Spánn roðnar á litakortinu – Þórólfur segir okkur í „smá biðstöðu“

Ferðamenn sem eru að koma frá Spáni þurfa nú að sæta harðari aðgerðum á landamærum Þýskalands. Danir hafa einnig hert reglur vegna sumra svæða á Spáni og fleiri ríki hafa mælt gegn ónauðsynlegum ferðalögum þangað.

Lögreglumaður fylgist með að sóttvarnaaðgerðum sé framfylgt á götum úti Galesíu í norðvesturhluta Spánar.
Lögreglumaður fylgist með að sóttvarnaaðgerðum sé framfylgt á götum úti Galesíu í norðvesturhluta Spánar.
Auglýsing

Þýskaland hefur skilgreint Spán sem hættusvæði á ný en greind smit af kórónuveirunni tvöfölduðust þar á milli vikna á ákveðnum svæðum, m.a. á Mallorca og á Kanaríeyjum. Daglega eru nú um og yfir 14 þúsund smit að greinast í landinu. Um 45 prósent íbúa eru fullbólusettir. Ástandið hefur verið einna verst í Katalóníu og voru aðgerðir innan svæðisins hertar nýverið af þeim sökum. Smit eru helst að greinast í aldurshópnum 12-29 ára og eru rakin til annars vegar samkoma utandyra og hins vegar aukins fjölda ferðamanna sem kemur til sumardvalar í landinu.

Óbólusettir ferðamenn frá Spáni sem koma til Þýskalands þurfa nú að framvísa neikvæðu COVID-prófi til að komast hjá sóttkví. Áður höfðu aðeins tiltekin svæði á Spáni verið skilgreind sem hættusvæði.

Danir hafa fetað svipaðar slóðir og frá því á laugardag hefur fólk sem er að koma frá ákveðnum svæðum á Spáni og er ekki bólusett aðeins fengið að koma til landsins í brýnum erindagjörðum, framvísa neikvæðu COVID-prófi og gangast undir tvær skimanir.

Auglýsing

Í lok júní höfðu Danir sem og fleiri ESB-ríki stigið skref í afléttingu aðgerða á landamærum sínum sem fólu í sér að bólusettir íbúar Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna, þar á meðal Íslands, gátu ferðast þangað án hindrana.

Lönd Evrópu flokkuð eftir litum með tilliti til smita síðustu tvær vikur.

Í síðustu viku ráðlögðu frönsk yfirvöld fólki frá því að fara í sumarleyfi til Spánar og Portúgal.

Delta-afbrigði veirunnar er tekið að breiðast út um Evrópu og á Spáni hefur smitum fjölgað hratt og er tíðnin þar nú sú hæsta í álfunni. Afbriðið er talið um 60 prósent meira smitandi en önnur.

Vonandi ekki svikalogn

Sóttvarnalæknir Íslands skilgreinir öll lönd og svæði heims áhættusvæði vegna COVID-19 fyrir utan Grænland. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu um helgina að fullbólusett fólk væri að koma hingað frá útlöndum og bera með sér smit. Þetta eru enn sem komið er fáir einstaklingar en þeir geti þó, að sögn Þórólfs, smitað aðra. „Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi útbreidda bólusetning núna muni koma í veg fyrir að við fáum stórar hópsýkingar,“ sagði hann.

Sjálfur segist Þórólfur enga ástæðu sjá til að fara til útlanda. „Ég held að það að fara til útlanda, sérstaklega ef fólk er óbólusett, sé ekki sniðugt. Með börn til dæmis, óbólusettir geta smitast og við höfum séð það að fólk er að koma jafnvel bólusett með veiruna og veikjast, ennþá. Mér finnst ég ekki eiga neitt erindi til útlanda. Ísland hefur svo margt upp á að bjóða þannig að það er engum vorkunn að vera hér. Það er lúxus hér miðað við á mörgum öðrum stöðum.“

Bólusetningar hér hafa gengið vel og yfir 80 prósent fullorðinna eru orðin fullbólusett. Takmörkunum hefur verið aflétt innanlands en á landamærunum þurfa óbólusettir enn að framvísa COVID-prófi og fara í skimun. Bólusettir geta hins vegar komið hingað án skimunar og sóttkvíar.

„Ég hef á tilfinningunni að við séum í smá biðstöðu, smá logni – hvort það er svikalogn veit ég ekki,“ sagði Þórólfur við Fréttablaðið. „Ég vona bara að lognið muni endast okkur, það er að segja að þetta ónæmi sem við höfum náð upp með bólusetningunum verði viðvarandi“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent