Landsbankinn auglýsti 0,41 prósent í Borgun til sölu

10016380525-fb1c4ee434-z.jpg
Auglýsing

Landsbankinn auglýsti 0,41 prósent hlut sinn í Borgun til sölu fyrir fjárfesta sem uppfylla skilyrði um hæfi. Var auglýsing þess efnis birt á vef Landsbankans um miðjan apríl.

Þann 29. mars 2015 var Sparisjóður Vestmannaeyja ses. sameinaður Landsbankanum hf. Við sameininguna eignaðist bankinn 1.806.611 hluti í Borgun hf. Eignarhluturinn nemur 0,41% heildarhlutafjár í félaginu.

„Landsbankinn býður hæfum fjárfestum, eins og þeir eru skilgreindir í 9. tl. 43. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, þennan eignarhlut til kaups,“ segir á vefnum.

Auglýsing

Tilboð í eignarhlutinn átti að senda til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans með bréfi eða tölvupósti á netfangið fyrirtaekjaradgjof@landsbankinn.is fyrir klukkan 16:00 þann 4. maí 2015. Ekki liggur fyrir hversu margir sýndu áhuga á að kaupa hlutinn eða skiluðu inn tilboði.

Landsbankinn áskilur sér rétt til að hafna öllum þeim tilboðum sem berast í eignarhlutinn, samkvæmt upplýsingum sem fram kom í auglýsingu á vef bankans. „Landsbankinn vekur athygli á að hann er ekki í aðstöðu til að afhenda gögn um fjárhag eða fjárhagsupplýsingar um félagið, en vísar til ársreikninga þess, sem má nálgast hjá ársreikningaskrá. Þá er vakin athygli á því að eigandi meirihluta hlutafjár í Borgun hf. er jafnframt einn stærsti viðskiptavinur félagsins,“ segir í auglýsingu Landsbankans, og er þar vitnað til Íslandsbanka.

Eins og Kjarninn greindi frá, var 31,2 prósent hlutur Landsbankans seldur bak við luktar dyr til valinna fjárfesta, en söluferlið var á þeim tíma lokað og ekki auglýst. Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði á aðalfundi bankans að það hefðu verið mistök að auglýsa ekki hlutinn til sölu, en íslenska ríkið er eigandi rúmlega 98 prósent hlutafjár í bankanum. Landsbankinn fékk 2,2, milljarða fyrir hlutinn, en gengið frá sölunni í lok árs í fyrra. Í febrúar á þessu ári var í fyrsta skipti greiddur arður úr félaginu frá því árið 2007, samtals 800 milljónir króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None