Landsnet flytur raforku til kísilvers Thorsil í Helguvík - enn ekki vitað hvaðan orkan kemur

GIA-og-HB-undirritun-19-10-2015.jpg
Auglýsing

Lands­net og Thorsil skrif­uðu í dag undir sam­komu­lag um raf­orku­flutn­inga fyrir kís­il­ver Thorsil í Helgu­vík. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Lands­neti er nú gert ráð fyrir því að rekstur kís­il­vers­ins hefj­ist í árs­byrjun 2018.

Kostn­aður við það að tengja kís­il­verið við meg­in­flutn­ings­kerfi Lands­nets er um 2,5 millj­arðar króna, en teng­ingin verður gerð með lagn­ingu 132 kíló­volta jarð­strengs á milli Fitja og Stakks, tengi­virkis Lands­nets, sem verið er að byggja í Helgu­vík. Fram­kvæmdir eiga að hefj­ast næsta haust.

Segj­ast hafa tryggt sér orku en ekki hvaðan hún kemurHá­kon Björns­son, fram­kvæmda­stjóri T­horsil, sagði í síð­ustu viku við Frétta­blaðið að fyr­ir­tækið hefði tryggt sér 87 megawatta orku sem áætlað er að kís­il­verið þurfi að jafn­aði til að fram­leiða 54 þús­und tonn af kís­il­málmi á ári.Hann vildi hins vegar ekki upp­lýsa hvaðan orkan kæmi né á hvaða verði hún yrði keypt. Hvorki Lands­virkjun né Orku­veita Reykja­víkur hafa gengið frá neinum samn­ingum við Thorsil, en Ásgeir Mart­eins­son, for­stjóri HS Orku, vildi ekki tjá sig um hvort fyr­ir­tækið hygg­ist veita ork­una eða ekki.

Thorsil gat ekki greitt umsamin gjöldÍ DV í byrjun mán­að­ar­ins var greint frá því að Reykja­nes­höfn hefði gefið Thorsil greiðslu­frest á gatna­gerð­ar­gjöldum vegna lóð­ar­innar undir verk­smiðj­una. Gjöldin áttu að greið­ast 30. sept­em­ber síð­ast­lið­inn en gjald­dag­anum var frestað til 15. des­em­ber. Hákon Björns­son vildi ekki upp­lýsa um hversu háa upp­hæð er um að ræða.

Thorsil er stærsti við­skipta­vinur Reykja­nes­hafn­ar, sem hefur fengið greiðslu­frest út nóv­em­ber­mánuð til að greiða skuldir sín­ar. Ljóst er að litlar tekjur Reykja­nes­hafn­ar, sem hún þarf til að geta staðið við greiðslur af lán­um, aukast ekki á meðan stærsti við­skipta­vinur hennar greiðir ekki umsamin gjöld á réttum tíma.

Auglýsing

Ef Reykja­nes­höfn getur ekki greitt fyrir lok nóv­em­ber verður greiðslu­fall og sveit­ar­fé­lagið Reykja­nes­bær er í ábyrgð fyrir skuld­un­um. Bær­inn hefur ekki fjár­hags­lega getu til að hlaupa undir bagga með höfn­inni, enda skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins.

Bygg­ing verk­smiðju Thorsil er mjög umdeild í Reykja­nesbæ og í ágúst sam­þykkti bæj­ar­ráð sveit­ar­fé­lags­ins að efna til íbúa­kosn­ingu í nóv­em­ber vegna henn­ar. Sam­hliða var hins vegar sam­þykkt að íbúa­kosn­ingin yrði bind­andi og Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, hefur sagt að nið­ur­staða hennar skipti í raun engu máli.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None