Landspítalinn þarf að skerða þjónustu sína fái hann ekki meira fjármagn á næsta ári

Í umsögn forstjóra Landspítalans um fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp segir að að hann glími við undirliggjandi rekstrarvanda. Ástæða þess að spítalinn hafi verið rekinn innan fjárveitinga séu einskiptis framlög og sú staðreynd að hann sé undirmannaður.

Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans.
Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans.
Auglýsing

„Að óbreyttu þarf spít­al­inn að skerða þjón­ustu sína. Slík staða er auð­vitað alvar­leg.“ Þetta kemur fram í umsögn Land­spít­al­ans um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar sem Run­ólfur Páls­son, for­stjóri spít­al­ans, skrifar und­ir. 

Í umsögn­inni segir að Land­spít­al­inn glími við und­ir­liggj­andi rekstr­ar­vanda. Þótt gert sé ráð fyrir að hann verði rek­inn innan fjár­veit­inga á yfir­stand­andi ári sé það vegna und­ir­mönn­unar á spít­al­anum og ein­skiptis fjár­veit­inga sem leysi ekki þann vanda. „Það er afar brýnt að fjár­laga­frum­varpið taki á þeim áskor­unum sem blasa við Land­spít­ala og í raun heil­brigð­is­kerf­inu öllu í lok heims­far­ald­urs COVID-19. Frum­varpið verður að koma til móts við þá erf­iðu stöðu sem að framan er rak­in, þ.e. við mönnun starfa, við end­ur­skipu­lagn­ingu og upp­bygg­ingu þjón­ustu spít­al­ans eftir far­ald­ur­inn og viður­eign við und­ir­liggj­andi rekstr­ar­vanda.“

Vantar 620 millj­ónir króna til að mæta lýð­fræð­is­legum breyt­ingum

Fjár­veit­ingar til Land­spít­ala eru áætl­aðar 84,9 millj­arðar króna á næsta ári sam­kvæmt frum­varp­inu, sem er tæp­lega 3,5 millj­örðum krónum meira en renna til hans í ár. Í umsögn­inni er bent á að þegar búið er að taka til­lit til end­ur­mats á launa­flokkum og verð­bóta sé raun­vöxtur á fram­lögum 1.266 millj­ónir króna. Þeirri upp­hæð er ætlað mæta lýð­fræði­legum breyt­ingum vegna fólks­fjölg­un­ar, hækk­andi með­al­aldri þjóð­ar­innar og fram­þróun í með­ferð­ar­úr­ræð­u­m. 

Auglýsing
Í umsögn Land­spít­al­ans segir að þessi fjár­hæð jafn­gildi 1,4 pró­sent af gjald­heim­ild fyrri árs. Þegar því fyr­ir­komu­lagi var komið á að reikna spít­al­anum líkan raun­vöxt til að takast á við lýð­fræð­is­legar breyt­ingar hafi árleg hækk­un­ar­þörf verið metin 1,8 pró­sent. „Nú hafa þessir útreikn­ingar verið yfir­farnir og má ætla að fjár­veit­ingar þyrftu að aukast um 2,2 pró­sent til að mæta raun­vext­in­um. Ef upp­runa­lega við­miðið þ.e. 1,8 pró­sent lægi til grund­vallar frum­varpi til fjár­laga fyrir árið 2023 væri upp­hæðin 1.586 m.kr. eða 320 m.kr. hærri en í frum­varp­inu og ef end­ur­metna þörfin væri höfð til við­mið­unar væri upp­hæðin 1.938,1 m.kr. eða 620 m.kr. hærri en frum­varp­ið. Þess má líka geta að spít­al­inn fékk reikn­aðan raun­vöxt ekki bættan á yfir­stand­andi ári heldur fór sú fjár­hæð til að mæta auknum útgjöldum við stytt­ingu vinnu­vik­unnar í vakta­vinn­u.“

Þá er til­tekið að fram­lög til tækja­kaupa á spít­al­anum hafi dreg­ist saman und­an­farin ár, en þau fara mest megnis fram í evr­um. Í krónum talið hafa fram­lögin rýrnað um 20 pró­sent frá árinu 2018 á sama tíma og gengi evru hefur hækkað um 15 pró­sent. Þá á eftir að taka til­lit til stór­auk­innar verð­bólgu í þeim löndum sem tækin eru keypt frá. 

Við­var­andi mann­ekla

Sam­an­dregið segir í umsögn­inni að helstu áskor­anir sem Land­spít­al­inn standi frammi fyrir sér þrjár: erf­ið­leikar við að manna stöð­ur, að end­ur­skipu­leggja og byggja upp þjón­ustu hans í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og að takast á við áður­nefndan und­ir­liggj­andi rekstr­ar­vanda. 

Auglýsing
Viðvarandi mann­ekla er á Land­spít­al­ann sem eykur veru­lega álag á það starfs­fólk sem er þar fyr­ir. Fyrir vikið eru fleiri að hugsa sér til hreyf­ings og erf­iðar gengur að laða nýtt fólk til starfa við spít­al­ann. „Við þessar aðstæður á spít­al­inn í vand­ræðum með að halda úti almennri þjón­ustu og erf­iðar gengur að vinna niður biðlista sem lengd­ust í far­aldr­in­um.“

Þessi staða leiðir til þess að sparn­aður verður á launa­lið spít­al­ans, ein­fald­lega vegna þess að hann nær ekki að ráða þann fjölda sem hann þarf til að geta haldið úti þeirri þjón­ustu sem honum er gert að gera. Auk þess sé hætt við að spít­al­inn geti ekki náð að veita þjón­ustu í sam­ræmi við samn­ing um fram­leiðslu­tengda fjár­mögnun sem leiðir til þess að fjár­veit­ingar verið teknar af hon­um. Í umsögn­inni segir að mik­il­vægt sé að spít­al­inn geti snúið við þess­ari þróun og laðað til sín fólk til starfa og haldið í það starfs­fólk sem er þegar til stað­ar. „Lyk­il­at­riði í þeirri við­leitni eru sam­keppn­is­hæf launa­kjör og aðlað­andi starfs­um­hverf­i.“

Þurfa að geta nýtt aukna getu

Í kór­ónu­far­aldr­inum var starf­semi Land­spít­al­ans end­ur­skipu­lögð þannig að hægt væri að sinna þeim sem sýkst höfðu af COVID-19. Sam­hliða var dregið úr annarri starf­semi og val­að­gerðum hætt. Afleið­ing þess­ara aðgerða eru þær að biðlistar hafa lengst og margir bíða þjón­ustu. Þá hafi far­ald­ur­inn kallað á breytt verk­lag á mörgum svið­um, meðal ann­ars með auk­inni áherslu á sýk­inga­varn­ir. 

Geta Land­spít­al­ans til að fram­kvæma vissar rann­sóknir jókst með til­komu ýmissa tækja sem keypt voru til að greina COVID-19. Í umsögn­inni segir að mik­il­vægt sé að nýta þessa auknu getu til að auka öryggi sjúk­linga. Slíkt kalli á aukin kaup á hvar­fefnum og rekst­ar­vöru sem valdi auknum útgjöld­um. „Nauð­syn­legt er að spít­al­inn hafi fjár­hags­lega burði til að takast á við þessi verk­efni þ.e. að stytta bið eftir þjón­ustu og að breyta verk­lagi til að auka öryggi sjúk­linga. Að óbreyttu hefur hann það ekki.“

Afgangur vegna erf­ið­leika við að manna stöður og ein­skiptis fram­laga

Und­ir­liggj­andi rekstr­ar­vandi er svo óleyst­ur. Í umsögn­inni segir að Land­spít­al­inn glími við langvar­andi fjár­hags­vanda. „Spít­al­inn hefur löngum verið rek­inn með halla og hefur mætt honum m.a. með því að hag­ræða í rekstri og reyna að aðlaga starf­sem­ina að fjár­veit­ing­um. Síð­ustu ár hafa verið þung sem skýrist að hluta afheims­far­aldr­inum sem hefur haft veru­leg áhrif á starf­semi spít­al­ans og því hefur ekki tek­ist að laga rekstur að fjár­heim­ild­um.“

Á árunum 2018 til 2020 var sam­an­lagður halli á rekstri spít­al­ans tæp­lega 4,3 millj­arðar króna. Í fyrra var hins vegar tæp­lega 2,7 millj­arða króna afgangur af rekstri hans. Í umsögn­inni segir að sá afgangur eigi sér eðli­legar skýr­ing­ar. Ann­ars vegar sé um að ræða tæp­lega tveggja millj­arða fram­lag frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu til að mæta eldri halla. Hins vegar spili erf­ið­leikar við að manna stöður á spít­al­anum stóra rullu. „Þegar horft er fram­hjá þessum skýr­ingum glímir Land­spít­ali við und­ir­liggj­andi rekstr­ar­vanda. Í ár er gert ráð fyrir að spít­al­inn verði rek­inn innan fjár­veit­inga en það er vegna und­ir­mönn­unar á spít­al­anum og ein­skiptis fjár­veit­ingum sem leysa ekki und­ir­liggj­andi rekstr­ar­vanda spít­al­ans.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent