Landsbankinn auglýsti 0,41 prósent í Borgun til sölu

10016380525-fb1c4ee434-z.jpg
Auglýsing

Lands­bank­inn aug­lýst­i 0,41 pró­sent hlut sinn í Borgun til sölu fyrir fjár­festa sem upp­fylla skil­yrði um hæfi. Var aug­lýs­ing þess efnis birt á vef Lands­bank­ans um miðjan apr­íl.

Þann 29. mars 2015 var Spari­sjóður Vest­manna­eyja ses. sam­ein­aður Lands­bank­anum hf. Við sam­ein­ing­una eign­að­ist bank­inn 1.806.611 hluti í Borgun hf. Eign­ar­hlut­ur­inn nemur 0,41% heild­ar­hluta­fjár í félag­inu.

„Lands­bank­inn býður hæfum fjár­fest­um, eins og þeir eru skil­greindir í 9. tl. 43. gr. laga um verð­bréfa­við­skipti nr. 108/2007, þennan eign­ar­hlut til kaups,“ segir á vefn­um.

Auglýsing

Til­boð í eign­ar­hlut­inn átti að senda til Fyr­ir­tækja­ráð­gjafar Lands­bank­ans með bréfi eða tölvu­pósti á net­fangið fyr­ir­ta­ekjarad­gjof@lands­bank­inn.is fyrir klukkan 16:00 þann 4. maí 2015. Ekki liggur fyrir hversu margir sýndu áhuga á að kaupa hlut­inn eða skil­uðu inn til­boði.

Lands­bank­inn áskilur sér rétt til að hafna öllum þeim til­boðum sem ber­ast í eign­ar­hlut­inn, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem fram kom í aug­lýs­ingu á vef bank­ans. „Lands­bank­inn vekur athygli á að hann er ekki í aðstöðu til að afhenda gögn um fjár­hag eða fjár­hags­upp­lýs­ingar um félag­ið, en vísar til árs­reikn­inga þess, sem má nálg­ast hjá árs­reikn­inga­skrá. Þá er vakin athygli á því að eig­andi meiri­hluta hluta­fjár í Borgun hf. er jafn­framt einn stærsti við­skipta­vinur félags­ins,“ segir í aug­lýs­ingu Lands­bank­ans, og er þar vitnað til Íslands­banka.

Eins og Kjarn­inn greindi frá, var 31,2 pró­sent hlutur Lands­bank­ans seldur bak við luktar dyr til val­inna fjár­festa, en sölu­ferlið var á þeim tíma lokað og ekki aug­lýst. Tryggvi Páls­son, for­maður banka­ráðs Lands­bank­ans, sagði á aðal­fundi bank­ans að það hefðu verið mis­tök að aug­lýsa ekki hlut­inn til sölu, en íslenska ríkið er eig­andi rúm­lega 98 pró­sent hluta­fjár í bank­an­um. Lands­bank­inn fékk 2,2, millj­arða fyrir hlut­inn, en gengið frá söl­unni í lok árs í fyrra. Í febr­úar á þessu ári var í fyrsta skipti greiddur arður úr félag­inu frá því árið 2007, sam­tals 800 millj­ónir króna.

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None