3.500-3.700 nýjar íbúðir verði byggðar á Blikastaðalandinu í Mosfellsbæ

Samningar voru í dag undirritaðir um mikla húsnæðisuppbyggingu á Blikastaðalandinu, sem er í endanlegri eigu Arion banka, og Mosfellsbæjar. Fjöldi þeirra íbúða sem fyrirhugaðar eru slagar langleiðina upp í þann fjölda íbúða sem eru í Mosfellsbæ í dag.

Blikastaðalandið er stærsta óbyggða svæðið innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins.
Blikastaðalandið er stærsta óbyggða svæðið innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins.
Auglýsing

Stefnt er að því að byggja 3.500 til 3.700 nýjar íbúðir á Blika­staða­land­inu í Mos­fells­bæ, en samn­ingar þessa efnis voru und­ir­rit­aðir á milli bæj­ar­yf­ir­valda í Mos­fellsbæ og Blika­staða­lands ehf., félags sem er í end­an­legri eigu Arion banka, fyrr í dag.

Fjöldi íbúða í þessu nýja hverfi slær nærri fjölda allra íbúð­ar­ein­inga sem eru í Mos­fellsbæ í dag, en sam­kvæmt tölum frá Þjóð­skrá eru full­búnar íbúðir í bænum rúm­lega 4.400 tals­ins. Þetta er þó lang­tíma­verk­efni og ætla má með að upp­bygg­ing hverf­is­ins taki 15-20 ár, sam­kvæmt því sem haft er eftir Þor­gerði Örnu Ein­ars­dóttur fram­kvæmda­stjóra Blika­staða­lands ehf. í frétt RÚV.

Í mark­aðstil­kynn­ingu frá Arion banka kemur fram að vonir standi til þess að aðal­skipu­lags­vinna klárist á þessu ári og að deiliskipu­lag fyrsta áfanga upp­bygg­ing­ar­innar liggi fyrir innan tveggja ára.

Stefnt er að því að um 20 pró­sent nýrra íbúða í hverf­inu verði sér­býli og einnig er stefnt að upp­bygg­ingu 66 þús­und fer­metra atvinnu­hús­næð­is. Sá fer­metra­fjöldi kann þó að minnka ef ákveðið verður að byggja upp fleiri íbúðir sem sér­stak­lega verða hugs­aðar fyrir 55 ára og eldri, en í dag er gert ráð fyrir að þær verði um 150 tals­ins.

Blika­staða­landið er stærsta óbyggða svæðið innan vaxt­ar­marka höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, en skipu­lags­svæðið sem hér um ræðir er alls um 90 hekt­arar og gert er ráð fyrir að landið sem hægt verði að nýta til fyr­ir­hug­aðrar upp­bygg­ingar nýs íbúða­svæðið sé um 80 hekt­ar­ar.

Borg­ar­lína í gegnum mitt skipu­lags­svæðið

Í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu Blika­staða­lands ehf. og Mos­fells­bæjar segir að hverfið verði hannað frá grunni sem fjöl­breytt og blönduð byggð þar sem fólk eigi að geta sinnt helstu erindum fót­gang­andi eða með almenn­ings­sam­göng­um, en fyr­ir­huguð lega Borg­ar­línu er þvert í gegnum Blika­staða­landið og hefur verið kölluð for­senda fyrir upp­bygg­ingu lands­ins, meðal ann­ars af bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar.

Landið er á sveit­ar­fé­laga­mörkum við Reykja­vík og afmarkast af Hlíð­ar­golf­velli í norðri, Korp­úlfs­staða­vegi og Vest­ur­lands­vegi í suðri, núver­andi byggð í Mos­fellsbæ í austri og Úlf­arsá í vestri. Kjarn­inn fjall­aði á síð­asta ári um vest­ari hluta Blika­staða­lands­ins, vestan Korp­úlfs­staða­veg­ar, þar sem fast­eigna­fé­lagið Reitir er að skipu­leggja mikla upp­bygg­ingu á atvinnu­hús­næði.

Greiða sex millj­arða bygg­inga­rétt­ar­gjald

Blika­staða­land ehf., félagið sem er í end­an­legri eigu Arion banka, mun taka þátt í kostn­aði við inn­viða­upp­bygg­ingu í nýja hverf­inu með bæði beinum fjár­fram­lögum og afhend­ingu eigna.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu greiðir félagið Mos­fellsbæ um 6 millj­arða króna bygg­ing­ar­rétt­ar­gjald sem deilist hlut­falls­lega niður á heild­ar­fjölda íbúð­ar­ein­inga á svæð­inu við útgáfu bygg­ing­ar­leyfis í hverjum áfanga fyrir sig og mun félagið einnig leggja bænum til um 1 millj­arð króna vegna þátt­töku í upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkis á svæð­inu, sem deilist niður á fram­kvæmda­tíma þess mann­virk­is.

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ og Þorgerður Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Blikastaðalands ehf. við undirritun samningsins í dag.

Þá mun félagið afhenda Mos­fellsbæ til eignar 40 ein­býl­is­húsa­lóðir og einnig afhenda bænum 80 pró­sent af sölu­verði til­tek­inna lóða fyrir atvinnu­hús­næði og 60 pró­sent af sölu­verði lóða fyrir íbúðir sem hugs­aðar eru fyrir 55 ára og eldri. Að öðru leyti mun allur bygg­inga­réttur ásamt til­heyr­andi lóða­rétt­indum til­heyra Blika­staða­landi ehf., sam­kvæmt því sem segir í til­kynn­ingu Arion banka.

Auglýsing

Gömlu húsin á Blika­staða­býl­inu munu áfram standa þar og mun Blika­staða­land ehf. ann­ast stand­setn­ingu þeirra eins og mögu­legt er „til hags­bóta fyrir íbúa svæð­is­ins og Mos­fells­bæj­ar.“

Í samn­ingnum er kveðið á um Mos­fells­bær muni eign­ast allt landið end­ur­gjalds­laust til eignar eftir því sem þróun svæð­is­ins miðar áfram, þar með talið grunn­eign­ar­rétt allra lóða. Einnig var samið um að Blika­staða­land ehf. muni ann­ast fram­kvæmdir við gatna­gerð, opin svæði, leik­velli, götu­lýs­ing­ar, hol­ræsi og vatns­lagnir í sam­starfi við bæj­ar­fé­lag­ið. Félagið hefur þó heim­ild til að falla ein­hliða frá þeirri skuld­bind­ingu og mun þá greiða gatna­gerð­ar­gjöld til Mos­fells­bæjar eftir skil­málum sem nánar er kveðið á um í samn­ingn­um.

Í frétta­til­kynn­ingu er haft eftir Har­aldi Sverris­syni bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæjar að það sé fagn­að­ar­efni að þetta mik­il­væga upp­bygg­ing­ar­verk­efni sé nú leitt til far­sælla lykta.

„Ég veit ekki til þess að stærri samn­ingur um upp­bygg­ingu íbúða­hverfis hafi verið gerður hér á landi, enda er um að ræða tíma­móta­samn­ing sem skiptir núver­andi og verð­andi Mos­fell­inga og Blika­staða­land afar miklu máli. Samn­ing­ur­inn tryggir far­sæla upp­bygg­ingu hér í Mos­fells­bæ, upp­bygg­ingu sem er til þess fallin að efla þjón­ustu og lífs­gæði Mos­fell­inga og efla sam­fé­lag okkar á alla lund. Þá verður ekki fram­hjá því litið að upp­bygg­ing á landi Blika­staða verður lyk­il­þáttur í að tryggja gott lóða­fram­boð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem mætir þeirri eft­ir­spurn eftir hús­næði sem við höfum fundið svo vel fyrir í okkar vexti síð­ustu ár. Blika­staðir eru mik­il­vægur hluti bæj­ar­ins okkar og það verður mjög ánægju­legt að sjá nýtt og skemmti­legt hverfi byggj­ast upp á þessu fal­lega landi milli fella og fjöru á næstu árum,“ er einnig haft eftir bæj­ar­stjór­an­um.

Verð­­mætt land sem rataði úr hluta­eigu rík­­is­ins fyrir slikk

Saga Blika­­staða­lands­ins er um margt áhuga­verð. Það var í eigu Íslenskra aðal­­verk­­taka (ÍAV) fram til árs­ins 2008 er það var selt á heila 11,8 millj­­arða króna, til félags sem síðar fór á haus­inn með þeim afleið­ingum að landið rataði í eigu Arion banka.

Ein­ungis fimm árum áður en ÍAV seldi land­ið, eða árið 2003, höfðu helstu stjórn­­endur ÍAV keypt 40 pró­­sent hlut íslenska rík­­is­ins í ÍAV á ein­ungis tæpa tvo millj­­arða króna.

Eig­endur ÍAV greiddu rík­­inu þannig ein­ungis einn sjötta hluta af sölu­verði einnar af helstu eignum fyr­ir­tæk­is­ins þegar þeir keyptu um 40 pró­­sent hlut í því fimm árum áður. Morg­un­­blaðið sagði frá þessu árið 2009.

Í dóms­­máli sem var höfðað vegna útboðs rík­­is­ins vegna sölu ÍAV, sem fór alla leið upp í Hæsta­rétt þar sem einka­væð­ing­­ar­­ferli félags­­ins var dæmt ólög­­mætt, sök­uðu stefn­endur eig­endur ÍAV um að hafa vís­vit­andi van­­metið virði Blika­­staða­lands­ins.

Sam­­kvæmt því sem kemur fram í frétt Morg­un­­blaðs­ins létu eig­endur ÍAV end­­ur­­meta Blika­­staða­landið eftir að þeir keyptu hlut rík­­is­ins og var það þá metið á um þrjá millj­­arða króna. Í kjöl­farið greiddu nýju eig­end­­urnir sér 2,3 millj­­arða króna í upp­­safn­aðan arð. Sú arð­greiðsla var þannig hærri en upp­­hæðin sem þeir greiddu fyrir allan hlut rík­­is­ins ári áður.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent