing

Til­lagan Borg­ara­lind eftir Sp(r)int Studio og Kar­rens en Brands, bar sigur úr býtum í hönn­un­ar­sam­keppni um Lækj­ar­torg og aðliggj­andi gatna­rými. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra veitti verð­launa­höfum við­ur­kenn­ingar ásamt Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra á fundi í Ráð­húsi Reykja­víkur í morg­un.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg í dag.

Reykja­vík­ur­borg og Félag íslenskra lands­lags­arki­tekta (FÍLA) efndu til hönn­un­ar­sam­keppn­innar árið 2021 og var aug­lýst eftir til­lögum sem hefðu rými fyrir fólk að leið­ar­ljósi í hönn­un. Sam­keppnin var hönn­un­ar­sam­keppni með for­vali og var í tveimur þrep­um. Mark­mið sam­keppn­innar var að fá fram frjóar og áhuga­verðar hug­myndir um hönnun Lækj­ar­torgs og nær­liggj­andi gatna. Ell­efu umsóknir bár­ust í for­vali og voru þrjár til­lögur valdar til þátt­töku á síð­ara þrepi.

Auglýsing

Sam­keppn­is­svæðið náði yfir Lækj­ar­torg, Lækj­ar­götu frá Hverf­is­götu að Aust­ur­stræti, Aust­ur­stræti frá Lækj­ar­götu að Ing­ólfs­torgi og Banka­stræti frá Þing­holts­stræti að Aust­ur­stræti. Stefnt er að því að semja við höf­unda til­lagna um end­an­lega útfærslu for­hönn­un­ar. Nýtt deiliskipu­lag, ef þess ger­ist þörf, verður unnið í sam­ræmi við vinn­ings­til­lög­una.

Dóm­nefnd á seinna þrepi skip­uðu Björn Axels­son, skipu­lags­full­trúi, sem var for­maður dóm­nefnd­ar, Hjálmar Sveins­son borg­ar­full­trúi, Orri Stein­ars­son, arki­tekt og skipu­lags­fræð­ing­ur, Hlín Sverr­is­dótt­ir, lands­lags­arki­tekt hjá FÍLA og skipu­lags­fræð­ingur SFFÍ og Heba Hertervig, arki­tekt hjá AÍ.

Borg­ar­línu­stöð verður á Lækj­ar­torgi

Í til­kynn­ing­unni segir að það hafi verið ein­róma álit dóm­nefndar að til­lagan „upp­fylli flestar áherslur sam­keppn­is­lýs­ing­ar­innar og gefi torg­inu og aðliggj­andi gatna­rýmum nýja vídd og nýtt og spenn­andi hlut­verk í hjarta borg­ar­inn­ar“.

Til­lagan þykir vera allt í senn „djörf, hlý­leg og róm­an­tísk“. „Hún ber með sér hug­mynda­auðgi, sterka fag­ur­fræði­lega sýn, og næmni fyrir umhverfi og stað­ar­anda og lyftir Lækj­ar­torgi upp á spenn­andi og áhuga­verðan hátt. Til­lagan nær að flétta saman nútím­ann og sög­una sam­hliða því að styrkja hlut­verk Lækj­ar­torgs sem vett­vang fjöl­breyttra athafna og mann­lífs. Sveigj­an­leiki, leik­gleði og vel útfærð rými á torg­inu fela í sér ótal mögu­leika og tæki­færi fyrir marg­vís­lega við­burða á öllum árs­tím­um,“ segir í umsögn dóm­nefnd­ar.

Enn fremur kemur fram í til­kynn­ing­unni að Borg­ar­línu­stöð verði á Lækj­ar­torgi og ávarp­aði dóm­nefndin þetta í áliti sínu. „Heild­ar­yf­ir­bragð til­lög­unnar nær á sann­fær­andi hátt að tengja saman Stjórn­ar­ráð­ið, Lækj­ar­torg og Banka­stræti sem þjónað er af meg­inæð Borg­ar­línu sem kemur til með að liggja eftir Lækj­ar­göt­u.“ Þar segir enn fremur að gróðri og dval­ar­svæðum sé fléttað þarna saman á áhuga­verðan hátt. Áhersla var lögð í sam­keppn­inni á góðar teng­ingar og útfærslur sem styrkja sam­spil Lækj­ar­torgs við fyr­ir­hug­aða Borg­ar­línu­stöð og aðstöðu henni tengdri.

Mynd: Aðsend

Á end­anum fjallar þetta um fólkið

Karl Kvaran arki­tekt kynnti til­lög­una fyrir hönd teym­is­ins eftir að úrslitin voru til­kynnt. Hann sagði mið­bæ­inn marg­brot­inn og að spenn­andi hefði verið að vinna með þetta svæði. Teymið hefði unnið mikið með hug­takið sam­koma en Lækj­ar­torg hefur hýst úti­fundi og fleiri við­burði í gegnum tíð­ina og verið mið­stöð sam­gangna. Lögð var áhersla á að þetta héldi sér en hann sagði að þarna yrði líka hægt að vera með mark­aði svo eitt­hvað væri nefnt.

Nafnið Borg­ara­lind vísar til mann­lífs­ins. „Á end­anum fjallar þetta um fólkið og það er fólkið sem gerir borg­ina,“ sagði hann en lind­ar­hluti nafns­ins vísar til lækj­ar­ins og leiðir enn fremur hug­ann að því skemmti­lega mann­lífi sem mynd­ast í kringum heitu pott­ana í borg­inni.

Teymið kall­aði þetta stóra púslu­spilið og not­uðu tæki­færið í til­lög­unni til að tengja mið­bæ­inn sam­an. Karl sagði þetta svæði vera lyk­il­rými í Reykja­vík og inn­gang Kvosar­inn­ar.

Austurstræti mun einnig taka breytingum Mynd: Aðsend

„Al­manna­rýmið hefur átt undir högg að sækja í borgum víða um heim“

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra ávarp­aði fund­inn eftir kynn­ing­una. „Al­manna­rýmið er eitt mik­il­væg­asta verk­efnið sem við eigum sam­an. Þar komum við öll saman alveg óháð því hver við erum og hvaðan við erum að koma. Þetta er rými þar sem við mæt­umst og kynn­umst öðru fólki. Almanna­rýmið hefur átt undir högg að sækja í borgum víða um heim. Þess vegna er svo mik­il­vægt að við ræktum almanna­rýmið og tryggjum nánd þess við stofn­anir sam­fé­lags­ins.“

Katrín ávarpaði fundinn í dag.

„Ég stend hér sem nágranni Lækj­ar­torgs,“ sagði hún og bætti því við að hún hlakk­aði mjög til að sjá þróun þess­arar hug­myndar þar sem unnið væri með að umhverfið væri líf­væn­legt, að það væri mann­legt og þarna gæti fólki liðið vel en þarna gæti fólk líka komið saman og sagt sína skoð­un.

Púslið sem vant­aði

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri óskaði verð­launa­höfum til ham­ingju með glæsi­lega til­lögu. Hann þakk­aði öllum hlut­að­eig­andi fyrir vinnu sína og sömu­leiðis for­sæt­is­ráð­herra fyrir sam­starf­ið.

„Mér fannst svo snjallt að stilla þessu upp sem púsli en þetta púsl hefur ein­fald­lega vant­að,“ sagði hann. „Þarna kemur svo margt sam­an. Mér finnst þessi magn­aða umbreyt­ing borg­ar­innar vera líka tákn fyrir nýja tíma.“

„Þegar kemur að umbreyt­ingu borg­ar­inn­ar, grænum áherslum til fram­tíð­ar, kolefn­is­hlut­lausu sam­fé­lagi og því að gefa fólki raun­veru­legt val í sam­göngu­mál­um, virkum sam­göngu­mát­um, þá stöndum við ekki bara saman í dag heldur til fram­tíð­ar,“ sagði hann um sam­starf ríkis og borgar og sagði þetta vera lang­tíma­verk­efni sem kall­aði á úthald, stað­festu og stefnu­festu.

Dagur telur að verk­efnið rammi mikið inn af þeim þáttum sem skipta máli og nefndi að það væri verið að lyfta mann­líf­inu og hinu græna, alls konar sam­göngu­mát­um, stað­ar­anda og sög­unni, bjart­sýni og fram­tíð­ar­trú.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent