Ríkið fjármagnar 87,5 prósent samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins

Hlutur ríkisins í fjármögnun Borgarlínu og annarra uppbyggingarverkefna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins nemur 87,5 prósentum. Uppreiknað m.v. byggingavísitölu í júlí er hlutur ríkisins í kostnaðaráætlun Borgarlínu 51,7 milljarðar króna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er sem fyrr forvitinn um fjárfestingu hins opinbera í hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er sem fyrr forvitinn um fjárfestingu hins opinbera í hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Auglýsing

Miðað við verð­lag í júlí síð­ast­liðnum er útlit fyrir að kostn­aður rík­is­ins vegna lagn­ingu Borg­ar­línu sam­kvæmt sam­göngusátt­mála rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins verði 51,7 millj­arðar króna, sam­kvæmt skrif­legu svari Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­manni Mið­flokks­ins.

Sig­mundur Davíð lagði fram þing­lega fyr­ir­spurn um það hversu stóran hluta heild­ar­kostn­aðar vegna „svo­kall­aðrar borg­ar­línu“ ríkið myndi greiða þegar öllum áföngum verk­efn­is­ins yrði lokið og fékk það svar frá ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­sonar að stofn­kostn­aður við þau verk­efnið sem ríkið og sveit­ar­fé­lög hefðu sam­mælst um að fjár­magna varð­andi Borg­ar­lín­una hefði á verð­lagi árs­ins 2019 verið áætl­aður 49,6 millj­arðar króna.

Með gerð sam­göngusátt­mál­ans var einnig ákveðið að setja 52,2 millj­arða króna í stofn­vega­fram­kvæmd­ir, 8,2 millj­arða í göngu- og hjóla­stíga, göngu­brýr og und­ir­göng og 7,2 millj­arða í bætta umferð­ar­stýr­ingu og sér­tækar örygg­is­að­gerð­ir. Alls fjall­aði heild­ar­á­ætl­unin um 120 millj­arða króna fjár­fest­ingu í bættum sam­göngu­innviðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fram til árs­ins 2033.

Auglýsing

Í skrif­legu svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir að sam­kvæmt fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­komu­lagi aðila sem kynnt var árið 2019 muni hlutur rík­is­ins verða 87,5 pró­sent af stofn­kostn­aði við fram­kvæmd sátt­mál­ans, þar með talið Borg­ar­lín­una.

„Næmi því hlutur rík­is­ins í þeirri fram­kvæmd um 43.400 millj. kr. á verð­lagi árs­ins 2019. Það sam­svarar lið­lega 51.700 millj. kr. á verð­lagi í júlí 2022 miðað við bygg­ing­ar­vísi­tölu,“ segir í svari ráð­herra við fyr­ir­spurn Sig­mundar Dav­íðs.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.

Þegar fjár­mögnun sam­göngusátt­mál­ans var kynnt var boðað að ríkið myndi leggja 45 millj­arða til, sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 15 millj­arða og að svo yrðu 60 millj­arðar fjár­magn­aðir sér­stak­lega, meðal ann­ars með sölu Keldna­lands­ins og gjöldum á umferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ekki er þó búið að útfæra slíkar hug­mynd­ir, en þær eru á hendi rík­is­ins og telja því inn í fram­lag rík­is­ins til sam­göngusátt­mál­ans.

Borg­ar­lína bygg­ist upp í áföngum næsta rúma ára­tug­inn

Fyrsta lota Borg­ar­línu er í hönn­un­ar­ferli, en í þeirri lotu á að leggja borg­ar­línu­leið frá Ártún­höfða niður í mið­borg Reykja­vík­ur­borgar og þaðan í gegnum Vatns­mýri, yfir nýja brú yfir á Kár­nes og upp að Hamra­borg í Kópa­vogi.

Fyrr í sumar voru tíma­á­ætl­anir verks­ins end­ur­skoð­að­að­ar, og nú miða áætl­anir við að fram­kvæmda­lok fyrstu lotu verk­efn­is­ins verði tví­skipt og ljúki á árunum 2026 og 2027.

Er skýrsla með frum­drögum fyrstu lot­unnar var kynnt í upp­­hafi síð­­asta árs var reiknað með því að hægt yrði að taka fyrstu borg­­ar­lín­u­­leið­­irnar í notkun árið 2025, sam­hliða heild­­stæðri inn­­­leið­ingu nýs leiða­­nets Strætó. Áður hafði verið svo jafn­­vel verið rætt um að fyrsta lotan gæti verið tekin í notkun árið fyrir árs­­lok 2024. Tíma­lín­unni hefur því seinkað nokkuð frá því sem lagt var upp með.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent