Hvenær fær kóngurinn Karl að prýða pundið?

Fjölmargt í daglegu lífi Breta minnir á Elísabetu drottningu eftir sjötíu ára valdatíð. Eftir andlát hennar er þegar hafinn undirbúningur að því að setja andlit hins nýja konungs, Karls III, á peningaseðla og mynt.

Elísabet drotting á tíu punda seðlinum.
Elísabet drotting á tíu punda seðlinum.
Auglýsing

Frí­merki og flögg. Póst­kassar og pen­inga­seðl­ar. Það er erfitt að kom­ast um Bret­landseyjar án þess að sjá and­lit Elísa­betar II drottn­ingar eða upp­hafs­stafi hennar hér og þar. Stofn­anir eru kenndar við hana, Vega­bréfa­út­gáfa hennar hátignar er ágætt dæmi, og hver ein­asti lög­reglu­þjónn er með upp­hafs­stafi hennar í merki á húf­unni.

Guð blessi drottn­ing­una (God save the queen) verður ekki lengur loka­línan í þjóð­söngnum heldur Guð blessi kóng­inn. Þann fyrsta sem ríkir yfir breska sam­veld­inu í rúm­lega sjö­tíu ár, Karl III.

En það eru kannski pen­inga­seðl­arnir og mynt­in, sterl­ingspundin og penníin, sem eru hvað aug­ljós­asta áminn­ingin um til­veru hennar og sess í bresku sam­fé­lagi. Sess sem sonur hennar þarf nú að reyna að fylla að henni lát­inni.

Auglýsing

Þjóð­ar­sorg ríkir í Bret­landi eftir and­lát drottn­ing­ar­inn­ar. Og því er engra skyndi­legra breyt­inga að vænta. Seðlar og mynt sem and­lit hennar prýða verða áfram í gildi, það hefur Eng­lands­banki, seðla­banki Bret­lands, stað­fest. En hann hefur einnig stað­fest að umskipti munu eiga sér stað. Áætlun þar að lút­andi verður þó ekki kynnt fyrr en að Bretar hafa fengið tíma til að syrgja Elísa­betu.

Pen­inga­prent­vél­arnar verða því ekki ræstar alveg á næst­unni.

Myndin af Elísabetu sem prýddi fyrstu seðlana í upphafi sjöunda áratugarins var gagnrýnd. Drottningin þótti birtast þegnum sínum yfirlætisleg og þurr.

„Starfs­fólk Eng­lands­banka vill senda inni­leg­ustu sam­úð­ar­kveðjur til kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar,“ sagði í yfir­lýs­ingu bank­ans í gær. Seðla­banka­stjór­inn Andrew Bailey sagði: „Ég er mjög hryggur yfir þeim tíð­indum að hennar hátign, drottn­ing­in, sé látin enda hefðu flestir Bretar engan annan þjóð­höfð­ingja haft og að hennar yrði minnst sem mik­illar fyr­ir­myndar lands­ins alls og sam­veld­is­ins.

And­lit Elísa­betar er ekki aðeins á breska sterl­ingspund­inu heldur einnig á pen­inga­seðlum og mynt sem notuð er í Kana­da, Ástr­al­íu, Nýja-­Sjá­landi og víðar í sam­veld­inu.

Ekki stendur til, sam­kvæmt því sem breskir fjöl­miðlar segja, að inn­kalla alla seðl­ana og mynt­ina. Þess í stað verður þeim skipt hægt og bít­andi út á næstu mán­uð­um.

Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem slíkt er gert. Fyrir árið 1972 var einu pundi skipt í 20 skild­inga (shill­ings) sem hver um sig jafn­gilti 12 penn­íum. Þannig voru 240 penní í einu pundi. Frá og með árinu 1972 voru skild­ingar lagðir niður og verð­gildi á nýju penníinu varð 2,4 sinnum meira en áður hafði ver­ið. Aðlög­un­ar­tíma­bilið stóð þá í átján mán­uði.

Tíu skildinga seðillinn var aðeins í umferð í nokkra mánuði. 50 pennía seðillinn var hannaður en aldrei gefinn út.

Þegar nýir og nútíma­legir 50 og 20 punda seðlar voru kynntir til sög­unnar fyrir nokkrum mán­uðum með and­liti Elísa­bet­ar, giltu þeir gömlu með myndum af frum­kvöðl­inum Matt­hew Boulton og verk­fræð­ingnum James Watt, áfram í 16 mán­uði. Svo vill til að þeir falla úr gildi nú í lok sept­em­ber.

4,5 millj­arðar pen­inga­seðla með and­liti Elísa­betar eru í umferð í dag – sam­tals um 80 millj­arðar punda. Í frétta­skýr­ingu The Guar­dian kemur fram að talið sé lík­legt að umskiptin yfir í nýja seðla og nýja mynt, með myndum af Karli kon­ungi, muni taka að minnsta kosti tvö ár.

Er Elísa­bet varð drottn­ing eftir lát föður síns árið 1952 var mynd af henni ekki sett á pen­inga­seðla. Það tíðk­að­ist ekki í þá tíð að gera slíkt. Þetta breytt­ist árið 1960. Þá var gef­inn út 1 punda seð­ill með mynd af henni. Árið eftir var svo prent­aður 10 skild­inga­seð­ill með and­liti hennar á. Þessi þróun hélt áfram næstu árin og drottn­ingin var sett á fleiri seðla.

Það tekur tíma að hanna hvern seð­ill. Til stóð að gefa út 10 skild­inga seðil á síð­ari hluta sjö­unda ára­tug­ar­ins. Búið var að hanna hann og á honum var mynd af drottn­ing­unni með skraut­hatt. En svo breytt­ist allt. Ákveðið var að breyta pen­inga­kerf­inu og skild­ingar voru aflagð­ir. 10 skild­inga seð­il­inn var prent­aður og gef­inn út en inn­kall­aður ekki svo löngu síð­ar. Ákveðið var að nýta hönnun hans á nýjan 50 pennía seðil en að lokum var sú ákvörðun tekin að gera 50 pennía mynt. Svo sá seð­ill var aldrei gef­inn út.

Drottn­ing – ekki kóngur – í stjórn­ar­skrám

Elísa­bet II var þjóð­höfð­ingi í fjórtán ríkjum breska sam­veld­is­ins. Í mörgum þeirra er því svo farið að orðið „drottn­ing“ er bein­línis skrifað í stjórn­ar­skrána. Þetta mun þýða, segir í frétt Guar­di­an, að gera þarf stjórn­ar­skrár­breyt­ingar svo vísað sé í arf­taka henn­ar, Karl III kon­ung.

Ástralskur fimm dollara seðill.

En það er ekki endi­lega víst að það verði gert. Stjórn­ar­skránni verður ef til vill breytt á t.d. Jamaíka og í Belís, tveimur ríkjum sam­veld­is­ins í Kar­ab­íska-haf­inu, en tæki­færið jafn­vel nýtt til að rjúfa tengslin við Bret­land. Rétt eins og Bar­bados gerði í fyrra. Í báðum fyrr­nefndum löndum gengur nú öflug bylgja sjálf­stæð­is­bar­áttu yfir.

Einnig kann að vera að sam­bands­ríki á borð við Papúa Nýju-­Gen­íu, Solomon-eyj­ar, Túvalú, Atígva og Bar­búda, Baham­a-eyj­ar, Grena­da, Sankti Kitts og Nevis sem og fleiri þurfi að breyta sínum stjórn­ar­skrám, vilji þau að Karl hafi vald til að skipa þar rík­is­stjóra. Í þessum ríkjum er ákveðin and­staða við sam­veldið en hún er ekki almenn – að minnsta kosti enn­þá.

Hins vegar þarf ekki að breyta stjórn­ar­skrám Ástr­al­íu, Kanada og Nýja-­Sjá­lands þar sem í þeim er gert ráð fyrir að arf­taki bresku krún­unnar verði sjálf­krafa þjóð­höfð­ingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent