Endurskoða friðlýsingu Hverfjalls

Í tillögu að endurskoðun friðlýsingar Hverfjalls er hið friðaða svæði minnkað um tæplega 0,4 ferkílómetra. Er breytingin gerð að beiðni landeigenda. Friðunin nær nú yfir rúmlega 3 ferkílómetra svæði en samkvæmt tillögunni yrði það 2,76 ferkílómetrar.

Kort sem fylgir tillögu að endurskoðaðri friðlýsingu Hverfjalls.
Kort sem fylgir tillögu að endurskoðaðri friðlýsingu Hverfjalls.
Auglýsing

Umhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu að endurskoðun friðlýsingar náttúruvættisins Hverfjalls í Skútustaðahreppi. Tillagan er unnin af samstarfshópi sem í eiga sæti fulltrúar landeigenda Voga, Umhverfisstofnunar, Skútustaðahrepps og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Eldri friðlýsingarskilmálar eru frá árinu 2011 og samkvæmt þeim átti að endurmeta hana að tíu árum liðnum. Að þeim tímapunkti er nú komið.

Auglýsing

„Helsta breytingin sem verður ef tillagan verður samþykkt er að mörk svæðisins breytast, það er að svæðið minnkar örlítið. Þetta er gert a beiðni landeigenda,” segir Arna Hjörleifsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í svari við fyrirspurn Kjarnans um endurskoðun friðlýsingarinnar.

Í eldri friðlýsingarskilmálum, sem enn eru í gildi, var hið friðaða svæði 3,127 ferkílómetrar að stærð. Verði hin nýja tillaga samþykkt minnkar friðaða svæðið um tæplega 0,4 ferkílómetra.

Náttúruvættið Hverfjall samkvæmt gildandi friðlýsingarskilmálum. Mynd: Umhverfisstofnun

Arna segir að í ljósi þess að verið var að endurskoða mörk svæðisins var auglýsing um friðlýsingu uppfærð, röð greina breytt og bætt inn áherslum um að svæðið væri ferðamannastaður. Þá voru einnig sett inn ákvæði um heimild til að gera umsjónarsamning. Ekki er lagt til að gerðar verði aðrar efnislegar breytingar.

Hverfjall er stór, hringlaga öskugígur, um 1000 metrar í þvermál, sem rís 90-150 metra yfir flatlendið umhverfis. Gígurinn myndaðist fyrir um 2500 árum í þeytigosi í grunnu stöðuvatni og er sérstakur að því leyti að gígskálin er álíka djúp og gígurinn er hár. Hlíðar gígsins eru brattar og þétt settar af vatnsrásum. Hann er í röð fegurstu og reglubundnustu öskugígamyndana sem gefur að líta á Íslandi og talinn í röð þeirra stærstu sinnar tegundar á jörðinni. Hverfjall er syðsti hluti a.m.k. 1800 metra langrar gossprungu. Norðan þess eru því minni gígar úr sama gosi, auk túffstabba sem myndaðist við gjóskuflóð frá Hverfjalli. Í túffstöbbunum er að finna steingerðar jurtaleifar.

Markmiðið með friðlýsingu Hverfjalls (Hverfells) er að vernda sérstæðar jarðmyndanir svæðisins og að tryggja að svæðið nýtist til útivistar og fræðslu, enda útivistar- og fræðslugildi hátt. Með friðlýsingunni er verndargildi svæðisins tryggt og jafnframt tryggt að svæðið nýtist til útivistar og ferðaþjónustu til framtíðar og sé í stakk búið til að taka á móti þeim fjölda gesta sem heimsækja svæðið, segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar um tillögu að endurskoðaðri friðlýsingu.

Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna er til og með 25. ágúst.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent