„Samningar haf tekist í kjaradeilu Læknafélags Íslands og ríkisins. Verkfalli er því aflýst og vinna hefst með venjubundnum hætti að morgni miðvikudagsins 7. janúar 2015". Svona hefst stutt frétt á vef Læknafélags Íslands sem sett var inn í nótt í kjölfar þess að samninganefndir ríkisins og Læknafélagsins undirrituðu nýjan kjarasamning. Verkfallsaðgerðum lækna, sem staðið hafa yfir frá 27. október 2014, er því lokið.
Fundur deiluaðila hafði þá staðið yfir frá því klukkan eitt eftir hádegi í gær og lauk með samkomulagi á fjórða tímanum í nótt. Þegar náðst hafði saman voru, líkt og hefð er fyrir, vöfflur bakaðar.
Of miklar hækkanir að mati ríkisins
Eiginlegt innihald kjarasamningsins verður ekki kynnt fyrr en búið er að fara yfir það með félagsmönnum Læknafélagsins. Þeir munu í kjölfarið kjósa um samninginn.
Enn er ósamið í deilu Skurðlæknafélags Íslands og ríkisins. Deiluaðilar þar hittast á fundi klukkan tíu í dag.