Landsbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða en arðsemi dvínar

Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 4,7 prósent á fyrsta ársfjórðungi, sem er vel undir tíu prósenta arðsemismarkmiði bankans. Hagnaður bankans er meira en helmingi minni en á sama tímabili í fyrra.

Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Lands­bank­inn hagn­að­ist um 3,2 millj­arða króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, sam­an­borið við 7,6 millj­arða hagnað á sama tíma­bili í fyrra, sam­kvæmt upp­gjörstil­kynn­ingu sem bank­inn sendi frá sér í dag.

Arð­semi eigin fjár bank­ans var ein­ungis 4,7 pró­sent sam­an­borið við 11,7 pró­sent í fyrra. Bank­inn er með það mark­mið að arð­semi eigin fjár sé tíu pró­sent og er all­nokkuð undir því á fyrsta árs­fjórð­ungi, en arð­semin yfir allt síð­asta ár var 10,8 pró­sent.

Eigið fé Lands­bank­ans var 265,3 millj­arðar króna þann 31. mars og eig­in­fjár­hlut­fallið var 24,3 pró­sent. Bank­inn mun greiða alls 20,6 millj­arða króna í arð á árinu, aðal­lega til rík­is­sjóðs, sem á 98,2 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um.

Mark­aðs­hlut­deild bank­ans á ein­stak­lings­mark­aði mæld­ist 38,7 pró­sent í lok mars, sem er meira en á sama tíma í fyrra.

Hreinar vaxta­tekjur voru 10,3 millj­arðar á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins og juk­ust um 19 pró­sent frá fyrra ári, að sögn bank­ans aðal­lega vegna þess að efna­hags­reikn­ing­ur­inn er stærri og ávöxtun lausa­fjár betri.

Hreinar þjón­ustu­tekjur bank­ans juk­ust um 28,5 pró­sent á milli ára og er það einkum sagt vera vegna vax­andi umsvifa í eigna­stýr­ingu og mark­aðsvið­skipt­um, en þær fóru úr 2,1 millj­arði upp í 2,6 millj­arða.

Auglýsing

Rekstr­ar­kostn­aður bank­ans var 6,7 millj­arðar króna á tíma­bil­inu sam­an­borið við 6,6 millj­arða króna á sama tíma­bili í fyrra og þar af voru laun og launa­tengd gjöld 3,8 millj­arð­ar, sama upp­hæð og á fyrra ári. Kostn­aður bank­ans sem hlut­fall af tekjum hans (K/T) fyrstu þrjá mán­uði árs­ins var 54,9 pró­sent, sam­an­borið við 45,8 pró­sent á sama tíma­bili í fyrra.

Eignir bank­ans námu 1.734 mill­ljörðum króna við lok árs­fjórð­ungs­ins og höfðu vaxið um 3,8 millj­arða frá upp­hafi árs. Inn­lán við­skipta­vina voru 922,6 millj­arðar króna undir lok árs­fjórð­ungs­ins og juk­ust um 22,5 millj­arða á árs­fjórð­ungn­um.

Útlán bank­ans juk­ust um 29 millj­arða króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2022, en útlána­aukn­ing­una segir bank­inn að rekja megi til aukn­ingar á lánum til bæði ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Bank­inn segir um 90 pró­sent allra nýrra íbúða­lána bank­ans hafi vera óverð­tryggð á fyrstu mán­uðum árs­ins og 58 pró­sent lána með fasta vexti, flest til þriggja ára.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent