Elísabet II Englandsdrottning látin

Elísabet II Englandsdrottning lést síðdegis, umkringd sinni nánustu fjölskyldu, í Balmoral-kastala í Skotlandi. Hún var 96 ára og var drottning í 70 ár, lengur en nokkur annar breskur þjóðhöfðingi. Karl Bretaprins tekur við krúnunni.

Elísabet II Englandsdrottning er látin, 96 ára að aldri.
Elísabet II Englandsdrottning er látin, 96 ára að aldri.
Auglýsing

Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing er lát­in, 96 ára að aldri. Elísa­bet hefur verið drottn­ing í 70 ár, lengur en nokkur annar þjóð­höfð­ingi Bret­lands. Breska kon­ungs­fjöl­skyldan greindi frá and­láti drottn­ingar síð­deg­is.

Elísa­bet Alex­andra Mary Windsor fædd­ist í Mayfair í Lund­únum 21. apríl 1926. Elísa­bet var elsta barn for­eldra sinna, Alberts her­toga, síðar Georgs sjötta, og Elísa­betar Bowes-Lyon. Yngri systir Elísa­betar hét Mar­grét Rose.

Aðeins einn þjóð­höfð­ingi var lengur við völd en hún í sög­unni, Loð­vík 14. Frakk­lands­kon­ungur var fjög­urra ára þegar hann varð kon­ungur 1643. Hann ríkti í 72 ár.

Auglýsing

Elísa­bet hefur dvalið í Balmoral-kast­ala í Skotlandi frá því í júlí. Hún sást síð­ast opin­ber­lega þegar hún skip­aði Liz Truss for­sæt­is­ráð­herra síð­ast­lið­inn þriðju­dag. Sama dag hitti hún einnig Boris John­son, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra. Elísa­bet skip­aði 15 for­sæt­is­ráð­herra í 70 ára valda­tíð sinni en þetta var í fyrsta sinn sem valda­skiptin fór fram ann­ars staðar en í Buck­ing­ham-höll.

Elísabet Englandsdrottning í Balmoral-kastala á þriðjudag, rétt áður en hún tók á móti Liz Truss og skipaði hana formlega sem forsætisráðherra. Mynd:EPA

Á mið­viku­dag frestaði hún fundi með ráð­gjöfum sínum sem áform­aður var í tengslum við rík­is­stjórn­ar­myndun Truss. Í morgun gaf kon­ungs­fjöl­skyldan út yfir­lýs­ingu þar sem greint var frá því að læknar fylgd­ust grannt með heilsu drottn­ingar þar sem þeir höfðu vax­andi áhyggjur af heilsu henn­ar. Það færi þó vel um hana.

Elísabet og Filippus gengu í hjónaband 20. nóvember 1947  í Westminster. Mynd:EPA

Heilsu Elísa­betar hefur hrakað síð­ast­liðin miss­eri og glímdi hún við skerta hreyfi­getu síð­ustu mán­uði. Þá greind­ist hún með COVID-19 í febr­úar en ein­kennin voru væg, hún náði bata en tók tak­mark­aðan þátt í hátíð­ar­höldum í sumar í til­efni af 70 ára krýn­ing­araf­mæl­inu.

Fljót­lega eftir til­kynn­ingu frá kon­ungs­höll­unni um að læknar fylgd­ust með líðan drottn­ingar fóru að ber­ast fregnir af því að nán­asta fjöl­skylda hennar væri á leið­inni til Balmoral-kast­ala.

Balmoral-kast­ali í skosku hálönd­unum skip­aði stóran sess í lífi drottn­ing­ar­inn­ar. Þar dvaldi hún í fjöl­skyldu­fr­íum sem ung stúlka þar sem hún og Mar­grét systir hennar léku sér sam­an. Fil­ippus, eig­in­maður drottn­ingar til 73 ára, bað hennar í kast­al­an­um. Fil­ippus lést í apríl í fyrra, 99 ára að aldri.

Elísabet drottning ásamt Margréti, yngri systur sinni. Mynd: EPA

Karl orð­inn kon­ungur

Börn Elísa­betar og Fil­ippusar eru fjög­ur. Karl, prins af Wales, er elstur og því rík­is­arfi krún­unn­ar. Karl er 73 ára en var krýndur prins­inn af Wales árið 1969. Eng­inn hefur beðið jafn lengi eftir bresku krún­unni og hann en Karl hefur verið stað­geng­ill móður sinnar í kon­ung­legum erinda­gjörðum síð­ustu mán­uði.

Karl Bretaprins, sem nú er orðinn konungur, ásamt Elísabetu og Vilhjálmi árið 2012. Mynd: EPA

Karl er giftur Camillu, her­toga­ynj­unni af Cornwall Hann varð kon­ungur við frá­fall móður sinnar og fær tit­il­inn Karl III Eng­lands­kon­ung­ur. Camilla mun fá drottn­inga­ritil þegar Karl verður krýnd­ur, en það var ósk Elísa­bet­ar.

Elísabet og Filippus ásamt elstu börnum sínum, Karli og Önnu. Mynd: EPA

Anne er næstelst barna Elísa­betar og Fil­ippusar og einka­dóttir þeirra. Hún er gift Timothy Laurence og á tvö börn frá fyrra hjóna­bandi, Peter og Zara.

Andrew, her­tog­inn af Jór­vík, er næstyngstur barna Elísa­bet­ar. Hann á tvær dætur með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, Söruh Fergu­son, Beat­rice prinsessu og Eugenie prinsessu. Andrew lét af öllum kon­ung­legum skyldum árið 2019 eftir að hann var sak­aður um kyn­ferð­is­brot og fyrir tengsl hans við barn­a­níð­ing­inn Jef­frey Epstein. Þá hefur hann afsalað sér öllum titlum sínum innan kon­ungs­­fjöl­­skyld­unnar og breska her­s­ins.

Edward, jarl­inn af Wessex, er yngstur barna drottn­ing­ar. Hann er giftur Sophie, her­toga­ynj­unni af Wessex, og eiga þau tvö börn, Lou­ise og James Mount­batten-Windsor.

Djúp sorg fyrir alla fjöl­skyld­una

Breska hirðin hefur sent frá sér til­kynn­ingu í nafni Karls kon­ungs þar sem hann segir and­lát móður sinnar djúpa sorg fyrir sig og fjöl­skyld­una alla.

„And­lát ást­kærrar móður minn­ar, hennar hátignar drottn­ing­ar­inn­ar, er stund mik­illar sorgar fyrir mig og alla fjöl­skyldu mína.Við syrgjum inni­lega frá­fall kærs þjóð­höfð­ingja og ást­kærrar móð­ur.“ Hann segir að á þess­ari sorg­ar­stund og breyt­inga­skeiði finni hann og fjöl­skyldan fyrir huggun vit­andi að drottn­ingin naut mik­illar virð­ingar og vænt­um­þykju um heim all­an.

Sam­úð­ar­kveðjum og minn­ing­ar­orðum hefur rignt yfir kon­ungs­fjöl­skyld­una á sam­fé­lags­miðl­um, meðal ann­ars frá Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent