Zel­en­skí mun ávarpa alþingismenn og íslensku þjóðina

Forseti Úkraínu mun ávarpa þingmenn og Íslendinga við sérstaka athöfn á morgun í gegnum fjarfundabúnað en þetta verður í fyrsta skiptið sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis.

Volodímír Zel­en­skí forseti Úkraínu ávarpaði Dani í gær.
Volodímír Zel­en­skí forseti Úkraínu ávarpaði Dani í gær.
Auglýsing

Volodímír Zel­en­skí for­seti Úkra­ínu mun ávarpa alþing­is­menn og íslensku þjóð­ina á morg­un, föstu­dag, klukkan 14:00 í gegnum fjar­funda­búnað við sér­staka athöfn í þing­sal Alþing­is.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá skrif­stofu Alþingis í dag. Hægt verður að fylgj­ast með ávarp­inu í sjón­varpi, á vef Alþingis og öðrum vef­miðl­um.

Í til­kynn­ing­unni segir að ávarp Zel­en­skís sé ein­stakur við­burður því þetta verði í fyrsta skipti sem erlendur þjóð­höfð­ingi flytur ávarp í þing­sal Alþing­is.

Auglýsing

Ísland frá upp­hafi for­dæmt inn­rás Rússa

Birgir Ármanns­son for­seti Alþingis mun stýra athöfn­inni í sal Alþingis og tala í upp­hafi henn­ar. Þá mælir for­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son, nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóð­ar­inn­ar. Síðan tekur Zel­en­skí til máls. Að loknu ávarpi Zel­en­skís ávarpar for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­seta Úkra­ínu.

Í til­kynn­ing­unni segir að Ísland hafi frá upp­hafi for­dæmt til­efn­is­lausa inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu og lýst yfir ein­dregnum stuðn­ingi við úkra­ínsku þjóð­ina og þar­lend stjórn­völd. „Ís­land tekur fullan þátt í alþjóð­legum þving­un­ar­að­gerðum gegn Rúss­landi, styður við mann­úð­ar­að­gerðir Sam­ein­uðu þjóð­anna og ann­arra stofn­ana og tekur á móti fólki á flótta frá Úkra­ínu. Þá hefur Ísland haft milli­göngu um loft­flutn­inga bún­að­ar, þar á meðal her­gagna, í tengslum við varnir Úkra­ínu. Ísland mun áfram leita leiða til þess að styðja við Úkra­ínu með öllum þeim ráðum sem stjórn­völdum eru til­tæk og í sam­ræmi við þær þarfir sem uppi eru í Úkra­ín­u,“ segir að lokum í til­kynn­ing­unni.

For­set­inn hlotið lof fyrir hug­rekki

Zel­en­skí hefur vakið gríð­ar­lega athygli í heims­press­unni síðan stríðið braust út við inn­ráð Rússa þann 24. febr­úar síð­ast­lið­inn en hann á óvenju­lega for­tíð að baki af stórn­mála­manni að vera. Zel­en­­skí, sem er lög­­fræð­ingur og þekktur grínisti í heima­landi sínu Úkra­ínu, lék eitt sinn for­­seta í vin­­sælum sjón­­varps­þáttum og tók svo við því emb­ætti í raun­veru­­leik­an­­um. Hann hefur hlotið lof og dáð fyrir hug­rekki sitt og föð­­ur­lands­ást á umbrota­tímum í Úkra­ínu.

Hægt er að lesa frétta­skýr­ingu um Zel­en­skí hér.

Fimm Úkra­ínu­menn koma til Íslands á dag að með­al­tali

Um 5,5 millj­ónir manna hafa flúið frá Úkra­ínu til nágranna­ríkja í Evópu frá því stríðið braust út og er ekki fyr­ir­séð hvenær enda­lok þess verða. Hér á landi hafa tæp­lega 900 manns frá Úkra­ínu sótt um alþjóð­­lega vernd vegna inn­­rás­ar­inn­ar. Að með­­al­tali koma um fimm Úkra­ín­u­­menn hingað til lands á dag.

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að um 150 atvinnu­rek­endur hér á landi hefðu sýnt því áhuga að ráða flótta­fólk til starfa en þegar hefðu verið gefin út þrjá­tíu atvinnu­leyfi til fólks frá Úkra­ínu og sífellt fleiri bæt­ast við.

Flótta­­menn frá Úkra­ínu þurfa að fá útgefið atvinn­u­­leyfi til að mega starfa á Íslandi þar sem þeir fá útgefið dval­­ar­­leyfi á grund­velli mann­úð­­ar­­sjóð­­ar­miða. Atvinn­u­rek­andi sem ætlar að ráða flótta­­mann frá Úkra­ínu til starfa þarf því að sækja um atvinn­u­­leyfi og leyfið sam­­þykkt áður en starfs­­maður má hefja störf.

Unnur Sverr­is­dótt­ir for­stjóri Vinnu­mála­stofn­unar sagði í sam­tali við Kjarn­ann að um væri að ræða störf í ferða­­þjón­ustu, bygg­ing­­ar­iðn­­aði, mat­væla­vinnslu og öldr­un­­ar­­þjón­ust­u. Flest leyfin hafa farið á suð­vest­­ur­hornið en einnig til Akur­eyr­­ar, Dal­vík­­­ur, í Borg­­ar­­fjörð, Reyð­­ar­­fjörð og á fleiri staði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent