Endurskoða friðlýsingu Hverfjalls

Í tillögu að endurskoðun friðlýsingar Hverfjalls er hið friðaða svæði minnkað um tæplega 0,4 ferkílómetra. Er breytingin gerð að beiðni landeigenda. Friðunin nær nú yfir rúmlega 3 ferkílómetra svæði en samkvæmt tillögunni yrði það 2,76 ferkílómetrar.

Kort sem fylgir tillögu að endurskoðaðri friðlýsingu Hverfjalls.
Kort sem fylgir tillögu að endurskoðaðri friðlýsingu Hverfjalls.
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun hefur lagt fram til­lögu að end­ur­skoðun frið­lýs­ingar nátt­úru­vætt­is­ins Hverfjalls í Skútu­staða­hreppi. Til­lagan er unnin af sam­starfs­hópi sem í eiga sæti full­trúar land­eig­enda Voga, Umhverf­is­stofn­un­ar, Skútu­staða­hrepps og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins.

Eldri frið­lýs­ing­ar­skil­málar eru frá árinu 2011 og sam­kvæmt þeim átti að end­ur­meta hana að tíu árum liðn­um. Að þeim tíma­punkti er nú kom­ið.

Auglýsing

„Helsta breyt­ingin sem verður ef til­lagan verður sam­þykkt er að mörk svæð­is­ins breytast, það er að svæðið minnkar örlít­ið. Þetta er gert a beiðni land­eig­enda,” segir Arna Hjör­leifs­dótt­ir, sér­fræð­ingur hjá Umhverf­is­stofn­un, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um end­ur­skoðun frið­lýs­ing­ar­inn­ar.

Í eldri frið­lýs­ing­ar­skil­mál­um, sem enn eru í gildi, var hið frið­aða svæði 3,127 fer­kíló­metrar að stærð. Verði hin nýja til­laga sam­þykkt minnkar frið­aða svæðið um tæp­lega 0,4 fer­kíló­metra.

Náttúruvættið Hverfjall samkvæmt gildandi friðlýsingarskilmálum. Mynd: Umhverfisstofnun

Arna segir að í ljósi þess að verið var að end­ur­skoða mörk svæð­is­ins var aug­lýs­ing um frið­lýs­ingu upp­færð, röð greina breytt og bætt inn áherslum um að svæðið væri ferða­manna­stað­ur. Þá voru einnig sett inn ákvæði um heim­ild til að gera umsjón­ar­samn­ing. Ekki er lagt til að gerðar verði aðrar efn­is­legar breyt­ing­ar.

Hverfjall er stór, hring­laga ösku­gíg­ur, um 1000 metrar í þver­mál, sem rís 90-150 metra yfir flat­lendið umhverf­is. Gíg­ur­inn mynd­að­ist fyrir um 2500 árum í þeytigosi í grunnu stöðu­vatni og er sér­stakur að því leyti að gíg­skálin er álíka djúp og gíg­ur­inn er hár. Hlíðar gígs­ins eru brattar og þétt settar af vatns­rás­um. Hann er í röð feg­urstu og reglu­bundn­ustu ösku­gíga­myndana sem gefur að líta á Íslandi og tal­inn í röð þeirra stærstu sinnar teg­undar á jörð­inni. Hverfjall er syðsti hluti a.m.k. 1800 metra langrar gossprungu. Norðan þess eru því minni gígar úr sama gosi, auk túff­stabba sem mynd­að­ist við gjósku­flóð frá Hverfjalli. Í túff­stöbb­unum er að finna stein­gerðar jurta­leif­ar.

Mark­miðið með frið­lýs­ingu Hverfjalls (Hver­fells) er að vernda sér­stæðar jarð­mynd­anir svæð­is­ins og að tryggja að svæðið nýt­ist til úti­vistar og fræðslu, enda úti­vistar- og fræðslu­gildi hátt. Með frið­lýs­ing­unni er vernd­ar­gildi svæð­is­ins tryggt og jafn­framt tryggt að svæðið nýt­ist til úti­vistar og ferða­þjón­ustu til fram­tíðar og sé í stakk búið til að taka á móti þeim fjölda gesta sem heim­sækja svæð­ið, segir í frétt á vef Umhverf­is­stofn­unar um til­lögu að end­ur­skoð­aðri frið­lýs­ingu.

Frestur til að skila athuga­semdum við til­lög­una er til og með 25. ágúst.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent