Landsnet flytur raforku til kísilvers Thorsil í Helguvík - enn ekki vitað hvaðan orkan kemur

GIA-og-HB-undirritun-19-10-2015.jpg
Auglýsing

Lands­net og Thorsil skrif­uðu í dag undir sam­komu­lag um raf­orku­flutn­inga fyrir kís­il­ver Thorsil í Helgu­vík. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Lands­neti er nú gert ráð fyrir því að rekstur kís­il­vers­ins hefj­ist í árs­byrjun 2018.

Kostn­aður við það að tengja kís­il­verið við meg­in­flutn­ings­kerfi Lands­nets er um 2,5 millj­arðar króna, en teng­ingin verður gerð með lagn­ingu 132 kíló­volta jarð­strengs á milli Fitja og Stakks, tengi­virkis Lands­nets, sem verið er að byggja í Helgu­vík. Fram­kvæmdir eiga að hefj­ast næsta haust.

Segj­ast hafa tryggt sér orku en ekki hvaðan hún kemurHá­kon Björns­son, fram­kvæmda­stjóri T­horsil, sagði í síð­ustu viku við Frétta­blaðið að fyr­ir­tækið hefði tryggt sér 87 megawatta orku sem áætlað er að kís­il­verið þurfi að jafn­aði til að fram­leiða 54 þús­und tonn af kís­il­málmi á ári.Hann vildi hins vegar ekki upp­lýsa hvaðan orkan kæmi né á hvaða verði hún yrði keypt. Hvorki Lands­virkjun né Orku­veita Reykja­víkur hafa gengið frá neinum samn­ingum við Thorsil, en Ásgeir Mart­eins­son, for­stjóri HS Orku, vildi ekki tjá sig um hvort fyr­ir­tækið hygg­ist veita ork­una eða ekki.

Thorsil gat ekki greitt umsamin gjöldÍ DV í byrjun mán­að­ar­ins var greint frá því að Reykja­nes­höfn hefði gefið Thorsil greiðslu­frest á gatna­gerð­ar­gjöldum vegna lóð­ar­innar undir verk­smiðj­una. Gjöldin áttu að greið­ast 30. sept­em­ber síð­ast­lið­inn en gjald­dag­anum var frestað til 15. des­em­ber. Hákon Björns­son vildi ekki upp­lýsa um hversu háa upp­hæð er um að ræða.

Thorsil er stærsti við­skipta­vinur Reykja­nes­hafn­ar, sem hefur fengið greiðslu­frest út nóv­em­ber­mánuð til að greiða skuldir sín­ar. Ljóst er að litlar tekjur Reykja­nes­hafn­ar, sem hún þarf til að geta staðið við greiðslur af lán­um, aukast ekki á meðan stærsti við­skipta­vinur hennar greiðir ekki umsamin gjöld á réttum tíma.

Auglýsing

Ef Reykja­nes­höfn getur ekki greitt fyrir lok nóv­em­ber verður greiðslu­fall og sveit­ar­fé­lagið Reykja­nes­bær er í ábyrgð fyrir skuld­un­um. Bær­inn hefur ekki fjár­hags­lega getu til að hlaupa undir bagga með höfn­inni, enda skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins.

Bygg­ing verk­smiðju Thorsil er mjög umdeild í Reykja­nesbæ og í ágúst sam­þykkti bæj­ar­ráð sveit­ar­fé­lags­ins að efna til íbúa­kosn­ingu í nóv­em­ber vegna henn­ar. Sam­hliða var hins vegar sam­þykkt að íbúa­kosn­ingin yrði bind­andi og Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, hefur sagt að nið­ur­staða hennar skipti í raun engu máli.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None