Teikning úr skipulagstillögu Arkís fyrir Reiti. blikadstadfda2322nytttttt.JPG
Þó það sé ef til vill framtíðarmúsík að Borgarlína aki um land Blikastaða er búið að vinna mikla skipulagsvinnu. Landeigendur vilja fá að vita hvernig þeir eigi að hanna göturnar undir sérrými Borgarlínunnar.
Teikning úr skipulagstillögu Arkís fyrir Reiti.

Blikastaðaland á teikniborðinu með borgarlínuleið sem forsendu

Þrátt fyrir að enn sé rúmur áratugur í að Borgarlína eigi að aka um land Blikastaða í Mosfellsbæ hefur bærinn kallað eftir því að verkefnastofa Borgarlínu skilgreini hvernig skuli hanna götur á fyrirhuguðum uppbyggingarsvæðum með tilliti til Borgarlínu.

Verk­efna­stofa Borg­ar­línu ætlar að kapp­kosta við að skil­grein­ing á legu Borg­ar­línu um Keld­ur, Keldna­holt og Blika­staða­land liggi fyrir næsta vor, ásamt frum­til­lögum að gatna­s­nið­um. Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem verk­efna­stofan sendi Mos­fellsbæ í októ­ber­mán­uði.

Mos­fells­bær hafði þá óskað eftir skýrum leið­bein­ingum frá verk­efna­stofu Borg­ar­línu, sem heyrir undir Vega­gerð­ina, um hvernig ætti að hanna þær götur sem Borg­ar­línan mun fara eftir í Blika­staða­landi, sem liggur á milli Graf­ar­vogs og Mos­fells­bæj­ar.

Meira en ára­tugur í að Borg­ar­lína aki þarna um

Til­efnið að þess­ari beiðni Mos­fells­bæjar var yfir­stand­andi skipu­lags­vinna land­eig­enda sitt­hvoru megin við Korp­úlfs­staða­veg, en ekki er gert ráð fyrir því að Borg­ar­lína byrji að þjóna Mos­fell­ingum fyrr en undir lok þess tíma­bils sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem upp­bygg­ing alls borg­ar­línu­kerf­is­ins á að taka, eða eftir árið 2030.

Þrátt fyrir að langt sé í að fram­kvæmdir við þessa sjöttu og síð­ustu lotu Borg­ar­línu hefj­ist er nán­ari grein­ing á akst­ur­leið Borg­ar­línu um Blika­staða­land, Keldna­holt og Keldur sam­kvæmt minn­is­blað­inu þó komin á dag­skrá í tengslum við þessa skipu­lags­vinnu í Mos­fellsbæ og athug­anir Betri sam­gangna ohf. á þróun Keldna­lands­ins.

„Í dag eru þetta óbyggð svæði og þó svo að dregnar hafa verið fram ákveðnar tengi­brautir má búast við að lega þeirra kunni að taka ein­hverjum breyt­ingum þegar skipu­lags­vinna og hönnun byggðar fer af stað. Það þarf einkum að huga að útfærslum sem hafa jákvæð­ust áhrif á akst­urs­tíma Borg­ar­lín­unnar til Mos­fells­bæjar þar sem við­bót­ar­stopp með nýrri byggð munu lengja ferða­tím­ann,“ segir í minn­is­blað­inu frá verk­efna­stof­unni.

Þar segir einnig að mik­il­vægt sé að góð sam­vinna verði um þetta á milli allra aðila, verk­efna­stofu Borg­ar­línu, land­eig­anda og svo sveit­ar­fé­lag­anna sem fara með skipu­lags­vald­ið. Sér­stakur verk­efna­stjóri verður skip­aður á verk­efna­stofu Borg­ar­línu sem á að kapp­kosta við að tryggja góða sam­ræm­ingu á milli ólíkra skipu­lags­reita og á milli sveit­ar­fé­laga.

Fari bak við Korpu­torgið

Í minn­is­blað­inu til Mos­fells­bæjar er ann­ars vísað til þeirrar vinnu sem fór fram fyrir nokkrum árum á vett­vangi sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, varð­andi grein­ingu á bestu legu Borg­ar­línu.

Þar er lega borg­ar­línu­leið­ar­innar sem tengja mun Reykja­vík og Mos­fellsbæ teiknuð upp í gegnum Keld­ur, Keldna­holtið og svo sem leið liggur um veg­inn sem er við bak­hlið iðn­að­ar- og versl­un­ar­kjarn­ans Korpu­torgs.

Þaðan er svo stefnan sett á beina línu yfir Blika­staða­landið og inn í núver­andi þétt­býli Mos­fells­bæjar í grennd við Lága­fells­laug, en gert er ráð fyrir borg­ar­línu­stöð þar í þeim áætl­unum sem þegar hafa verið settar fram um þessa lotu Borg­ar­lín­unn­ar.

Skipu­lagn­ing lands­ins í fullum gangi

Blika­staða­landið skipt­ist í tvennt og eru þró­un­ar­að­ilar beggja vegna Korp­úlfs­staða­vegar að vinna að hug­myndum sínum um upp­bygg­ingu atvinnu­hús­næð­iskjarna ann­ars vegar og íbúða­byggðar hins­veg­ar, í sam­vinnu við bæj­ar­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ.

Sá hluti lands­ins sem liggur vestan Korp­úlfs­staða­vegar er í eigu fast­eigna­fé­lags­ins Reita, sem ætlar sér að byggja upp atvinnu­kjarna á svæð­inu og hefur kynnt skipu­lags­hug­myndir sínar á sér­stökum vef.

Gula brotalínan sýnir hér mögulega legu Borgarlínuleiðar um land Blikastaða. Skyggða svæðið á myndinni markar svæðið þar sem Reitir eru að skipuleggja.
Mynd: Arkís

Þar er því lýst hvernig Borg­ar­línan komi til með að marka miðju atvinnu­hverf­is­ins og í skipu­lags­til­lögu, sem unnin var af Arkís, er gert ráð fyrir því að aðal­gatan í þessu nýja atvinnu­hverfi verði ein­ungis ætluð undir umferð borg­ar­línu­vagna og svo gang­andi og hjólandi, á meðan að bíla­um­ferð verði ýtt út í jaðar hverf­is­ins.

Hinn helm­ingur lands­ins er svo í eigu fast­eigna­þró­un­ar­fé­lags sem heitir Land­ey, en það félag ætlar sér að skipu­leggja íbúða­byggð á 95 hekt­ara svæði sem liggur nær Mos­fells­bæ.

Fjallað var um áform félags­ins í bæj­ar­blað­inu Mos­fell­ingi í fyrra og sagði frá því þar að full­trúar Land­eyjar hefðu kynnt fyrstu hug­myndir sínar fyrir bæj­ar­full­trúum og óskað eftir því að hefja í sam­ein­ingu vinnu með sveit­ar­fé­lag­inu að þró­un­ar-, skipu­lags og upp­bygg­ing­ar­vinnu.

Í beiðni frá fast­eigna­þró­un­ar­fé­lag­inu sem tekin var fyrir í bæj­ar­ráði á snemm­sum­ars í fyrra sagði að mikil tæki­færi fælust í upp­bygg­ingu „mann­vænnar og sjálf­bærrar byggðar á Blika­staða­landi sem yrði í takti við inn­leið­ingu á borg­ar­línu á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.“

Í Mos­fell­ingi var haft eftir bæj­ar­stjór­anum Har­aldi Sverris­syni að Borg­ar­lína væri for­senda fyrir byggð­inni í Blika­staða­land­inu. „Þetta er auð­vitað lang­tíma­verk­efni og upp­bygg­ingin myndi eiga sér stað næsta ald­ar­fjórð­ung­inn og þá í takti við upp­bygg­ingu Borg­ar­línu sem er í raun for­senda fyrir bæði byggð­inni og því að Borg­ar­lína liggi að miðbæ Mos­fells­bæj­ar,“ sagði bæj­ar­stjór­inn.

Verð­mætt land sem rataði úr hluta­eigu rík­is­ins fyrir slikk

Saga Blika­staða­lands­ins er um margt áhuga­verð. Það var í eigu Íslenskra aðal­verk­taka (ÍAV) fram til árs­ins 2008 er það var selt á heila 11,8 millj­arða króna, til félags sem síðar fór á haus­inn með þeim afleið­ingum að landið rataði í eigu Arion banka.

Ein­ungis fimm árum áður en ÍAV seldi land­ið, eða árið 2003, höfðu helstu stjórn­endur ÍAV keypt 40 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins í ÍAV á ein­ungis tæpa tvo millj­arða króna.

Eig­endur ÍAV greiddu rík­inu þannig ein­ungis einn sjötta hluta af sölu­verði einnar af helstu eignum fyr­ir­tæk­is­ins þegar þeir keyptu um 40 pró­sent hlut í því fimm árum áður. Morg­un­blaðið sagði frá þessu árið 2009.

Í dóms­máli sem var höfðað vegna útboðs rík­is­ins vegna sölu ÍAV, sem fór alla leið upp í Hæsta­rétt þar sem einka­væð­ing­ar­ferli félags­ins var dæmt ólög­mætt, sök­uðu stefn­endur eig­endur ÍAV um að hafa vís­vit­andi van­metið virði Blika­staða­lands­ins.

Sam­kvæmt því sem kemur fram í frétt Morg­un­blaðs­ins létu eig­endur ÍAV end­ur­meta Blika­staða­landið eftir að þeir keyptu hlut rík­is­ins og var það þá metið á um þrjá millj­arða króna. Í kjöl­farið greiddu nýju eig­end­urnir sér 2,3 millj­arða króna í upp­safn­aðan arð. Sú arð­greiðsla var þannig hærri en upp­hæðin sem þeir greiddu fyrir allan hlut rík­is­ins ári áður.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar