Læknar, yfirmenn í byggingarfyrirtækjum og verðbréfasalar hækkuðu mest í launum

Alls hækkuðu mánaðarlaun þriggja starfa um meira en 100 þúsund krónur á mánuði í fyrra,miðað við árið á undan. Í öllum störfunum voru mánaðarlaunin yfir einni milljón króna.

Af öllum störfum sem Hagstofa mældi hækkuðu heildarlaun sérfræðistarfa við lækningar mest.
Af öllum störfum sem Hagstofa mældi hækkuðu heildarlaun sérfræðistarfa við lækningar mest.
Auglýsing

Mán­að­ar­laun sér­fræð­inga við lækn­ing­ar, ásamt yfir­manna í bygg­ing­ar­iðn­aði og verð­bréfa­sala hækk­uðu um meira en 100 þús­und krónur í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hag­stofu um laun full­vinn­andi launa­fólks á síð­ustu árum.

Þar má sjá heild­ar­laun allra starfa þar sem að minnsta kosti 30 ein­stak­lingar starfa í þremur rekstr­ar­ein­ing­um. Ein­ungis er litið til full­vinn­andi ein­stak­linga, það er að segja þeirra sem vinna að minnsta kosti 33-36 tíma á viku. Alls eru 137 störf með rúm­lega 41 þús­und starfs­mönnum sem falla undir þessi skil­yrði. Á meðal þeirra voru þrjú störf þar sem mán­að­ar­launin hækk­uðu um meira en 100 þús­und krónur á mán­uði, en það voru sér­fræði­störf við lækn­ing­ar, yfir­menn fram­leiðslu- og rekstr­ar­deilda í bygg­ing­ar­iðn­aði og störf tengd ráð­gjöf og sölu verðbréfa.

Auglýsing

Launa­hækk­un­ina má sjá á mynd hér að neð­an, en sam­kvæmt henni námu mán­að­ar­laun í öllum þremur starfs­grein­unum nokkuð yfir einni milljón króna. Mán­að­ar­laun verð­bréfa­sala eru þar hæst, en sú starf­stétt er sú þriðja launa­hæsta á land­inu, sam­kvæmt mæl­ingum Hag­stofu.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa.

Hins vegar lækk­aði launa­hæsta starf­ið, sem inni­heldur 720 for­stjóra og aðal­fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja og stofn­ana, mest allra í launum á milli ára, eða um 90 þús­und krónur á mán­uði, úr 1,94 millj­ónum í 1,85 millj­ónir króna. Á sama tíma fækk­aði um 50 manns í starfs­stétt­inni. Heild­ar­laun níu ann­arra starfa lækk­uðu einnig í laun­um, en á meðal þeirra voru, bif­véla­virkjar, raf­virkjar, húsa­smiðir og sölu­menn.

Sam­kvæmt Hag­stofu voru heild­ar­laun að með­al­tali 794 þús­und krónur á mán­uði í fyrra og höfðu þau hækkað um 5 pró­sent frá því á árinu 2019. Allt frá árinu 2014 var með­al­tal heild­ar­launa um 563 þús­und krónur á mán­uði og hafa því þau hækkað um 41 pró­sent síðan þá.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent