Spánn roðnar á litakortinu – Þórólfur segir okkur í „smá biðstöðu“

Ferðamenn sem eru að koma frá Spáni þurfa nú að sæta harðari aðgerðum á landamærum Þýskalands. Danir hafa einnig hert reglur vegna sumra svæða á Spáni og fleiri ríki hafa mælt gegn ónauðsynlegum ferðalögum þangað.

Lögreglumaður fylgist með að sóttvarnaaðgerðum sé framfylgt á götum úti Galesíu í norðvesturhluta Spánar.
Lögreglumaður fylgist með að sóttvarnaaðgerðum sé framfylgt á götum úti Galesíu í norðvesturhluta Spánar.
Auglýsing

Þýska­land hefur skil­greint Spán sem hættu­svæði á ný en greind smit af kór­ónu­veirunni tvö­föld­uð­ust þar á milli vikna á ákveðnum svæð­um, m.a. á Mall­orca og á Kanarí­eyj­um. Dag­lega eru nú um og yfir 14 þús­und smit að grein­ast í land­inu. Um 45 pró­sent íbúa eru full­bólu­sett­ir. Ástandið hefur verið einna verst í Kata­lóníu og voru aðgerðir innan svæð­is­ins hertar nýverið af þeim sök­um. Smit eru helst að grein­ast í ald­urs­hópnum 12-29 ára og eru rakin til ann­ars vegar sam­koma utandyra og hins vegar auk­ins fjölda ferða­manna sem kemur til sum­ar­dvalar í land­inu.

Óbólu­settir ferða­menn frá Spáni sem koma til Þýska­lands þurfa nú að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi til að kom­ast hjá sótt­kví. Áður höfðu aðeins til­tekin svæði á Spáni verið skil­greind sem hættu­svæði.

Danir hafa fetað svip­aðar slóðir og frá því á laug­ar­dag hefur fólk sem er að koma frá ákveðnum svæðum á Spáni og er ekki bólu­sett aðeins fengið að koma til lands­ins í brýnum erinda­gjörð­um, fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi og gang­ast undir tvær skiman­ir.

Auglýsing

Í lok júní höfðu Danir sem og fleiri ESB-­ríki stigið skref í aflétt­ingu aðgerða á landa­mærum sínum sem fólu í sér að bólu­settir íbúar Evr­ópu­sam­bands­ins og EFTA-­ríkj­anna, þar á meðal Íslands, gátu ferð­ast þangað án hind­r­ana.

Lönd Evrópu flokkuð eftir litum með tilliti til smita síðustu tvær vikur.

Í síð­ustu viku ráð­lögðu frönsk yfir­völd fólki frá því að fara í sum­ar­leyfi til Spánar og Portú­gal.

Delta-af­brigði veirunnar er tekið að breið­ast út um Evr­ópu og á Spáni hefur smitum fjölgað hratt og er tíðnin þar nú sú hæsta í álf­unni. Afbriðið er talið um 60 pró­sent meira smit­andi en önn­ur.

Von­andi ekki svika­logn

Sótt­varna­læknir Íslands skil­greinir öll lönd og svæði heims áhættu­svæði vegna COVID-19 fyrir utan Græn­land. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði í ítar­legu við­tali í Frétta­blað­inu um helg­ina að full­bólu­sett fólk væri að koma hingað frá útlöndum og bera með sér smit. Þetta eru enn sem komið er fáir ein­stak­lingar en þeir geti þó, að sögn Þór­ólfs, smitað aðra. „Það verður fróð­legt að sjá hvort þessi útbreidda bólu­setn­ing núna muni koma í veg fyrir að við fáum stórar hóp­sýk­ing­ar,“ sagði hann.

Sjálfur seg­ist Þórólfur enga ástæðu sjá til að fara til útlanda. „Ég held að það að fara til útlanda, sér­stak­lega ef fólk er óbólu­sett, sé ekki snið­ugt. Með börn til dæm­is, óbólu­settir geta smit­ast og við höfum séð það að fólk er að koma jafn­vel bólu­sett með veiruna og veikjast, enn­þá. Mér finnst ég ekki eiga neitt erindi til útlanda. Ísland hefur svo margt upp á að bjóða þannig að það er engum vor­kunn að vera hér. Það er lúxus hér miðað við á mörgum öðrum stöð­u­m.“

Bólu­setn­ingar hér hafa gengið vel og yfir 80 pró­sent full­orð­inna eru orðin full­bólu­sett. Tak­mörk­unum hefur verið aflétt inn­an­lands en á landa­mær­unum þurfa óbólu­settir enn að fram­vísa COVID-­prófi og fara í skim­un. Bólu­settir geta hins vegar komið hingað án skimunar og sótt­kví­ar.

„Ég hef á til­finn­ing­unni að við séum í smá bið­stöðu, smá logni – hvort það er svika­logn veit ég ekki,“ sagði Þórólfur við Frétta­blaðið. „Ég vona bara að lognið muni end­ast okk­ur, það er að segja að þetta ónæmi sem við höfum náð upp með bólu­setn­ing­unum verði við­var­and­i“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent