Lagt til að styrkjakerfi við einkarekna fjölmiðla verði framlengt um tvö ár

Ef drög að breytingum á fjölmiðlalögum verða samþykkt mun verða tilgreind í þeim að fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðis. Árlegur kostnaður ríkissjóðs af styrkjakerfinu er 400 milljónir króna á ári. Von er á nýju frumvarpi til fimm ára á næsta ári.

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Auglýsing

Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­ið, sem stýrt er af Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, hefur birt drög að frum­varpi um breyt­ingar á ákvæðum fjöl­miðla­laga er varða stuðn­ing til einka­rek­inna fjöl­miðla í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda. 

Helsti til­gangur frum­varps­ins er að fram­lengja stuðn­ing rík­is­sjóðs við einka­rekna fjöl­miðla, sem hefur verið í gildi frá 1. ágúst 2021 en á að óbreyttu að renna út í lok þessa árs, um tvö ár. Verði frum­varpið að lögum munu styrkirnir því áfram verða greiddir úr á árunum 2023 og 2024. Gert er ráð fyrir að árlegur kostn­aður rík­is­sjóðs verði allt að 400 millj­ónir króna á ári. Þá er lagt til orða­lags­breyt­ing í mark­miðs­á­kvæði lag­anna þess efnis að mælt verði fyrir um að fjöl­miðlar séu horn­steinn lýð­ræð­is. 

Sam­kvæmt drög­unum er stefna stjórn­valda að innan þess­ara ára verði „lagt fram nýtt frum­varp til fimm ára sem sé í takt við þá þróun sem er að verða á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þannig verður Ísland ekki eft­ir­bátur hinna land­anna er kemur að stuðn­ingi við einka­rekna fjöl­miðla.“ 

Auglýsing
Ekki er til­greint hvað eigi að fel­ast í hinu nýja frum­varpi til fimm ára en heim­ildir Kjarn­ans herma að stefnt sé að því að leggja það fram næsta vor. 

Ísland verði ekki eft­ir­bátur hinna Norð­ur­land­anna

Í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varps­drög­unum segir að við mat á stuðn­ingi árs­ins 2021 hafi mátt greina að sá stuðn­ingur sem einka­reknir fjöl­miðlar fengu hafi nýst afar vel. „Stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla hefur meðal ann­ars gert sumum fjöl­miðlum kleift að fjölga stöðu­gildum á rit­stjórn, halda útgáfu óbreyttri, komið í veg fyrir frekara aðhald í rekstri og bætt aðstöðu blaða­manna, svo fátt eitt sé nefnt. Styrk­þegar eru sam­mála um að styrk­ur­inn hafi skipt miklu máli. Þrátt fyrir fram­an­greint hefur komið fram  gagn­rýni að stuðn­ings­kerfið sé ekki nægi­lega fyr­ir­sjá­an­legt en gild­is­tími kafla lag­anna um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla var ein­ungis til tveggja ára. Til að auka fyr­ir­sjá­an­leika og stöð­ug­leika kerf­is­ins er gert ráð fyrir að fram­lengja gild­is­tíma kafl­ans til tveggja ára og skipa úthlut­un­ar­nefnd til sama tíma.“

Þar er einnig farið yfir að í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð sé unnið að umfangs­miklum breyt­ingum á stuðn­ingi við einka­rekna fjöl­miðla. „Í þessum löndum virð­ist þró­unin vera sú að auka fjár­magn til úthlut­unar en lækka þak ein­stakra styrkja.  Þegar þetta er ritað hafa drög að frum­vörpum þess efnis ekki verið birt. Í ljósi þess að gíf­ur­lega miklar breyt­ingar eru í vændum á stuðn­ings­kerfum Dan­merk­ur, Nor­egs og Sví­þjóðar og þeirrar miklu reynslu sem fram­an­greind lönd hafa af fjöl­miðla­styrkjum verður gild­is­tími laga­á­kvæða sam­kvæmt frum­varpi þessu aðeins tvö ár, með það að mark­miði að innan þess tíma verði lagt fram frum­varp til laga með gild­is­tíma til fimm ára sem sé í takt við þróun ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Þannig verði Ísland ekki eft­ir­bátur hinna land­anna er kemur að stuðn­ingi við einka­rekna fjöl­miðla.“

Ísland er sem stendur í 15. sæti á lista sam­tak­anna Blaða­menn án landamæra um fjöl­miðla­frelsi í heim­in­um. Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Dan­mörk eru í efstu sætum þess lista. 

25 fjöl­miðlar fengu styrk í ár

Aðrar smá­vægi­legar breyt­ingar verða gerðar á lög­un­um. Þannig verður umsókn­ar­frestur færður frá 1. ágúst ár hvert til 1. októ­ber. Þá verður þeim fjöl­miðlum sem fá styrk gert að skila grein­ar­ferð um ráð­stöfun styrkja­fjár svo unnt sé að meta ávinn­ing af styrkja­kerf­inu. Auk þess er lagt til að ef  miðlar hafi hlotið hafa styrk frá opin­berum aðilum vegna efnis þá drag­ist þeir styrkir frá þeirri fjár­hæð sem telst stuðn­ings­hæfur kostn­að­ur. Und­an­tekn­ing er þó gerð í til­viki stuðn­ings úr byggða­á­ætlun stjórn­valda. 

Þegar styrkj­unum var síð­ast úthlutað í síð­asta mán­uði fengu alls 25 fjöl­miðla­fyr­ir­tæki styrk. Alls var 381 milljón króna úthlutað til þeirra og þrjú stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki lands­ins, Árvak­­ur, Sýn og Torg, tóku þorra upp­hæð­ar­innar til sín. Þau fengu hvert um sig tæp­­lega 66,8 millj­­ónir króna í rekstr­­ar­­stuðn­­ing úr rík­­is­­sjóði í ár. Því fór 53 pró­sent upp­hæð­ar­innar til þeirra. 

Sá aðili sem jók rekstr­­ar­­stuðn­­ing sinn mest milli ára voru Bænda­­sam­tök Íslands, sem eru ekki atvinn­u­­greina­­flokkuð sem útgáfu­­starf­­semi heldur sem hags­muna­­sam­tök. Rekstr­­ar­­stuðn­­ing­­ur­inn var vegna útgáfu Bænda­­blaðs­ins og nam 16,8 millj­­ónum króna nú, sem var 4,4 millj­­ónum krónum meira en Bænda­­sam­tökin fengu í greiðslur í fyrra.

Rit­­stjórn Bænda­­blaðs­ins heyrir undir útgáfu- og kynn­ing­­ar­­svið Bænda­­sam­­taka Íslands. Á heima­­síðu Bænda­­sam­tak­anna segir að hlut­verk þeirra sé að vera „málsvari bænda og gæta hags­muna þeirra í hví­vetna“. Meg­in­­mark­mið þeirra sé að „beita sér fyrir bættri afkomu bænda, betri rekstr­­ar­skil­yrðum í land­­bún­­aði auk þess að miðla upp­­lýs­ingum og sinna fræðslu til sinna félags­­­manna.“

Kjarn­inn er eitt þeirra fjöl­miðla­­­fyr­ir­tækja sem nýtur opin­bers rekstr­­­ar­­­stuðn­­­ings.

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent