Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins sem er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins, hagnaðist um 19 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 45,5 milljarðar króna og hækka um 29,5 prósent frá sama tímabili árið áður.
Nettó skuldir Landsvirkjunar lækkuðu um 19,8 milljarða króna frá áramótum og til loka júnímánaðar og og handbært fé frá rekstri nam 31,5 milljörðum króna, sem er hækkun upp á 43,6 prósent frá árinu áður.
Aldrei hærra verð til stórnotenda
Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að endursamningar við stórnotendur hafi verið lykilbreyta í bættri afkomu.
Næstum jafn mikill hagnaður og allt síðasta ár
Til samanburðar má nefna að hagnaður Landsvirkjunar á öllu árinu 2021 var 19,3 milljarðar króna. Af þeim hagnaði greiddi fyrirtækið 15 milljarða króna í arð til ríkissjóðs.
Landsvirkjun vinnur nálægt ¾ af allri raforku Íslands. Álverin sem hér starfa eru langstærstu viðskiptavinir Landsvirkjunar, en orkusamningar þeirra taka mið af heimsmarkaðsverði á áli. Alls fer um 80 prósent af þeirri orku sem er framleidd á Íslandi til stórnotenda.